Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 11
Áriö 1915 var hönnuðurinn Earl. L Dean beðinn um að hanna glerflösku. Hún skyldi vera
svo sérstök að jafnvel þótt hún væri brotin myndi fólk þekkja hana. Verkefnið tókst með
glæsibrag og í dag er kókflaskan eitt þekktasta glerverk sögunnar. Dean notaði kakóbaunir
sem innblástur og þaðan eru rendurnar í glerinu komnar. Það fer heldur ekki fram hjá neinum
sem heldur á kókflösku hvað hann er með í hendinni, jafnvel í niðamyrkri. Lindstrom segir
þetta dæmi um frábæra markaðssetningu þar sem fólk þarf ekki að sjá lógóið, rauða litinn
eða jólasveininn. Það þekkir vöruna jafnvel þótt um sé að ræða eitt lítið glerbrot úr brotinni
kókflösku.
nýrri gerðir þóttu standa árgerð 1965 að
baki komust starfsmennirnir að því að eini
munurinn var lyktin. Eldri árgerð lyktaði
af náttúrulegum efnum eins og viði, leðri
og ull. Þessi efni voru ekki lengur notuð í
innviði bílsins og þvi var brugðið á það ráð
að endurhanna lyktina úr árgerð 1965. Það
tókst með nútímatækni og nú er lyktinni ýrt
inn i allar Rolls Royce bifreiðar áður en þær
yfirgefa verksmiðjuna.
Sjón
Sjónin er það skilningarvit sem seljendur
hafa hvað mest reitt sig á og ekki að
ástæðulausu. Sjónin er svo áhrifamikil að
hún getur truflað hin skynfærin. Doktor H.A.
Roth gerði rannsókn árið 1988 sem sannaði
hversu sjónin getur villt okkur sýn. Hann
setti mismikið af litarefni út í sítrónudrykki
og spuröi síðan þá sem brögðuðu drykkina
hver þeirra væri sætastur. Langflestir töldu
að sætasti drykkurinn væri sá með mesta
litarefninu en því var reyndar þveröfugt
farið. I annarri tilraun bað hann fólk að
smakka kirsuberja-, appelsínu-, greip- og
sítrónudrykki. Þaðvarleikureinn þartil hann
ruglaði bragð og litarefnum. Þegar litur og
bragð passaði ekki saman gátu aðeins 30%
greint kirsuberjabragð og 40% héldu að
kirsuberjadrykkurinn væri sítrónudrykkur.
Hljóð
Lindstrom bendir á að hljóð sé gríðarlega
mikilvægt en fæst fyrirtæki hafi gert sér
grein fyrir því. Til dæmis noti einungis 4%
af þeim 500 fyrirtækjum sem eru á Fortune
500-listanum hljóð á heimasíðu sinni.
Lindstrom er ekki að tala um heföbundin
hljóð í auglýsingum sjónvarps og útvarps
heldur tónlist í bakgrunni verslana, veitinga-
húsa, hótela, tónlist í biðsímum og jafnvel
hringitónum. Það er vitað að hljóð hefur
áhrif á skap og hegðun. Rannsóknir hafa
t.d. sýnt að róleg tónlist eykur kauplystina
og ef tónlistin er beinlínis sorgleg eykur hún
kauplystina enn frekar. Hress tónlist gerir
okkur glaðari í bragði og þá höfum við síöur
áhuga á að versla.
Hringitónn Nokia
Dæmi um velheppnaða markaðssetningu
á hljóði er hringitónninn í Nokia-símum.
í Brand Sense könnuninni þekktu mjög
margir hringitón Nokia og tengdu strax við
vörumerkið. Þá tengdu margir aöspurðir
Skyldi vera appelsinubragö afþessum drykk?
hringinguna viö
eitthvað jákvætt.
í Bretlandi þekktu
heil 74% aðspurðra
Nokia-hringinguna enda hljómaði hún alloft
í hinni vinsælu mynd Love Actually.
Meðal fyrirtækja sem ekki hafa nýtt hljóð
sem skyldi er Microsoft. Furðanlega fáir
þekktu ræsistefið (start-up tune) í PC
tölvum með Microsoft forriti þrátt fyrir
gríðarlega útbreiðslu. Microsoft hefur enda
breytt þrisvar um stef. Það telur Lindstrom
vera mistök þar sem lykillinn að sterku
vörumerki sé samræmi og endurtekning til
að skilaboðin komist örugglega í gegn til
neytenda.
Fyrirtæki fá einkaleyfi á braki og
hurðarskellum
Kellogg's hefur keypt einkaleyfi á „brakinu"
sem heyrist þegar morgunkornið er snætt.
Þá tengja mjög margir orðið „crunch" við
Kellogg's morgunkorn. Það má því segja að
Kellogg's hafi eignarhald á orðinu crunch
rétt eins og flestir tengja orðið „masculine"
við Gillette og orðið „magical" við Disney.
Þegar Theodor Tobler framleiddi súkkulaði
sem var í laginu eins og fjallstindur var hann
hræddur um að aðrir kynnu að apa eftir.
Hann fékk því einkaleyfi á útliti Toblerone-
stanganna sem í dag eru jafnvel betur
þekktar fyrir hið sérstaka útlit en bragðið.
Þetta var árið 1906 og 70 árum síöar fékk
Milton S. Hersey einkaleyfi á Hersey-
kossunum sem margir þekkja.
11 NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2005