Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8
ekki runniðtil viðskiptamanna bankanna heldur fer aukið hagræði allt til eigenda bankanna í formi aukins hagnaðar. Óvarkár útlánastefna Hagnaður bankanna þriggja hefði verið enn meiri hefði Landsbankinn ekki lagt aukalega til hliðar um 1,5 milljarða króna á afskriftareikning tapaðra útlána. Þessi mikla aukning á framlagi til afskriftareikn- ings hlýtur að skýrast af óvandaðri og óvarkárri útlánastefnu þessa banka á undanförnum árum en reikningurinn er sendur beint og óbeint til viðskiptavina bankans. Þetta er þeim mun óvænt- ara sem efnahagslífið hefur verið með miklum blóma á undanförnum árum og efnahagur einstaklinga og fyrirtækja aldrei betri. Þá vekur það athygli hve bankarnir leggja misjafnlega mikið hliðar á afskriftareikn- ing vegna tapaðra útlána. íslandsbanki jók ekkert framlag sitt á afskriftareikning á þessu ári, Kaupþing Búnaðarbanki jók afskriftaframlagið um 300 milljónir en Landsbankinn hins vegar um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir króna eins og áður segir. Það er því einsætt að útlánastefna og lánaeftirlit hjá bönkun- um hefur verið mjög mismunandi þeirra á milli á síðustu misserum. Ef allt væri með felldu og eðlileg samkeppni ríkti á bankamarkaðnum ættu viðskiptamenn ís- landsbanka og Kaupþings Búnaðarbanka að njóta varkárari og skynsamari útlána- stefnu í betri kjörum en svo virðist ekki hafa verið. Virka samkeppni vantar í frjálsu efnahagskerfi þar sem sæmilega virk samkeppni ríkir getur það fyrirtæki sem hefur hlutfallslega lægstan rekstr- arkostnað jafnframt boðið bestu kjörin og lægsta verðið á vöru sinni eða þjón- ustu. Yfirleitt sætir það fyrirtæki sem ber lægstan rekstrarkostnað (þ.m.t. lægstan innkaupakostnað) færis að auka markaðs- hlutdeild sína og bæta afkomu með því að fara í verðsamkeppni við keppinauta sína. Ef ónóg samkeppni er á markaðin- um er þetta augsýnilega ekki keppikefli eða markmið fyrirtækisins með lægsta rekstrarkostnaðinn. Það kýs heldur að láta þann sparnað sem liggur í hag- kvæmum rekstri koma fram sem aukinn hagnað til eigenda en ekki hagkvæmari kjörum til viðskiptamanna. íslandsbanki er greinilega mun betur rekinn en hinir sem lýsir sér í mun lægra kostnaðarhlut- falli og lægri afskriftatillagi vegna tapaðra útlána. Sá ábati sem bankinn hefur af hlutfallslega lægri rekstrarkostnaði er þó ekki nýttur til að fara í verðsamkeppni við hina bankana og þar með að auka markaðshlutdeild og stærð sína sem virð- ist annars vera mikið keppikefli íslensku bankanna. Þess í stað notar bankinn alla kostnaðarhagkvæmni sína til að auka hagnaðinn. Enda er hagnaður sem hlut- fall af rekstrartekjum og arðsemi eigin fjár langhæst hjá þessum banka. Þetta er skýr vottur um að ekki ríkir virk sam- keppni á íslenskum bankamarkaði. Crein þessi byggir á skýrslu sem birt verður fljótlega á www.ns.is Hvar er umhverfismerkið? Umhverfisvæna salernisþurrkan er dæmi um vöru sem er auglýst um- hverfisvæn án þess að nokkuð liggi fyrir því til sönnunar. Aftan á pakk- anum er texti sem útskýrir notkun þurrkunnar. Þar segir m.a.: • Að ekki megi nota þurrkuna á andlit eða Ifkama • Að óhætt sé að henda þurrkunni í salernið eftir notkun • Að þurrkan brotni niður í náttúrunni að nær öllu leyti • Að hún innihaldi minna en fimm prósent af „katoniske tensider" Ekki eru nánari upplýsingar um innihald annara efna á pakkanum og því lítið á því að græða að rýna í merkingarnar. Þó seg- irað91%af klútnum brotni algerlega nið- ur í umhverfinu eftir 60 daga samkvæmt einhverri aðferð Edberg & Hofstens. En ef að salernisþurrkan er eins umhverf- isvæn og auglýsingin gefur til kynna þá ætti hún auðvitað að bera vottað umhverfismerki eins og Svaninn, Evrópu- blómið eða Bra Miljöval. Það er trygging neytenda fyrir því að tiltekin vara sé framleidd á eins umhverfisvænan hátt og mögulegt er. Einnota klútur með kemískum efnum get- ur seint talist umhverfisvænn. Nær væri að nota tusku og sjóðheitt vatn með smá slettu af hreingerningarlegi með vottuðu umhverfismerki til að þrífa salernið. A sama tíma og „umhverfisvæna" sal- ernisþurrkan er auglýst hafa líka verið sýndar auglýsingar um uppþvottaefni fyrir uppþvottavélar. Sú tiltekna vara er Svansmerkt en á það er ekki minnst einu orði í auglýsingunni. Það þykir e.t.v. ekki í frásögur færandi. 8 NEYTENDABLAOIÐ 3. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.