Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 19
Ferskt og girnilegt á markaðnum. „Við eigum að borða betri mat en minna af honum" Carlo Petrini árstíðabundinni matargerð. Fiskur er einnig árstíðabundinn þótt sífellt færri geri sér grein fyrir því. Til dæmis er humar veiddur á vorin og eins er rauðspretta best á sumrin''. íslendingar vanir frosnum mat Friðrik bendir á að íslendingar séu vanir að borða frosinn mat og því hafi þekking á árstíðabundnum mat glatast. Margir íslend- ingar gera engan greinarmun á ferskum mat og frosnum. Friðrik segist sjálfur taka ferskan mat umfram frosinn í 99% tilfella. Flann bendir á að á Spáni og á Ítalíu sé frosinn matur merki um minni gæði. Þar sé svo litið á að slíkur matur hafi verið við það að tapa ferskleika sínum og því verið frystur. ítalir borði t.d. ekki frosið grænmeti en kaupi það frekar marinerað í krukku. Ferskur fiskur betri en frosinn Frosinn fiskur, sem við íslendingar borðum, er að vísu frystur við bestu skilyrði en Friðrik segist þó standa á því fastar en fótunum að frystur fiskur sé aldrei eins góður og ferskur. Hins vegar er ferskur fiskur ekki alltaf ferskur. Skötuselur er ekki veiddur viö Norðurland og því þarf að flytja hann norður sem aftur þýðir að fiskurinn getur verið orðinn nokkurra daga gamall þegar hann kemur á áfangastað. Friðrik segist því frekar kaupa frosinn skötusel sem frystur er í heilu lagi á sjó því þannig fái hann ferskari fisk. Lítið úrval af fersku sjávarfangi Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið úrval er af fersku sjávarfangi á Akureyri þrátt fyrirað bærinn sé mikill útgerðarbær. Friðrik segir að skýringin geti legið í því hversu fáir stundi veiðar á Akureyri og að fyrirtækin sinni ekki heimamarkaði sem skyldi. Friðrik nefnir dæmi um nýlega ferð sína í stór- markað þar sem hann fann m.a. Alaska- ufsa og sænskan þorsk í frystiborðinu og segir það sorglegt ef það þurfi að flytja inn fisk til íslands. Þá nefnir Friðrik að erlendir matreiðslumenn sem komu til hans í sumar hafi orðið furðu lostnir yfir að geta ekki keypt ferskan fisk niðri á höfn. „Tengingin við árstíðirnar er ekki lengur til staðar", segir Friðrik. „Við eigum ekki lengur neina markaði og engar fiskbúðir hér á Akureyri". Hefðir deyja út Slow Food-samtökin hafa bent á mikilvægi þess að hefðir sem tengjast matargerð erfist og að fólk læri að meta gæði og góðan mat. Þau segja að það séu ekki margir sem kunna að elda uppskriftirnar frá ömmu sem flestir kunna þó vel að meta. Það sé því mikilvægt að kenna börnum um matvæli og það sé gert á Italíu, bæði í leikskólum og skólum. Fyrir vikið verður matarmenningin sterkari og nýir skyndibitastraumar eiga erfiðara með að ryðja sér til rúms. Friðrik bendir á að á allri Ítalíu séu jafn margir McDonald's staðir og í London. ítölum hugnast einfald- lega ekki staðlaður skyndibitamatur því matarmenningin er svo sterk og þeir eru stoltir af matargerð sinni. Áhugavert verkefni í Hvíta-Rússlandi „Það tekur ekki nema 30 ár fyrir hefð að deyja algerlega út", segir Friðrik. „Við sjáum það hér á íslandi að það er heilmikið af mat sem var oft eldaður þegar við vorum lítil en við borðum ekki lengur því þekkingin er horfin. Ég hafði gaman af því að heyra konu frá Hvíta-Rússlandi halda fyrirlestur, en landið opnaðist allt í einu fyrir vestrænum áhrifum og fyrir vikið breyttist matarmenn- ingin og íbúarnir gleymdu hefðum. í dag er í gangi herferð sem felst í því að skólamötu- neyti sérhæfa sig í heimilismat. Það er gefið út sérstakt blað og leitað eftir uppskriftum frá svæðinu. í hverri viku er ein uppskrift sem heitir uppskriftin hennar ömmu. Börn á aldrinum 10-14 ára eiga að senda inn uppskrift frá ömmu sinni og síðan er ein uppskrift valin úr og barnið fær verðlaun. Þetta er frábær hugmynd sem væri hægt að taka upp hér", segir Friðrik sem leggur mikla áherslu á að það þurfi að kenna íslenskum börnum mun meira um matargerð og helst ætti að byrja strax í leikskólum. Matvæli á ferö og flugi Flutningur á matvælum í heiminum er gríðarlegur og á sinn þátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Neytendurvilja geta keypt hvaða matvæli sem er hvenær ársins sem er. Til að verða við þessum kröfum er flogið með mat heimshorna á milli. Þessir flutningar eru sannarlega ekki í anda Slow Food. Af þessu hlýst mikil mengun og maturinn er ekki ferskur þegar hann kemst á áfangastað. Þess vegna er mikilvægt að Markaður. 19 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.