Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Gæðakönnun á þráðlausum símum Smærri og ódýrari en áður MarkaÖskönnun Á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, er markaðskönnun blaðsins með um 40 gerðum af þráðlausum símum sem fengust hér í janúar og eru á verðbilinu frá um 4.000 upp í um 27.000 kr. í könn- uninni eru upplýsingar um 15 atriði varð- andi hverja gerð. Lykilorð til að opna læstar síður fyrir félagsmenn er að finna á bls. 2 f þessu blaði. Gæðakönnun Á vefnum www.ns.is er gæðakönnun ICRT f heild með tæplega 50 gerðum af stafrænum símum. Af þeim fengust 10 gerðir hérlendis og eru niðurstöður um þær birtar hér í töflu. Panasonic KX-TCD 410BL hlaut háa heildar- gæðaeinkunn, 4 (af 5,5,) og fékkst á 9.900 kr. bæði í Elko og Símabæ. Þráðlausir símar eru nú mun ódýrari og minni um sig heldur en fyrir nokkrum misserum þegar notkun þeirra jókst veru- lega. Stundum er erfitt að þekkja þá frá GSM-farsímum. Framfarir birtast m.a. í því að símtólin eru léttari og meðfæri- legri. Skjáirnir eru skýrari og með val- myndum og símaskrám. Hringitónarnir eru margbreytilegir. En þótt sérbúnaður sé talsverður er ekki rétt að kaupa endi- lega dýran og velbúinn síma. Aðrir þættir en fjölhæfnin skipta miklu máli. Flestir nýir þráðlausir símar eru stafrænir (digital) en gömlu símarnir eru yfirleitt hliðrænir (analog). Stafrænir símar geta verið smærri og veitt meiri hljómgæði, búa yfir meiri fjölhæfni og meira öryggi. Truflanir eiga sér síður stað. Stafræna tæknin býður líka upp á að hægt sé að nota mörg símtól við sömu móðurstöð. Mismunandi þarfir Það getur verið sumum notendum mik- ilvægt að þráðlausi síminn hafi mikið drægi og jafnvel hægt að nota hann f nokkur hundruð metra fjarlægð frá móð- urstöðinni. Aðrir vilja leggja áherslu á gott samband og hljómgæði. Enn aðrir vilja fyrst og fremst að síminn sé sem ein- faldastur í notkun. Fyrir aldraða, fatlaða og sjónskerta getur verið mikilvægast að takkarnir séu nógu stórir og greinilegir. Litlir og léttir símar henta ekki alltaf slíku fólki, bæði takkar og skilaboð á skjá verða kannski full smá fyrir vikið. Sumir þráðlausir símar eru með sím- svara. Athugið að upptökutíminn er mis- munandi langur. AEC Ventura DW var einn ódýrasti þráðlausi síminn á markaði hér og fékkst á 5.999 kr. hjá BT enda fékk hann ekki nema 2,5 (af 5,5) í heildareinkunn. Skjár og minni Stafrænir símar birta á skjá númerið sem þú hefur hringt í. Hægt er að búa sér til sérstaka símaskrá í sfmtækinu með því að vista í minni þess símanúmer. Yfirleitt er hægt að setja nöfn við númerin. Þetta hefur það líka í för með sér að ef einhver í símaskránni hringir birtist nafn hans á Gæðakönnun International Consumer Research and Testing (ICRT). - Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5 - 5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 er best. Raðað er eftir verði skv. markaðskönnun Neytendablaðsins í janúar 2004. Sumir símarnir fást hjá fleiri en einum seljanda en hér er aðeins birt lægsta verð sem fannst. Verð hjá öllum seljendum er hægt að bera saman í markaðskönnuninni sem birt er á www.ns.is. Lykilorðið er á bls. 2 í þessu blaði. Vörumerki Gerð Lægsta verð Seljandi HEILDAR- GÆÐA- EINKUNN Fjölhæfni Rafhlöður Drægi Gæði sam- bands AEG Ventura D10 5,999 BT 2.5 1.7 4.0 3.3 3.2 PHILIPS Kala 300 6,995 Heimilistæki / Sjón- varpsmiöstöðin 3.7 2.9 3.9 5.2 4.1 KIRK Fuga 6,999 BT 3.1 2.5 4.1 4.5 2.9 PANASONIC KX-TCD 400SP 7,995 Elko 3.6 2.8 3.5 4.8 3.8 TOPCOM Butler 2410 8,900 Svar 3.7 3.5 4.3 2.9 3.8 PANASONIC KX-TCD410BL 9,900 Elko/Símabær 4.0 3.4 3.5 4.3 4.4 SIEMENS Gigaset A200 9,900 Elko 4.0 3.2 4.6 4.9 4.3 DORO 5045 13,980 Síminn 3.5 2.8 3.6 3.4 4.4 SIEMENS Gigaset S100 16,900 Elko / Smith og Norland 4.4 4.5 3.6 4.9 4.4 SIEMENS C250 20,900 Smith og Norland 4.4 4.3 3.1 4.5 4.5 6 NEYTENDABLAÐI0 1.TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.