Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 7
WW hinsvegar - eins og þitt - aö ganga úr skugga um að þú getir haft myndavélina þína í vasanum eöa veskinu, hvar og hvenær sem er. Er hún örugglega nægilega lítil um sig? Hver er tilgangurinn í því aö eiga litla myndavél ef hún springur út eins og regnhlíf í hvert sinn og þú ætlar að taka mynd? Hlífar sem detta af, linsur sem skaga út, feitar rafhlöðueiningar, LCD-skjáir sem eru spenntir til hliðar, flass sem springa út - fyrir utan að á þeim eru of margir hreyfanlegir hlutir sem geta brotnað. Hér þarf að muna lykilorðin smár" og „fyrirferðalítill". Veittu því athygli hlutum sem spara pláss eins og linsuvörn sem dregst til hliðar eftir myndavélinni, þunnum rafhlöðum, LCD-skjám á baki vélarinnar og innbyggðu flassi. Sumar nýrri gerðir koma með sjónrænum brunlinsum sem fara ekki út fyrir myndavélahúsið. í stuttu máli ættir þú, áður en þú fjárfestir í smámyndavél, að prufukeyra hana í versluninni til að fullvissa þig um að hún sé í raun eins fyrirferðalítil og af er látið. Er það til vansa að þær eru svona flottar? Viðurkenndu það bara, þú vilt sennilega vekja athygli með nýju smávélinni. Þar til nýlega var nánast ómögulegt að finna nýtískulega smávél á viðráöanlegu verði. Núna eru framleiðendur hins vegar að bjóða úrval smávéla með nýtískulegri hönnun, mismunandi liti, burstuðu stáli og fleiri glæsilegum útfærslum. Útlitið fer aftur á móti fyrir lítiö ef myndavélin getur ekki tekið góðar myndir. Ending rafhlaðna Það liggur í hlutarins eðli að ef smávélin er fyllt af alkaline-rafhlöðum verður hún ekki fyrirferðalítil smávél til lengdar. Flestar smávélarnar koma meö endurhlaðanlegum lithium-ion rafhlöðum, en ekki eru allar endurhlaðanlegar rafhlöður jafnar að gæðum. Athugaðu því upplýsingar um meðallíftíma rafhlöðunnar og taktu sérstaklega eftir rafhlöðum sem eru sérhannaðar af framleiðanda myndavélarinnar og framleiddar fyrir þá vél. Þó að þú gætir þurft að eyða eitthvað fleiri krónum þegar tími er kominn til að skipta út rafhlöðunni þá virka sérhannaðar rafhlöður gjarnan betur í þeirri vél sem þær eru framleiddar fyrir. Einnig munu upplýsingarnar um rafhlöðuna vera nákvæmari þar sem þær eru framleiddar fyrir tiltekna myndavél. Leitaöu að góöum LCD-skjá og myndkíki Þótt myndavélin sé smágerð þarf það ekkert endilega að þýða að LCD-skjárinn þurfi einnig að vera lítill. Aðgangur að verkseðlum og stillingum er gjarnan í gegnum LCD- skjáinn og ef hann er lítill verða stafirnir það litlir að arnaraugu þarf til að lesa á hann. Að hafa almennilegan LCD-skjá er einn af aðalkostum þess að eiga stafræna myndavél. Fullvissaðu þig því um að þú tapir ekki þessum kosti í leit þinni að minnstu gerð myndavéla. Margir framleiðendur smávéla henda út myndkíkinum til að spara í stærð. Þá er gott að hafa í huga að það getur verið mjög erfitt að sjá á LCD-skjá á björtum degi í sólskini. Megapunktar, geymsla og allt þaö dót Hvað varðar tækni og upplausn smá- myndavélarinnar ættir þú að reyna að fylgja sömu viðmiðum og gilda fyrir skyndimyndavélarnar - 4+ megapunktar, 3+ sjónrænt brun og 256MB+ minniskort til að byrja með. Stafrænar vasamyndavélar (pocket camera) 4-5 megapunktar klára verkið Ef ætlunin er að prenta skýrar 8x10 cm Ijósmyndir þarftu 4-5 megapunkta myndavél. Ef þú hins vegar ætlar að senda