Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 22
Umferðaröryggi hefur verið mjög í brenni- depli undanfarin misseri enda eru fréttir af umferðarslysum og glæfraakstri nær daglegt brauð. Island var í fararbroddi Ef miðað er við látna í umferðinni voru íslendingar lengi í fararbroddi meðal þjóða heims í umferðaröryggismálum. í saman- burði við önnur OECD-lönd var ísland aldrei neðar en í 7. sæti frá því að byrjað var að gefa út slíkar samanburðartölur á árinu 1970 og fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur og síðan höfum við verið í 10.-13. sæti af þeim 30 löndum sem aðild eiga að OECD. í nýlegri áætlun samgönguráðuneytisins er boðað átak í þessum efnum og stefnt á að Island verði á ný í farabroddi árið 2016. Umferðarslysum hefur fækkað undan- farinn áratug. I skýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2005 kemur í Ijós að umferðarslysum hefur fækkað undanfarinn áratug og að færri látast og slasast í umferðinni. Ástæður þessa eru m.a. betri og öruggari bílar og aukin notkun bílbelta. Þá er jákvætt aö slysum á börnum hefur fækkað en þar hefur aukin og rétt notkun öryggisbúnaðar fyrir börn eflaust sitt að segja. Árið 2005 var reyndar óvenjulegt en þá létust „aðeins" 19 manns í umferðinni. Það sem af er þessu ári hafa hins vegar 25 látist. Á hverju ári slasast auk þess að meðaltali rúmlega 1000 manns, þar af margir alvarlega. Helsta dánarorsök ungs fólks Umferðarslys eru helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-24 ára, samkvæmt OECD. Því er stundum haldið fram að löngu væri búið að grípa í taumana ef álíka margir létust og slösuðust við aðrar aðstæður (t.d. í flugslysum, af matareitrun eða jafnvel úr farsóttum). Stjórnvöld eru gjarnan gagnrýnd enda Ijóst að alltof margir látast og slasast í umferðinni og umferðaröryggi þarf að bæta með öllum tiltækum ráðum. Hraöakstur í Hvalfjarðargöngum Ekki er þó hægt að horfa fram hjá ábyrgð ökumanna sjálfra. Sum slys gerast við ákjósanlegar aðstæður þar sem vega- kerfinu verður ekki kennt um. Það er Ijóst að ökumenn haga ekki alltaf akstri eftir aðstæðum og það segir sína sögu að í Hvalfjarðargöngunum hafa tæplega 1.300 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur það sem af er árinu. Sá sem hraðast ók var á 174 kílómetra hraða. Neytendablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Sigurð Helgason, verkefnastjóra hjá Umferðarstofu, um leiðir til að bæta umferðarmenninguna og fækka slysum. Hvaða aðgerðir beinast að nýliðum í umferðinni? Sú hugmynd að hækka bílprófsaldurinn hefur oft verið rædd og lesa má nánar um það á vef samgönguráðuneytisins. Þar koma einnig fram tillögur um að auka kröfur í ökukennslu og auka rannsóknir á ungum ökumönnum. Til að fækka slysum hjá ungu fólki hafa ýmsir kostir verið nefndir, þ.á.m: • að lengja gildistíma bráðabirgðaöku- skírteinis í þrjú ár og taka fastar á brotum sem framin eru á því tímabili. • að takmarka fjölda farþega hjá nýliðum • að takmarka akstur að næturlagi þegar flest slys eiga sér stað. Einnig hefur verið lögð áhersla á eflingu umferðarfræðslu í grunnskólum til að byggja upp grunn áður en kemur að ökunáminu. Hins vegar verður að hafa í huga að það er aðeins lítið brot ungra ökumanna sem er til vandræða. Flestir eru gætnir og þeir eru sá hópur bílstjóra sem náð hefur bestum árangri í fækkun tjóna á undan- förnum áratug. Það þarf að skoða alla kosti í þessu sambandi og rannsóknir skipta þar miklu máli. En grunnorsök alls þessa er að mínu mati almennt agaleysi í þjóðfélaginu og það kemur ekki síst fram í umferðinni. Fólk gefur ekki stefnuljós, talar hömlulaust í farsíma og ótrúlega margir leggja bílum 22 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.