Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10
veturinn. Kristján sagði að þær fögnuðu því alltaf jafn mikið þótt ekki væru lætin í þeim eins óhemjuleg og þegar öðrum kúm er hleypt út á vorin. Þetta hefur líka þann kost að þá er hægt að þrífa í fjósinu á meðan kýrnar njóta útiverunn- ar. „Ég get ekki ímyndað mér að það sé neinni skepnu hollt að vera bundin á bás átta mánuði á ári. Ég hygg því að kýrnar hér séu all nokkuð hamingjusamar með þetta fyrirkomulag." Kálfarnir fá að sjúga spena móður sinnar þegar þeir eru nýfæddir og ef móðir- in vill ekki hleypa þeim á spenana fá þeir að sjúga hjá öðrum „mömmum". Kristján sagði að sú trú hefði verið rík meðal bænda að kálfar sem sygju spena færu að sjúga sjálfa sig þegar þeir væru orðnir að mjólkandi kúm. Hann sagði að reynslan á Neðra Hálsi væri hins vegar ekki sú. Nauðsynlegt sé að sinna sogþörf kálfanna. Kristján Oddsson og Dóra Ruí Samkeppnin viÖ hefðbundnar afurðir A landinu eru þrjú lífræn mjólkurbú, að Neðra Hálsi, í Skaftholti í Gnúpverja- hreppi og Vestri-Pétursey í Mýrdalnum. Mjólkursamsalan framleiðir lífræna drykkjarmjólk úr mjólkinni frá Neðra Hálsi en hluti af mjólkinni fer í Biobú, sem þau hjón stofnuðu sl. sumar. Þar framleiða þau lífræna jógúrt sem seld er í flestum verslunum á höfuðbörgarsvæð- inu. Lífræna jógúrtin er um 20% dýrari en önnur jógúrt en mjólkin um 30-40% dýrari. Einn starfsmaður er í fullu starfi við framleiðsluna sem er staðsett í Reykja- vík. Þau sögðu að ekki væri vandamál að fá verslanir til að selja lífrænu framleiðsl- una en hins vegar væri samkeppnin mikil um gott pláss í hillunum enda úrvalið af mjólkurvörum mjög mikið. „Yfirleitt eru þetta mjög góðar vörur sem á boðstólum eru, en hópurinn sem vill lífrænar afurðir fer vaxandi. Við vorum mátulega þrjósk til að halda áfram þótt þetta væri erfitt til að byrja með. Við erum að keppa við ímyndina um hreinar íslenskar afurðir. Það hefur stöðugt verið á brattan að sækja en við höfum passað okkur á að fara hægt í þetta. Fjarfestingin út af jógúrtframleiðslunni var talsverð en við gátum fjármagnað hana að hluta til með eigin fé en hitt þurftum við að fá að láni. Þá fengum við styrk úr framleiðni- sjóði vegna stofnkostnaðarins. Annars hefur verið lítið um styrki vegna lífræns landbúnaðar, lítilsháttar styrkur í formi jarðabótaframlags við að fara úr hefð- bundnum landbúnaði yfir í lífrænan." Fóðrið sem skepnunum er gefið er ein- göngu grasfóður, hey og heykögglar, auk þess sem kúnum er gefið þang frá Reykhólum en þangið inniheldur um 50 snefilefni. Reykhólaverksmiðjan er lífrænt vottuð þannig að ströngustu regl- um er fylgt. Kýr eru grasbítar „Kýr eru grasbítar en ekki kornætur og því gefum við þeim ekkert korn eða kjarn- fóður. Þetta hefur það í för með sér að nytin ereitthvað minni en hins vegargæð- in mun meiri. Þær mjólka samt merkilega vel miðað við að fá ekkert korn, enda er þetta gott gras sem þeim er gefið og þetta sýnir líka hversu mikill kostagripur íslenska kýrin er. Við heyframleiðsluna er einungis notaður lífrænn áburður og hefur það gefist vel. Þá er lyfjagjöf ekki leyfð nema í algjörum neyðartilvikum, ef um líf skepnunnar er að tefla. Það er næstum liðin tíð hjá okkur að við þurfum á dýralækni að halda. Það kom eiginlega af sjálfu sér því nauðsyn lyfja hverfur við lífræna ræktun." Mjólkin sem framleidd er á Neðra Hálsi er ófituskert og frá grasfóðruðum kúm og er hún af þeim ástæðum ríkari af jákvæðum fitusýrum eins og Omega 3 og CLA fitusýrum sem tapast þegar mjólkin er fituskert, en rannsóknir hafa sýnt að t.d. CLA vinnur á mjög áhrifarík- an hátt gegn vexti krabbameinsfruma og brjóstakrabbamein hefur verið nefnt sér- staklega í því sambandi. Þá er hún einnig talin góð fyrir ónæmiskerfið og verndar frumur fyrir skemmdum, t.d. vegna öldr- unar eða skaðlegra efna f fæðu eða umhverfi. Þá hafa rannnsóknir sýnt að CLA fitusýran hjálpar til við fitubrennslu auk þess að byggja upp vöðva, en CLA minnkar einnig f mjólkinni ef kýrnar eru fóðraðar með korni. Getur munurinn verið allt að sjöfaldur. Lífrænt ræktaðar kartöflur bragðast betur Val á lífrænt ræktuðu grænmeti er greinilega ekki aðeins spurning um Iffsviðhorf. Samkvæmt rannsókn sem norska vísindamiðstöðin Matforsk gerði, bragðast lífrænt ræktaðar kartöflur betur en venjulega ræktaðar kartöflur. 75 manns voru beðnir að meta gæði kartaflnanna blint. Þessir rannsakendur sögðu lifrænt ræktuðu kartöflurnar hafa meiri lit, meira bragð og að þær væru ekki eins mjölmiklar. 10 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.