Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 21
Kellogg's Speeial er gott dæmi um þaö, eins og herferöin „Endurheimtu fataskápinn" sýnir glögglega. „Byrjaðu nýtt ár á heilbrigöan hátt" og „Línurnar í lagi". Utan á pakkanum stendur „Drop a jeans size" eða „Þú getur grennst um eina galla- buxnastærð". Matvæli sem innihalda lítið af fitu eru oft auglýst sem grennandi, góö fyrir línurnar og þar fram eftir götunum. Það er þó ekki þar meö sagt aö varan geti ekki innihaldið hitaeiningar úr öðrum orkuefnum en fitu, til dæmis sykri. í reglugerð um megrunarfæði eru sett ákvæði um samsetningu matvæla sem hafa þann tilgang að koma í staðinn fyrir daglegt fæði eða hluta af daglegu fæði til þess aö hafa áhrif á þyngdartap. Þar kemur fram að óheimilt sé að gefa til kynna hversu hratt eöa hve mikið þyngdartap geti orðið sé þess neytt. Er hér einugis verið að vísa til matvæla sem eru skilgreind sem megrunarfæði. Morgunkorn myndi ekki vera flokkað sem megrunarfæði og leyfi fyrir merkingu með ofangreindum fullyrðingum þarf að sækja um hjá Umhverfisstofnun þar sem vísaö er í vísindagögn sem sýna fram á sannleiksgildi fullyrðinganna. Þá er rétt að geta þess aö skylt er að merkja næringargildi þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika kemur fram í merkingu, kynningu eða auglýsingu vöru. Prósentuleikur Það er mjög vinsælt að nota prósentur þegar gera á einhverjum eiginleikum vöru hátt undir höfði. Á drykkjarjógúrt frá MS stendur „Létt, 0,9°/o" og er þá verið að vísa til fituinnihaldsins. Á flösku með Létt kakó frá MS stendur „99% fitulaus" og í auglýsingu á KIM kartöfluflögum stendur „35% minni fita". Minni fita en hvað? Hefðbundnu KIM snakki eða minni fita en í öörum tegundum? Jaröarberja PLÚS er auglýst án viðbætts sykurs og 99,5% fitulaust. Það hlýtur að teljast betra að auglýsa vörur út á það sem varan er en ekki út á þaö sem hún er ekki. Má neytandi t.d. búast við því í framtíðinni aö bjórframleiðendur auglýsi bjór sem inniheldur 5% alkóhól (sem er bara ósköp venjulegur bjór) sem 95% alkóhólfrían bjór? Hjarta - kólesteról Fullyrðingar sem ganga út á „betra hjarta, lægra kólesteról" eru nokkuö al- gengar á matvælum enda eru hjarta- og æðasjúkdómar ein helsta dánarorsök Vestur- landabúa. lækkarm'“’r-’” k°lesteról Á Berry Bust Cheerios pakka er mynd af hjarta og fullyrðingin: „Getur lækkað kólesteról og minnkað hættu á hjarta- og æðasjúkdómum sem hluti af hollu mataræði". Fjölmörg matvæli sem finnast i verslunum eru þess eðlis að þau stuöla aö þvi minnka hættuna á hjarta- og æöasjúkdómum séu þau hluti af hollu mataræði. Vítamínbætt matvæli Mjög hefur færst í vöxt að matvæli séu vítamín- og steinefnabætt. Misjafnt er eftir löndum hversu strangar þessar reglur eru. Framleiðendur þurfa að. sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar ef veriö er að setja nýja vítamín- eða steinefnabætta vöru á markað. I sumum tilfellum er talið réttlætanlegt að vítaminbæta matvæli meö tilliti til lýðheilsu. Hins vegar er líka horft til þess aö þau matvæli sem eru vítamín- og/ eða steinefnabætt geta fengið á sig vissan hollustublæ án þess þó að vera sérstaklega holl og eins getur verið hætta á að fólk fái hreinlega of mikið af vítamínum úr matvælum ef íblöndun er mjög algeng. Nokkuð er um íblöndun hér á landi, bæði á erlendum og íslenskum matvælum. Beneeol frá MS innheldur plöntustanólester „sem lækkar kólesteról". LH mjólkurdrykkurinn: „Inniheldur IPP- og VPP- peptíð" og „Peptíðin geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi” og eru „Náttúruleg hjálp viö stjórn á blóðþrýstingi" Þessar fullyrðingar hafa fengið leyfi frá Umhverfisstofnun og eru því lögum samkvæmt. Þegar matvæli eru farin að hafa lyfjaverkun og eru auglýst sem slík er orðið erfitt fyrir neytandann að greina þarna á milli. Getur t.d. sá sem þarf á lyfjum að halda til að halda blóðþrýstingi í skefjum hætt að taka þau og drukkið í staðinn LH mjólkurdrykkinn? Svo er ekki enda hjálpa peptíðin eingöngu við stjórn á blóðþrýstingi en hafa ekki eins nákvæma verkun og blóðþrýstingslækkandi lyf. Fullyrðingar um lyfjaverkun matvæla geta því hæglega villt um fyrir neytandanum. áOODNESS CORNER' 120 CALORIES PER SERVING Goodness eorner „velferðarhornið" má finna á öllum morgunkornstegundunum frá General Et Mills. Alls eru til sjö goodness merki sem eru hugsuð sem upplýsingar til neytenda. Á pakka utan um Lucky Charms eru þrjú merki; 12 vítamín og steinefni, kalkríkt og lítil fita, þá eru einnig ýtarlegar upplýsingar um kalk og mikilvægi þess fyrir byggingu beina. Þaö er þó enginn upplýsingakassi sem segir frá háu sykurinnihaldi í Lucky Charms-morgunkorni. Jarðneskt, heilsusamlegt og náttúrulegt í auglýsingu frá Húsavíkurjógúrt er talað um „jaröneska hollustu". Flestir þekkja hugtakið himneskt sem er haft um eitthvað jákvætt. En jarðneskt, hvaö merkir það? Er það jákvætt eða neikvætt? Hvernig á neytandinn að skilja þetta? Eins er algengt að tala um að hin eða þessi matvara sé náttúruafurð án þess að það sé tíundað frekar. Nær öll matvæli eru náttúruafurðir og það kemur í sjálfu 21 NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.