Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 21
Það eru engin takmörk fyrir því hvað verslunum og þjónustuaðilum dettur í hug að taka gjald fyrir. Nýjasta dæmið er að finna á matseðli McDonald's, en frá og með síðustu áramótum hafa tómatsósubréfin verið seld á 10 krónur stykkið. Franskar kartöflur án tómats- sósu eru óhugsandi fyrir aðdáendur skyndibitanna. En þegar 14 gr. af tómats- sósu kosta 10 krónur þýðir það að kíló- verðið er 714 krónur. Er það ekki aðeins meira en góðu hófi gegnir. Hvenær byrja þeir að selja saltið og rörin í gosið, og kannski munnþurrkurnar líka? Nöldrarinn Lækningarmáttur í sokkabuxum Furðulegan bækling hefur rekið á fjör- ur Neytendasamtakanna. Þetta er lítill pési um Sanpelligrino sokkabuxur þar sem sokkabuxnaframleiðandinn auglýsir sérstaklega samstarf við Istituto Erborist- ico l'Angelica. Útkoman er BIOCOMP- LEX, byltingarkennd nýjung í sokkabux- um. Og í hverju felst svo þessi bylting? Jú sokkabuxurnar eru unnar úr sérstökum tvinna og náttúrulega virkum efnum sem munu að sögn leysa flest vandamál sem að öllu jöfnu hrjá fótleggi kvenna, eins og þurra húð, þreytu og fitusöfnun. Lýsingarnar sem má finna í bæklingnum eru kostulegar og lyginni Ifkastar. Hér eru nokkur dæmi: • Náttúruleg efni úr þangi og koffíni vinna saman ásamt sérstökum vefnaði. • Þang: dregur úrfitulagi undir húðinni. • Koffín: eykur blóðstreymi sem minnkar líkurnar á appelsínuhúð. • Laufblöð rauðra vínberjaplantna: draga úr bólgu og þreytu. • Grænt te: Andoxunarefni sem mynda náttúrulega vörn gegn skaða af völd- um geislunar. • Þökk sé nuddáhrifum og náttúrulegum efnum gerir Biocomplex SNELLENTE fótleggina grennri og fallegri dag hvern. Samkvæmt bæklingnum mun þvottur á sokkabuxunum engin áhrif hafa á eigin- leika sokkabuxnanna og eins eru sokka- buxurnar bættar þægilegum ilmi sem enn auka á vellíðanina. í samkeppnislögum er skýrt kveðið á um að auglýsingar verða að vera sannar og þær mega ekki villa um fyrir kaupend- um. í sjöttu grein segir meðal annars um fullyrðingar og meðmæli með vöru og þjónustu: „Kynning á vöru og þjónustu verður að vera áreiðanleg. Þær fullyrðingar sem sett- ar eru fram í auglýsingum um eiginleika og áhrif vöru og þjónustu þarf að vera unnt að sanna." Neytendasamtökin draga fullyrðingar sokkabuxnaframleiðandans stórlega í efa og efast um að þessi auglýsing standist samkeppnislög. Ég fór í ísbúð um daginn og keypti mér ís í brauðformi með dýfu og kurli. Ekki í frásögur færandi, eða hvað? Þar sem bíllinn rninn hafði nýverið verið hreinsaður að innan vildi ég ekki taka mikla áhættu og bað þess vegna um að ísinn minn yrði settur í box svo hann læki ekki út um allan bíl. Þá kom babb í bátinn, ég þurfti að borga sérstaklega fyrir tómt ísbox. Þetta kom mér á óvart því ég hélt að þetta þætti sjálfsögð þjónusta (innifalin í verðinu, meina ég). Ég hringdi nokkur símtöl þegar heim var komið til að athuga hvort þetta væri algengt f ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu og niðurstaða mín var þessi: Stikkfrí selur box og skeið á 25 kr. Isbúðin í Álfheimum selur boxið eftir stærð 10, 20 og 30 kr. stykkið. Skalli selur boxið á 10 kr. og skeiðina á 10 kr. og Bettís í Kópavogi selur box og skeið á 15 kr. Nöldrarinn NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL 2004 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.