Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 2
Brynhildur Pétursdóttir. Efni Leiðari ritstjúra 2 Frá kvörtunarþjúnustunni 3 Er soja hollt? 5 Gæðakönnun á sjónvörpum 6 Skúli efla sölutorg? 10 Frá tormanni 13 Gæflakönnun á MP3-spilurum 14 Hollara nasl og offita 17 Slow Food á íslandi 18 Neytandinn svarar 21 Umferöaröryggi 22 Sölumennska í skúlum Þaö eru fimm ár síöan Neytendablaöið fjallaöi fyrst um sölumennsku i framhalds- skólum en það var í tengslum við fartölvuvæðinguna. Neytendablaðið setti þá spurn- ingarmerki við að sölumenn fengju aðgang að framhaldsskólanemum undir því yfir- skini að nemendurnir þyrftu að kaupa sér fartölvur. Þróunin varð sú að fleiri fyrirtæki, bankar, tryggingarfélög og símafyrirtæki sóttu inn í skólana með kynningar á vöru sinni eða þjónustu. Þessi innrás þróaðist síðan út í viðskiptasamninga milli fyrirtækja og nemendafélaga og hefur ýmsum brögðum verið beitt af hálfu fyrirtækjanna til að fá unglingana í viðskipti. Neytendasamtökunum hefur lengi fundist einkennilegt hvað fyrirtæki virðast hafa óheftan aðgang að nemendum margra framhaldsskóla. Til að forvitnast betur um afstöðu skólayfirvalda sendu samtökin öllum stærstu framhaldsskólunum spurningar er varða sölumennsku innan veggja skólanna. Þetta var fyrst gert haustið 2003 og aftur haustið 2005. í Ijós kom að flestir skólar hafa einhverja stefnu í þessum málum. Einungis örfáir skólar banna alfarið sölumennsku og virðast minni skólar á landsbyggðinni vera með skýrari og afdráttarlausari stefnu en fjölmennir skólar á höfuðborgarsvæðinu. Margir skólar leyfa ekki sölumennsku nema að hún eigi sérstakt erindi til nemenda en þannig virðast skólayfirvöld telja að bankar og fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög og fartölvuseljendur eigi ríkara erindi til nemenda en önnur fyrirtæki. Það vekur þó athygli að jafnvel skólar sem fylgja skýrri stefnu og leyfa ekki sölumennsku fetta ekki fingur út í samninga sem nemendafélög gera við fyrirtæki. Slíkt er alfarið á ábyrgð nemenda- félaga, jafnvel þótt sölumennskan beinist að öllum nemendum skólans. Þegar sölumennsku sem beinist að börnum er gagnrýnd eru seljendur og auglýsendur fljótir að benda á ábyrgð foreldra. Enginn - og allra síst foreldrar sjálfir - neitar því að foreldrar bera ríka ábyrgð, en einmitt þess vegna er eðlilegt að spyrja hvað sölumenn og jafnvel stjórnmálamenn í prófkjörsslag eru að þvælast svo til óáreittir í framhalds- skólum landsins þar sem foreldrar eru víðs fjarri. Þá er athyglisvert að sölumennska sem viðgengst í mörgum framhaldsskólum myndi aldrei vera leyfð á vinnustöðum. Þannig geri ég ráð fyrir að skólayfirvöld sem leyfa sölumennsku af því tagi sem lýst er hér í blaðinu myndu seint hleypa sömu sölumönnum inn á kennarastofuna, jafnvel þótt það fengist einhver styrkur í starfsmannasjóðinn fyrir vikið, eða hvað? Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Prentaö efni NEYTENDABLAÐIÐ 4. tbl., 52. árg. - nóvember 2006 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, íris Ösp Ingjaldsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Mynstrað munngæti, www.merkilegt.is, Ijósmyndari: Rúnar Björnsson Upplag: 11.000 eintök, blaðið ersent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: 3.750 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilterað vitna íNeytendablaðið i öðrum fjölmiðlum sé heimildargetið. Óheimilt er þó að birta heilargreinar eða töflurán leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaðínu er óheimilt að nota i auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasam- takanna liggi fyrir. Blaðið er prentað á vistvænan hátt - Merkt norraena Svaninum. Lykilorð á heimasíðu: slow12 2 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.