Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 14
Sjúkdómar til sölu Heilbrigðiskerfið þenst út og tekur sí- fellt til sín stærri hluta skattpeninga okk- ar. Flestum þykir nóg um en lausnir á vandanum virðast ekki í sjónmáli. Marg- ir hafa bent á þátt sjúkdómsvæðing- arinnar í þenslu heilbrigðiskerfisins. Sú umræða hefur að mestu farið fram innan heilbrigðisstéttarinnar en víst er að umræðan um sjúkdómsvæðinguna á erindi til okkar allra. Fyrir nokkrum árum þótti ekkert óeðli- legt að konur á breytingaskeiðinu færu í hormónameðferð enda var talið að það myndi styrkja bein kvenna og vernda þær gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Viðamikil rannsókn leiddi síðan í Ijós að samsett hormónameðferð fyrir einkenna- lausar konur gerði meira ógagn en gagn. Þarna var eðlilegt lífshlaup kvenna allt í einu orðið að áhættuþætti og í versta falli að sjúkdómi. Kostnaðurinn við þessi hormónalyf hvílir að mestu leyti á hinu opinbera og því er eðlilegt að margir vilji staldra við og spyrja hvort markvisst sé verið að framleiða sjúklinga með tilheyr- andi kostnaði. Sjúkdómsvæðingin gengur m.a. út á að: • væg einkenni eru talin alvarleg og gerð að sjúkdómi • persónuleg og félagsfræðileg vanda- mál eru meðhöndluðsem læknisfræði- legur vandi • hegðun er skilgreind sem sjúkdómur • litið er á áhættuþætti sem sjúkdóm • meira er gert úr tíðni sjúkdóma en efni standa til Þáttur lyfjafyrirtækjanna í sjúkdómsvæð- ingunni er gerður að umtalsefni í grein sem birtist í læknablaðinu British Med- ical Journal f apríl 2002. í greininni er fjallað um hvernig lyfjafyrirtæki eru í auknum mæli farin að markaðssetja „sjúk- dóma" gagnvart læknum, neytendum og yfirvöldum. Með þessu er verið að búa til markað fyrir lyf því það er hægt að græða rnikið af peningum ef frísku fólki er talin trú um að það sé veikt. Og það er nákvæmlega það sem lyfjafyrirtækin gera í mörgum tilfellum. Hvernig fara lyfjafyrirtækin að? Þegar markaðssetja á nýjan sjúkdóm er algengt að lyfjafyrirtækin fái ráðgjafa í almannatengslum til að skapa umræðu um einhvern tiltekinn kvilla sem fram að þessu hefur lítið verið í umræðunni. Minnkandi löngun til kynlífs, hártap eða jafnvel feimni eru dæmi fyrirbæri sem orðið hafa að nýjum sjúkdómum. Hags- munahópar eru styrktir fjárhagslega og sérfræðingar eru fengnir til að fræða fólk innan heilbrigðisgeirans sem og almenn- ing um hinn nýja kvilla. Fjölmiðlar hoppa á lestina og birta fréttir í upphrópunarstíl þar sem vitnað er í rannsóknir sem sýna að yfir helmingur landsmanna þjáist af hinum eða þessum kvillum. Kvillarnir fá að sjálfsögðu nýtt nafn með læknisfræði- legu yfirbragði. Þegar verið er að kynna nýja sjúkdóma til sögunnar er mikilvægt að okkur sé talin trú um að kvillinn sé algengur, alvarlegur og að til sé lækning í lyfjaformi. Minni áhersla er lögð á hvað við sjálf getum gert til úrbóta. Tilgangur- inn er að skapa markað fyrir væntanlegt lyf. Oft hefur verið fjallað um hagsmuna- tengslin sem skapast á milli lækna og lyfjafyrirtækja. En margir telja að sjúkdómsvæðingin sé langtum stærra vandamál og að það sé umhugsunarvert að hægt sé að skapa markað fyrir hvern sjúkdóminn á fætur öðrum með því að sannfæra lækna, yfirvöld og almenning um að um raunverulegan sjúkdóm sé að ræða og að lausnina sé að finna í pillu- formi eða öðrum skyndilausnum. Lyfgegn feimni Félagsfælni eða „Social Phobia'' var óþekktur sjúkdómur í Bandaríkjunum allt til ársins 1999 en það ár var sjúkdóm- urinn nefndur milljón sinnum íbandarísk- um fjölmiðlum en aðeins fimmtíu sinn- um árin 1997 og 1998 til samans (skv. Washington Post). Árangurinn má þakka almannatengslafyrirtækinu Cohn&Wolfe sem vann fyrir lyfjafyrirtækið GlaxoSmith- Kline. Oft mátti lesa um það í greinum að hátt í 10 milljónir Bandaríkjamanna þjáðust af félagsfælni, áður þekkt sem feimni, sem vel að merkja er hægt að meðhöndla með geðdeyfðarlyfinu Ser- oxat frá GlaxoSmithKlines. 14 NEYTENDABLA0ltn.TBL.2OO4

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.