Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 22
Samkvæmt nýrri norrænni könnun eru
íslenskir neytendur nokkuð utangátta
þegar kemur að siðrænni neyslu. Það
er kannski ekki að undra því hugtakið
siðræn neysla hefur ekki náð að skjóta
rótum hér á landi. En hvað er siðræn
neysla? Skilgreining á siðrænni neyslu
gæti verið eftirfarandi:
Siðræn neysla felst í að kaupa því aðeins
vöru að framleiðendur hennar og seljend-
ur starfi í samræmi við siðferðileg grund-
vallargildi í félagi manna og í umgengni
við náttúruna og lífverur hennar.
Þetta má einnig segja á annan hátt:
Siðræn neysla felst í því að eiga viðskipti
við framleiðanda/seljanda sem axlarsam-
félagslega ábyrgð.
Norræna skýrslan
Siðræn neysla nær til margra málaflokka
en í könnuninni var sjónum aðallega
beint að „mannlega þættinum", þ.e. að-
stæðum þeirra sem framleiða vörurnar.
Afstaða neytenda á Norðurlöndunum
er nokkuð ólík eftir löndum. Samkvæmt
skýrslunni eru íslendingar sú þjóð sem
minnst leiðir hugann að siðrænni neyslu
en Svíareru hvað best meðvitaðir. íslend-
ingar voru auk þess eina þjóðin sem ekki
þekkti neitt „fair trade" merki (merki sem
tryggir réttlát viðskipti, m.a. að bændur
fái borgað viðunandi verð fyrir uppskeru
sína).
Neytendur á Norðurlöndunum áttu það
þó sameiginlegt að hafa meiri áhuga á
öðrum þáttum siðrænnar neyslu eins
og umhverfismálum (t.d. vörur með
vottuðum umhverfismerkjum og merktar
Iffrænni framleiðslu) og dýravelferð.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
í kjölfar hnattvæðingarinnar hefur
umræða um samfélagslega ábyrgð fyr-
irtækja og siðræna neyslu aukist. Sam-
félagsleg ábyrgð fyrirtækja getur náð
til margra þátta en einkum er horft til
umhverfisstefnu fyrirtækja, starfsmanna-
stefnu, þ.e. aðstöðu og kjara starfsfólks,
og stefnu í málefnum nærsamfélaga.
Mörg fyrirtæki sjá sér í hag í því að flytja
framleiðsluna til fátækra landa þar sem
launakostnaður er lágur og eftirlit hins
opinbera lítið. Mörg fyrirtæki starfa á
svokölluðum tollfrjálsum svæðum sem
yfirvöld setja upp til að laða að erlenda
fjárfesta. A þessum svæðum eru aðstæð-
Hér sést kaffihús á fjölförnum brautarpalli í
London sem selur „fair trade" kaffi. Miðað við
niðurstöður skýrsiunnar er tangt þar til markað-
ur skapast fyrir slíkt hér á landi.
ur hagstæðar fyrir framleiðendur og oftar
en ekki eru verkalýðsfélög bönnuð og
launataxtinn ákveðinn af yfirvöldum.
Lág laun, lítið eftirlit af hálfu hins opin-
bera og skortur á verkalýðsbaráttu eru
hagstæð skilyrði fyrir framleiðendur en
sjaldnast fyrir fólkið sem þar starfar.
Neytendur eru margir hverjir farnir að
gera þær sjálfsögðu kröfur til fyrirtækja
að þeir misnoti ekki aðstæður verkafólks
í fátækum löndum. Fyrirtæki verða að
taka þessar kröfur alvarlega því þegar
öllu er á botninn hvolft eiga þau allt sitt
undir neytendum.
Siðræn neysla er í raun „neytendahliðin"
á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja því
neytendur geta umbunað þeim fyrirtækj-
um sem axla samfélagslega ábyrgð með
því að eiga við þau viðskipti, en refsað
hinum sem standa sig illa með því að
sniðganga þau.
Evrópska
neytendaaðstoðin
Þann 1. janúar 2003 tóku Neytenda-
samtökin við rekstri Evrópsku neytenda-
aðstoðarinnar en fram til þess tíma var
starfsemi hennar vistuð hjá viðskipta-
ráðuneytinu. Hlutverk Evrópsku neyt-
endaaðstoðarinnar er að aðstoða neyt-
endur sem eiga í deilum yfir landamæri
innan Evrópu við seljendur vöru eða
þjónustu. Þannig fá íslenskir neytendur
aðstoð gagnvart evrópskum fyrirtækj-
um og evrópskir neytendur fá aðstoð í
samskiptum sínum við íslensk fyrirtæki.
Aðstoðin felst einkum í því að veitt er
liðsinni við upplýsingaöflun, kvörtuninni
er komið áleiðis til seljandans og fylgst
er með afdrifum málsins erlendis. Sextán
Evrópuþjóðir taka þátt í Evrópsku neyt-
endaaðstoðinni auk íslands.
Aárinu 2003 voru skráðar 100 fyrirspurn-
ir til Evrópsku neytendaaðstoðarinnar.
Stærsta einstaka málið sem Evrópska
neytendaaðstoðin fékkst við á árinu
2003 beindist að kröfum neytenda hér-
lendis á hendur Euronics í Noregi vegna
gjaldþrots Euronics raftækjaverslunarinn-
ar á Islandi en fjöldi manns setti sig í
samband við Neytendasamtökin vegna
málsins.
Kvörtunarmál hjá Evrópsku neytendaað-
stoðinni voru 7 á árinu 2003. Tvívegis
voru mál send héðan til Evrópu og eitt
mál barst Evrópsku neytendaaðstoðinni
að utan. Fjórum málum lauk hins vegar
án þess að formlegt erindi væri sent til
seljanda.
22 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2004