Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16
Fíestir neytendur kaupa vörur nánast á
hverjum einasta degi og kvittanir safnast
því fljótt upp. Margir hreinsa veski og
vasa annað slagið og henda þá heilum
bunkum af kvittunum. Aðrir eru duglegri
í tiltektinni og henda kvittununum
jafnóðum. Þeir sem þó eru duglegastir
geyma kvittanir á vísum stað. Þessir
bréfsneplar sem virðast einskis nýtir geta
nefnilega falið í sér mikil verðmæti.
Kvittun jafngildir ábyrgðarskírteini
Það tíðkast ekki að afhenda ábyrgðar-
skírteini með öllum hlutum, jafnvel þótt
þeim sé ætlaður langur endingartími. Sem
dæmi má nefna vandaða og dýra skó.
Flestir myndu leita aftur til seljandans
ef hæll dytti undan dýrum skófatnaði
eftir litla notkun. En hvað er hægt að
gera ef ekkert ábyrgðarskírteini er til?
Þar kemur kvittunin til sögunnar því hún
sannar að söluhluturinn hafi verið keyptur
af viðkomandi seljanda og eins er hægt
að sjá á dagsetningunni hvenær frestur
kaupanda til að kvarta yfir galla rennur
út.
Frestur til að kvarta yfirleitt 2 ár
Kaupandi hefuralmenntallt aðtveggja ára
frest frá söludegi til að kvarta vegna galla
en fimm ára frest þegar um er að ræða
hluti með verulega lengri endingartíma en
almennt gerist (t.d. bíla, ískápa o.fl). Eins
og ávallt skiptir þó miklu máli að bregðast
hratt við og hafa samband við seljanda
sem fyrst eftir að galli kemur í Ijós.
Mikilvægt að fá nýja kvittun
Ef galli kemur upp eiga neytandur oft rétt
á nýjum hlut. Því miður gleymist alltof oft
að gefa út nýja kvittun þegar nýr hlutur er
afhentur. Þetta þykirfólki kannski smámál
og ekki taka því að vera með vesen
þegar það er um það bil að fá nýja vöru
afhenta. Hugsanlega hefur það áhyggjur
af því að seljandinn skipti um skoðun
ef það fer að kvabba út af einhverjum
bréfsneplum. Staðreyndin er hins vegar sú
að kvittun fyrir nýja hlutnum getur skipt
kaupanda miklu máli. Ef nýja varan bilar
er kvörtunarfresturinn tvö ár frá síðari
afhendingunni.
Það er þvi mikilvægt að halda vel utan
um allar kvittanir og biðja ávallt um nýja
kvittun eða ábyrgðarskírteini þegar nýr
hlutur er afhentur.
Hugsaðu vel um heimili þitt.
Þú ert öðrum fyrirmynd.
.2
VIN v*BUÐ
llPt*u*/ IfcrMu, ^ t-vj
www.vinbud.is
Endurvinnslustöðvar Sorpu á 8
stöðum á höfuðborgar svæðinu
taka við flöskum og dósum til
flokkunar og endurnýtingar.