Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 2
Brynhildur Pétursdóttir. Efni Frá kvörtunarþjónustunni 3 Tíðar tannlæknaheimsóknir 4 Gæðakönnun á stafrænum myndavélum 6 Nýstárleg markaðssetning 10 Frá formanni 13 Lævís brögð 14 Nikkel í maskara 15 Ekki henda kvittunum 16 Börn og gemsar 17 Fasteignasalar 18 Magn og gæði 19 Heilsufullyrðingar 20 Skyndikaup 23 Prentaö efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Um daginn var ég að bera saman gjaldskrár bankanna til að athuga hvort einhverjar markverðar breytingar hefðu átt sér stað. Svo virðist ekki vera og þjónustugjöld bankanna eru enn sem fyrr keimlík. Hins vegar brá mér í brún þegar ég skoðaði gjaldskrá KB banka og sá að færslugjald fyrir debetkort er 12 krónur. Fyrir tveimur árum lækkaði KB banki færslugjaldið um helming þannig að hver færsla kostaði 6 krónur. Mér er þetta sérstaklega minnisstætt þar sem ég ákvað að launa KB banka þetta frumkvæði og færði öll mín viöskipti yfir i bankann. Þar hef ég svo verið í viðskiptum síðan, þess fullviss að ég greiddi aðeins 6 krónur fyrir færsluna. Mér fannst þessi hækkun því skjóta skökku við og hafði samband við bankann og spurði hverju þetta sætti. Var lækkunin á sínum tíma bara auglýsingabrella? Mér barst um hæl svar frá bankanum þar sem mér var bent á að um hefði verið að ræða tilboð sem gilti í eitt ár. í fljótfærni minni og taumlausri gleði yfir að bankarnir væru farnir að keppast um að bjóða lægstu þjónustugjöldin hafði ég látið hjá líða að lesa smæsta letrið, en þar stóð greinilega „Einstaklingar í viðskiptum við bankann sem greiða með debetkorti sínu fá 50% afslátt af færslugjöldum þessa árs...” Mér fannst þessi lækkun á sínum tíma fullkomlega eðlileg því það eru ekki bara neytendur sem borga fyrir hverja færslu. Seljendur borga líka prósentur af öllum debetkortaviðskiptum þannig að þessi þægilegi greiðslumáti kostar því sitt. Svona eftir á að hyggja skil ég ekkert í mér að hafa misskilið auglýsinguna. Það að íslenskur viðskiptabanki væri búinn að lækka færslugjöldin til frambúðar var auðvitað alltof gott til að vera satt. 3. tbl., 51. árg. - september 2005 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavik Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Þórólfur Daníelsson Umsjón með gæðakönnunum: Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Still ehf. Prentun: HjáGuðjónO ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 12.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: 3.500 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna i Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt aö nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Blaðið er prentað á vistvænan hátt - Merkt Norræna Svaninum. Lykilorö á heimasíðu: dig09 2NEVTENOABLA6lfl3.TBL.2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.