Neytendablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 3
Læstir símar ■ hvað er nú það?
Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neyt-
endasamtakanna berast alltaf annað
slagið fyrirspurnir um læsta farsíma.
En ekki átta allir sig á því hvað felst i
hugtakinu.
Læstir símar eru þeir farsímar sem eru
að óbreyttu aðeins nothæfir á meðan
eigandinn er í viðskiptum við tiltekið
símafyrirtæki. Læstir símar þekkjast
erlendis en mjög mismunandi er hvort
fyrirtæki bjóði upp á slíka síma og
þá á hvaða forsendum. Stundum eru
viðskiptavinir aðeins bundnir í ákveðinn
tíma, afslátturinn sem gefinn er þegar
slíkir símar eru seldir er mismunandi og
eins er í sumum tilvikum hægt að opna
símana aftur og þá oft gegn gjaldi.
Neytendablaðið kannaði fyrirkomulagið
hjá íslensku símafyrirtækjunum.
Og Vodafone
Og Vodafone gaf þær upplýsingar að öll
símtæki sem seld væru í verslunum og
hjá umboðsmönnum Og Vodafone séu
opin. Eigandi síma sem keyptur er hjá Og
Vodafone getur notað simkort frá hvaða
símafyrirtæki sem er og geta eigendur
læstra símtækja komið með tæki sín í
verslanir Og Vodafone og látið opna þau
þeim að kostnaðarlausu. Astæðuna segir
Og Vodafone vera að fyrirtækið vilji veita
viðskiptavinum sínum góða þjónustu.
Síminn
Síminn gaf þær upplýsingar að fyrirtækið
seldi læsta sima enda hefði Tal gefið
fordæmi fyrir því þegar fyrirtækið kom á
markaðinn. Hjá Símanum hafi verið tekin
sú ákvörðun að bjóða viðskiptavinum
læsta síma á lægra verði. Síminn segir
viðskiptavini sína njóta góðs af þvi að
kaupa læsta síma þar sem útsöluverð sé
nokkuð lægra en á ólæstum símum. Að
lágmarki sé gefinn 3.000 kr. afsláttur og
hægt sé að opna símana aftur gegn 3.000
kr. gjaldi. Samkvæmt upplýsingum Símans
kemur fram í öllum auglýsingum að verð
miðast við síma sem eru læstir fyrir önnur
kort en hjá Simanum.
Neytendasamtökin telja að vel geti verið
réttlætanlegt að bjóða upp á læsta síma
gegn lægra gjaldi sem valmöguleika. Þetta
þarf þó að meta með hliðsjón af því hversu
mikinn afslátt er boðið upp á, hversu
langur binditíminn er og hvort hægt sé að
opna simtækið aftur. Neytendasamtökin
hvetja fólk til að kynna sér þessi atriði
þegar simtæki eru keypt, ekki síst þegar
verslað er erlendis.
Evrópska
neytendaaOstoOín
Við minnum á þjónustu evrópsku
neytendaaðstoðarinnar sem hýst er
hjá Neytendasamtökunum. Fólk sem
búsett er á Evrópska efnahagssvæðinu
sem hefur átt viðskipti yfir landamæri
en innan efnahagssvæðisins getur nú
leitað réttar síns telji það á sér brotið.
Nokkur mál koma árlega inn á borð
evrópsku neytendaaðstoðarinnar og
hér að neðan er dæmi um mál sem
leystist farsællega.
Farsæl lausn á ágreiningsmáli
Þýsk stúlka sem stödd var hér á
landi keyrði útaf á bílaleigubifreið
með þeim afleiðingum að bifreiðin
varð óökufær eftir óhappið. Stúlkan
greiddi leigugjaldið með kreditkorti
föður síns og tók að auki sérstaka
kaskó-tryggingu (all-risk insuranee).
Bilaleigan krafði stúlkuna um kostnað
vegna flutnings bifreiðarinnar á verk-
stæði og skuldfærði af kreditkorti
föðurins. Stúlkan mótmælti. I skilmál-
um tryggingarinnar sagði: „Félag-
ið greiðir kostnað við björgun og við
flutning ökutækis til næsta viðurkennda
viðgerðarverkstæðis verði ökutækið
óökufært af völdum áreksturs, áaksturs,
veltu eða útafaksturs sem verður viö
akstur eftir vegum landsins."
Fyrir milligöngu Evrópsku neytenda-
aðstoðarinnar samþykkti bílaleigan að
flutningskostnaðurinn félli undir til-
vitnaða skilmála tryggingarinnar.
Dýrt að týna myndbandsspólum
Kona nokkur hafði samband við Neytendasamtökin þar sem hún hafði týnt DVD-diski
sem hún hafði tekið á leigu á myndbandaleigu. Myndbandaleigan krafðist 5.000 króna
í skaðabætur og þótti konunni það heldur mikið. Starfsmaður kvörtunarþjónustunnar
athugaði málið og kom þá í Ijós að myndbandaleigur þurfa að borga leigurétt fyrir
hverja mynd og upphæðin gæti jafnvel verið mun hærri en 5.000 krónur. Fæstir gera
sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylgir því að týna myndbandspólu eða diski en það
er um að gera að gleyma myndunum ekki út í bíl og passa að setja diskana aftur í rétt
hulstur. Sem betur fer fann konan diskinn aftur eftir mikla leit en hann hafði endað í
röngu hulstri.
3 NEVTENDABLAÐIÐ 3.TBL.2005