Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 18
Neytendasamtökin og Húseigendafélagið
gerðu verðkönnun á þjónustu fasteigna-
sala síðastliðið vor. Haft var samband við
77 fasteignasölur en þar af neituðu 9 að
svara.
Umsemjanleg söluþóknun
í Ijós kom að söluþóknun er mjög
mismunandi og virðist í mörgum tilfellum
vera umsemjanleg eða I um helmingi
tilfella. Lægsta uppgefna söluþóknunin
var 0,7% en sú hæsta 2,9% af söluverði
fasteignar. Það er því um að gera fyrir
seljendur að semja við fasteignasölur um
þóknun áður en hafist er handa. Aðeins
tvær fasteignasölur sem kannaðar voru
taka fast verð fyrir sölu á eign.
Verð án virðisaukaskatts
Flestar fasteignasölur gefa upp verð án
virðisaukaskatts sem er ólöglegt.
Virðisaukaskatturinn á að vera innifalinn
í þeirri þóknun sem gefin er upp, rétt eins
og á öllum vörum og annarri þjónustu á
neytendamarkaði. Það sama á við um
umsýslugjald sem gjarnan er uppgefið
ýmist með og án virðisaukaskatts.
Neytendur eru ekki undanþegnir
virðisaukaskatti og því er þeim tilmælum
beint til fasteignasala að hætta að
gefa upp verð án virðisaukaskatts og
veita neytendum upplýsingar um verð
á þjónustu með virðisaukaskatti í öllum
tilvikum eins og reglur gera ráð fyrir.
Virk samkeppni kemur neytendum til
góða
Neytendasamtökin og Húseigendafélagið
vilja undirstrika mikilvægi þess að
gjaldskrár fasteignasala séu aðgengilegar
neytendum og skýrar. Fæstir standa
í fasteignakaupum oft á ævinni og er
aleiga fólks oftast undir í viðskiptum
með fasteignir. Það er því mikilvægt fyrir
fólk að staldra við og huga vel að öllum
málum áður en haldið er af stað. Þetta
skiptir sérstaklega miklu máli í Ijósi þess
hversu oft virðist hægt að semja um
þóknanir og gjöld sem fasteignasalar
innheimta. Samkeppnin virðist virk þar
sem verðmunur milli fasteignasala er
töluverður og fjöldi fasteignasala mikill.
Fólk sem stendur í fasteignaviðskiptum
ætti að geta nýtt sér það.
Vissir þú að...............
við prentun Neytendablaðsins er
notkun skaðlegra efna af öllu tagi
haldið í algjöru lógmarki
Þess vegna er Neytendablaðið Svansmerkt
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna en hátt í ellefu hundruð
fyrirtæki og þjónustuaðilar bjóða Svansmerktar vörur og þjónustu á Norðurlöndunum.
Þeir einir fá að nota Svansmerkið sem uppfylla strangar kröfur um gæði og
takmörkun umhverfisáhrifa.
UST
Nánari upplýsingar um Svansmerktar vörur á íslandi er að finna á ust.is.
Umhverfisstofnun