Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16
í maí árið 2002 birti írska neytendablað- ið Consumer Choise grein eftir Alan Dooley sem bar yfirskriftina „Specified illness cover" og fjallar greinin um ýmis- legt sem tengist sjúkdómatryggingum. Þrátt fyrir að greinin sé ekki alveg ný af nálinni er í henni komið inn á ýmis áhugaverð atriði sem ritstjórn Neyt- endablaðsins telur að eigi erindi við neytendur á íslandi. Hvað er sjúkdómatrygging? Sjúkdómatrygging tryggir vátryggingar- taka greiðslu á tiltekinni peningaupphæð greinist hann með sjúkdóm sem fellur undir skilmála tryggingarinnar. Sjúk- dómatryggingar er tiltölulega ný tegund trygginga og þegar orðin mjög algeng. Frá sjónarhóli neytandans eru ýmis vandamál þeim tengd, svo sem vegna flókins eðlis sjúkdóma, notkunar á lækn- isfræðilegum hugtökum í skilmálum og erfiðleikum á samanburði sjúkdóma- tryggingum ólíkra tryggingafélaga. Hvers vegna sjúkdómatryggingu? Þær fullyrðingar sem helst eru notaðar til að selja sjúkdómatryggingar eru að tryggingin geti: • greitt dagleg útgjöld fjölskyldunnar • greitt lækniskostnað og læknismeð- ferð • greitt niður skuldir • greitt fyrir breytingar á húsnæði, til dæmis ef þörf er á hjólastól • staðið straum af tekjutapi í veikindum og á meðan bata er náð • greitt fyrir heimilishjálp í veikindum HvaÖa sjúkdómar falla undir sjúk- dóma tryggingu ? Mjög breytilegt getur verið eftir trygg- ingafélögum hvaða sjúkdómar falla undir sjúkdómatryggingu, sérstaklega hjá erlendum tryggingafélögum. Sam- kvæmt lauslegri athugun Neytendasam- takanna virðast skilmálar þeirra þriggja íslensku vátryggingafélaga sem bjóða upp á eigin sjúkdómatryggingar vera nánast samhljóða en hjá öllum félögun- um er að finna lista með sömu 16 sjúk- dómunum sem falla undir trygginguna. Neytendasamtökin gerðu ekki könnun á skilmálum erlendra tryggingafélaga en samkvæmt Consumer Choise er algeng- ast að sjúkdómatryggingar tilgreini á milli 6 og 30 sjúkdóma sem falla undir þær. Fyrir hinn almenna neytanda getur verið mjög erfitt að skilja lista sjúkdómatrygg- inganna yfir sjúkdóma sem menn eru tryggðir fyrir og þar af leiðandi er allur samanburður á þessum tryggingum mjög erfiður. Hvernig á til dæmis að ákveða hvort kaupa eigi sjúkdómatryggingu sem tryggir gegn motor neuron disease (MND) eða multiple sclerosis (MS)? Vita neytendur endilega hvað þessi læknis- fræðilegu hugtök þýða? Einnig er mikilvægt að nefna að sú sjúk- dómatrygging sem geymir lengsta listann yfir tryggða sjúkdóma er ekki endilega sú besta. Sumir sjúkdómar eru afar sjaldgæfir og því ólíklegt að gera þurfi kröfur vegna þeirra. Samkvæmt trygg- ingasölumanninum John Geraghty ættu sjúkdómatryggingar aðallega að beinast að því að tryggja neytendur fyrir þeim sjúkdómum sem hafa hvað mest áhrif á Iffsstíl fólks. Hvaða kröfur eru algengastar? Því miður er þessi tölfræði ekki til í op- inberum gögnum á Islandi og því styðst umfjöllunin hér aðeins við þá tölfræði sem kynnt var í Consumer Choise en hún byggir á tölfræði fyrirtækisins Irish Life fyrir árið 2001. Tölurnar sýna að greiðsl- ur til vátryggingataka úr sjúkdómatrygg- ingum skiptust með eftirfarandi hætti: Ástæða greiðslu: Konur Karlar • krabbamein 64,0 % 44,0% • hjartaáfall 5,0 % 25,0% • heilablóðfall 9,5% 6,5% Samt. af heildargr.: 78,5% 75,5% Einnig sýndu tölur Irish Life fyrir árið 1999 að af þeim 214 kröfum sem greidd- ar voru út vegna sjúkdómatryggingar voru 91% vegna aðeins sex sjúkdóma: • krabbameins • hjartaáfalls • heilablóðfalls • kransæðaskurðaðgerðar • góðkynja heilaæxlis • heila- og mænusiggs - MS Þar af voru 77% af greiðslunum vegna fyrstu þriggja sjúkdómanna (krabba- meins, hjartaáfalls og heilablóðfalls). Consumer Choise taldi líklegt að hlut- fallið væri svipað hjá öðrum trygginga- félögum. 1B NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.