skyndimyndir með tölvupósti yfir Netið, dugar vel 3 megapunkta vél. Hafðu í huga að myndir sem teknar eru á 3 megapunkta myndavél er ekki hægt að stækka án þess að tapa einhverjum gæðum og myndin verður gróf. Sjónrænt brun skiptir máli, stafrænt brun ekki Að nota stafrænt brun á myndavél er það sama og að taka hluta af mynd og stækka hann í myndvinnsluforriti - þ.e. upplausnin minnkar eftir því sem þú stækkar punktana. Þú nærð betri árangri með hugbúnaðinum hvort eð er, þannig að best er að forðast að nota stafrænt brun alveg. Sjónrænt brun hins vegar notar Ijósfræði linsu myndavélarinnar til að nálgast myndefnið án þess að tapa neinum mynd- gæðum. Flestar skyndimyndavélar um miðbik verðskalans koma með 3X - 4X sjónrænt brun og sumar nýrri vélar með 8X - 10X. Þó skulu kaupendur hafa varan á þar sem einhverjir framleiðendur hafa tekið upp á því að leggja saman bruntölurnar, þ.e. sjónbrun og stafrænt brun. Þetta er bæði villandi og ruglingslegt. Haltu þig því við sjónrænt brun og láttu þar við sitja. Þjöppun skekkir uppgefnar tölur um fjölda mynda í minni Hlutirnir verða aðeins flóknari þegar kemur að því að geyma myndirnar þannig að það er kannski ráðlegt að vita eitthvað um þjöppun. Nýja vélin þín kemur mjög líklega stillt af verksmiðjunni á tiltekna þjöppun til að koma fleiri myndum fyrir á minniskortinu. Þjöppunaralgrím eru flókin en í stuttu máli þá sleppa þau punktum úr mynd til að minnka hana að umfangi. Til samanburðar mun óþjöppuð mynd nýta alla mögulega punkta í mynd til að varðveita nákvæma liti og skýrleika myndar í umtalsvert stærri skrá. Flestar skyndimyndavélar gera þér kleift að stilla þjöppun i „gott", „betra", „best" skala. Jafnvel virtir framleiðendur stafrænna myndavéla eiga það til að ýkja svolítið þegar því er haldið fram að vélarnar þeirra komi með 16MB minniskorti sem geti geymt yfir 100 myndir. Vert er að hafa í huga að þær munu vera með lægstu mögulega upplausn og mestu þjöppun sem hægt er. Ef besta upplausn er notuð er aðeins hægt að geyma um 38 þjappaðar myndir í meðalgæðum á 16MB minniskorti eða 2 myndir óþjappaðar. Leitiö að einnota og endurhlaðanlegum rafhlööum Skyndimyndavélar koma með einnota rafhlöðum(sennilegaAA),endurhlaðanlegum rafhlöðum eða innbyggðum rafhlöðum með hleðslutæki. Eins og um alla aðra tæknilega hluti eru menn ekki alltaf sammála um hvað er best. Flestir eru hins vegar sammála því að kostir þess að hafa einnota alkaline- rafhlöður eru þeir að þær eru ódýrar, hægt er að kaupa þær nánast alstaðar og þær þurfa ekki utanaðkomandi orkugjafa - sem getur verið mikilvægt, t.d. á fjöllum. Að þessu sögðu þá er myndavél sem tekur bæði einnota AA-rafhlöður og endurhlaðanlegar nickel-metal hydride rafhlöður jafnvel ennþá betri kostur. Innbyggðar rafhlöður með hleðslutæki hafa einnig sina kosti, þær endast yfirleitt lengur og kosta minna metið útfrá líftíma myndavélarinnar. Takmarkaður líftími rafhlaðna mun þó sennilega vera stærsta vandamálið við stafræna myndavél, þó ætti það ekki að koma í veg fyrir kaupin. Ef myndavélin þín gengur bæði fyrir einnota og endurhlaðanlegum rafhlöðum er það kostur, en.ef þú hins vegar finnur alla þá eiginleika sem þér líkar á einni vél, ættir þú sennilega að kaupa hana án tillits til raf- hlöðusamsetningarinnar.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.