Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 17

Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 17
Sölubrellur? I Consumer Choise segir að þrátt fyr- ir að flestar greiðslur séu vegna fárra sjúkdóma hafi þróunin verið sú að listi tryggingafélaga yfir sjúkdóma og veik- indi sem falla undir sjúkdómatryggingar hafi verið að lengjast. Irish Life sagði um þetta atriði að tryggingafélög ættu frekar að reyna að bæta þjónustu sína vegna krabbameins og hjartaáfalls „en að láta óupplýsta markaðsfræðinga gleyma sér í að bæta við nýjum og nýjum sjúkdómum til þess eins að vera með lengsta listann á markaðnum". Samkvæmt þvísem Neyt- endablaðið kemst næst hafa skilmálar íslensku tryggingafélaganna ekki tekið breytingum eins og Consumer Choise lýsti. Hver þróunin verður er þó ómögu- legt að spá um en Neytendasamtökin telja að sjúkdómatryggingar eigi helst að tryggja neytendur sem best vegna algeng- ustu og alvarlegustu sjúkdómanna sem raska hvað mest daglegu lífi þeirra sem eiga í hlut. LesiÖ skilmálana Neytendum er eindregið ráðlagt að lesa yfir alla skilmála og gögn sem tengjast vá- tryggingum sínum. Þó er rétt að vara við því að þegar kemur að sjúkdómatrygging- um getur lesturinn verið erfiður. Það tek- ur bæði tíma og þarf ákveðna þekkingu til að skilja bæklinga tryggingafélaganna og að bera saman tryggingafræðilega- og læknisfræðilega nálgun hvers og eins. Eitt af því sem er nauðsynlegt að kynna sér er hvernig tryggingafélag skilgrein- ir sjúkdóm. Sem dæmi um mikilvægi skilgreiningar sjúkdóms má nefna að samkvæmt skilmálum íslensku trygg- ingafélaganna þurfa þrjú einkenni að koma fram til að hjartaáfall falli undir sjúkdómatryggi ngu: • dæmigerðir brjóstverkir • nýjar breytingar í hjartalínuriti • hækkun á hjartaensfmum Læknisfræðilega er hins vegar mögulegt fá hjartaáfall þó að eitt af þessum ein- kennum vanti. Sömuleiðis fellur hjarta- kveisa almennt ekki undir sjúkdóma- tryggingar. Neytendur þurfa því að muna að það er aðeins hægt að fá greitt samkvæmt trygg- ingunni ef sjúkdómur fellur nákvæmlega að skilgreiningu tryggingafélagsins. ísum- um tilfellum þýðir það að aðeins er hægt að gera kröfu í sjúkdómatrygginguna vegna verstu tilvika tiltekins sjúkdóms. Sömuleiðis eru ýmsir alvarlegir sjúk- dómar ekki tryggðir nema með miklum takmörkunum sem hver og einn þarf að kynna sér. Til dæmis þarf Parkinsons- sjúkdómurinn að greinast fyrir sextíu ára afmælisdag vátryggðs og að orsakast af óþekktum ástæðum til að falla undir sjúkdómatryggingar íslensku tryggingafé- laganna. Allar aðrar tegundir Parkinsons eru undanþegnar. Annað dæmi er að til að Alzheimers-sjúkdómurinn falli undir íslenska sjúkdómatryggingu þarf sjúk- dómurinn að greinast fyrir sextíu ára afmælisdag vátryggðs og valda því að viðkomandi þarfnist stöðugs eftirlits og aðstoðar við athafnir daglegs Iffs. Ýmisatvikótengd sjúkdómumgeta sömu- leiðis valdið því að greiðsluskylda trygg- ingafélags fellur niður, t.d. misnotkun áfengis eða vímuefna. Einnig er almennt skilyrði að vátryggður lifi í að minnsta kosti 30 daga frá því að vátryggingar- atburður er staðfestur til að bætur séu greiddar út samkvæmt sjúkdómatrygg- ingu (enda er sjúkdómatrygging ekki líftrygging). I Consumer Choise komu fram sambæri- legar undanþágur og takmarkanir og því er Ijóst að slíkar takmarkanir geta átt við hvort sem keypt er íslensk eða erlend sjúkdómatrygging. Er hægt aÖ „einfalda" sjúkdómatrygg- ingar? Eins og sjá má af umfjölluninni hér að framan er ýmislegt sem huga þarf að þegar ákveðið er hvort eða hvaða sjúk- dómatryggingu á að kaupa. í Consumer Choise eru meðal annars nefnd tvö atriði sem gætu auðveldað hinum almenna neytanda að skilja hvað felst í sjúkdóma- tryggingu og að gera verðsamanburð. Fyrra atriðið er að tryggingafélög sem bjóða upp á sjúkdómatryggingar komi sér saman um hvernig nota eigi læknis- fræðilegar skilgreiningar og tæknimál. Þar með þyrftu neytendur ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því hvernig hvert tryggingafélag skilgreinir sjúkdómana sem falla undir trygginguna. Reynslan á Irlandi og í Bretlandi hefur samkvæmt Consumer Choise verið sú að hvert trygg- ingafélag notar sínar eigin skilgreiningar og það torveldar neytendum vitanlega allan samanburð.- Síðara atriðið er að tryggingafélög komi sér saman um lista yfir 6-8 sjúkdóma sem mynda eins konar kjarnatryggingu. Með því móti væri sami kjarninn í boði hjá öllum tryggingafélög- um og neytendum gert kleift að gera beinan verðsamanburð. Ef tryggingafé- lögin vildu síðan bjóða upp á víðtækari tryggingar sem bæta mætti við kjarnann væri þeim það að sjálfsögðu heimilt og neytendur gætu valið hvort slíkt hentaði þeim. Neytendasamtökin telja að hugmyndir Consumer Choise séu mjög áhugaverðar en þær eiga þó kannski ekki beint við á íslandi, enda leiddi lausleg athugun Neyt- endasamtakanna á skilmálum íslensku tryggingafélaganna í Ijós að skilmálar þeirra eru nánast samhljóða. Reyndar er Neytendasamtökunum ekki kunnugt um hvorttúlkun íslensku félaganna á skilmál- um sínum er ólík. Einnig þarf að hafa í huga að hérlendis er farið að bjóða upp á sjúkdómatryggingar erlendra trygginga- félaga í töluverðum mæli. Af þessum sök- um sjá Neytendasamtökin ástæðu til að vera opin fyrir hugmyndum eins og þeim sem að framan er lýst megi það verða til þess að bæta stöðu neytenda við val á sjúkdómatryggingum. Nokkur góÖ ráö Til að geta notið góðs af samkeppni og valmöguleikum á markaði þurfa neytend- ur upplýsingar til að gera samanburð. Samræmd notkun hugtaka og skilgrein- inga í skilmálum sjúkdómatrygginga gæti verið afar hagnýt fyrir neytendur og gert þeim betur kleift að taka upplýsta ákvörð- un um sjúkdómatryggingar. Á meðan ekkert slíkt er til hérlendis eru hér nokkur góð ráð til þín, lesandi góður: • lestu vel skilmála sjúkdómatryggingar • kynntu þér skilgreiningu sjúkdómanna • kynntu þér hvaða sjúkdómar falla und- ir trygginguna • kynntu þér hvað er undanskilið • greindu tryggingafélaginu frá hvers konar mikilvægum persónulegum- og heilsufarslegum upplýsingum, að öðr- um kosti gæti kröfu þinni verið hafnað eða bótafjárhæðin lækkuð NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2004 17

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.