Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 6
Gæðakönnun á stórum sjónvörpum Gæðakönnun ICRT er framhaldskönnun sem var framkvæmd í nokkrum Evrópu- löndum nú í sumar og náði til 35 sjón- varpstækja frá 15 framleiðendum. í markaðskönnun á sjónvarpstækjum sem gerð var nú í október kom í Ijós að á höfuðborgarsvæðinu er úrval sjónvarp- stækja gífurlegt og ætti það að uppfylla nánast allar óskir kaupenda um verð, gæði og stærð, þ.e.a.s. ef fólk er tilbúið að leggja eitthvað á sig í leit að „rétta" tækinu. Markaðskönnunin náði til alls 183 tækja frá 34 framleiðendum og 19 söluaðilum. Þar af voru 6 CRT túputæki, sem virðast vera að hverfa af markaðnum smátt og smátt, 134 LCD kristalskjástæki og 43 plasmatæki. Athyglisvert er að verðmunur á milli þeirra tveggja tækja innan LCD-flokksins sem fá bestu einkunnina er um 100.000 kr. Munurinn á tækjunum virðist fyrst og fremst felast í þvi að dýrara tækið hefur stafrænan móttakara samhliða hliðrænum móttakara sem þýðir að það er svokallað iDTV og getur tekið á móti stafrænum útsendingum. Hvað hefur breyst með nýrri tækni? Flöt LCD-sjónvörp og plasmasjónvörp eru í tísku í dag en flestir framleiðendur hafa snúið sér að þeirri tækni og frá hefðbundum CRT-tækjum (túputækjum). Hins vegar hefur tæknin lítið þróast frá gömlu góðu túpunni (CRT) sem þjónað hefur okkur undan- farna áratugi. Myndgæði flötu skjánna, LCD og plasma, eru yfirleitt ekki meiri en gömlu góðu túpunnar og þeir hafa yfir- leitt verra svertuhlutfall. Það fer ekki hjá því að myndgæðin séu minni núna en fyrir nokkrum árum. Vissulega höfum við nú flatari skjái og stærri og sumir hverjir hafa upplausn allt að 1920x1080 punkta eða meira í örfáum tilfellum, en gömlu túpu- tækin, sem nú er oft litið framhjá, geta sýnt í upplausn 2560x1920 punkta eða hærra sem annar vel framtíðarstöðlum. Hefur þá nýja tæknin lítið annað fram að færa en þynnri tæki eða er þetta eitthvert millibilsástand? Hvað ef hægt væri að sameina kosti gömlu túputækjanna og flatskjánna? Ný tækni á sjóndeildarhringnum - SED-sjónvarp Ný tækni í sjónvarpsmóttöku, SED (Surface Conduction Electron EmitterDisplay),verður væntanlega kynnt á næstu mánuðum. Arið 1986 hóf Canon þróun þessarar nýju tækni og árið 1999 hófst samstarf á milli Canon og Toshiba-samsteypunnar um áframhald- andi þróunarvinnu. SED-tæknin byggist á gömlu túputækninni, þ.e. notað er lofttæmt glerhylki og er glerskjárinn þakinn fosfór að innan, en skjárinn er hinsvegar alveg flatur. Breytingin felst í því að i stað þess að mála myndina á skjáinn með þremur geislum (rauðum, grænum og bláum) sem skotið er á fosfórinn eru hundrað milljónir senda notaðir til að framkalla mynd á skjáinn og eru um 1600 sendar í hverjum punkti. Meiri myndgæöi Vegna þessa eru myndgæði SED-skjáa tals- vert meiri en LCD- eða plasmaskjáa og því er haldið fram að myndin haldist skýr og stöðug jafnvel þó myndefnið sé á mikilli hreyfingu, eins og í íþróttum ýmiskonar. Því henti tækni þessi afskaplega vel til sýninga á stafrænum útsendingum og háskerpuút- sendingum. Búist er við því að þessi nýja tækni skili sjónvörpum sem hafa 40 tommu skjái eða stærri og eru aðeins örfáir sentí- metrar á þykkt. SED-tækin eru sögð eyða talsvert minni orku en bæði LCD kristals- skjáir og plasmaskjáir. Stafrænt sjónvarp „Tilboð í UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu skv. DVB-T staðli voru opnuð hjá Póst- og fjarskiptastofnun í maí 2005. Tvö fyrirtæki buðu í rásirnar; Ríkisútvarpið og 365 Ijósvakamiðlar ehf. Rikisútvarpið bauð í þrjár rásir til að dreifa 7 sjónvarpsdagskrám til 98% landsmanna fyrir 1. október 2007. Að auki hyggst Ríkisútvarpið dreifa háskerp- usjónvarpi á einni rás. 365 Ijósvakamiðlar ehf. bauð í tvær sjónvarpsrásir til að dreifa 7-15 sjónvarpsdagskrám. Fyrirtækið hyggst Ijúka uppbyggingu á dreifikerfi fyrir 98% landsmanna 1. maí 2007." (Fengið af vef Póst- og fjarskiptastofnunar). Eftir þvi sem best er vitað sendir sem stendur aðeins ein sjónvarpsstöð út staf- ræna dagskrá. Það er áhugavert en því miður eiga fæstir sjónvörp sem geta tekið 6 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.