Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjúnustunni Bílaleigubíl skilað þremur mínútum of seint Aukagjald af kreditkorti Danskur maöur leigöi bílaleigubíl hjá Avis á Islandi. Þegar hann var kominn heim úr ferðalaginu til íslands tók hann eftir því aö Avis hafði óvænt tekið rúmar 8.000 kr. út af kreditkortinu hans. Þegar hann leitaði eftir skýringum á þessu var honum sagt að um væri að ræða gjald fyrir aukadag þar sem hann hefði skilað bílnum of seint. Maðurinn vissi reyndar að hann hafði skilað bílnum þremur mínútum of seint en það var m.a. vegna þess að hann þurfti að bíða í röð í 10-15 mínútur á meðan verið var að aðstoða aðra viðskiptavini. I skilmálum Avis kemur fram að fyrirtækið taki við bíl allt að klukkutíma of seint án þess að bæta við aukagjaldi. Sein viðbrögð fyrirtæksins Maðurinn reyndi að fá gjaldið fellt niður sjálfur en þegar það gekk ekki hafði hann samband við Evrópsku neytendaaðstoðina á íslandi (ENA). ENA hafði samband við Avis en þurfti að bíða í 5 vikur eftir svari fyrirtækisins. Á þessu fimm vikna tímabili ítrekaði ENA ósk um viðbrögð fjórum sinnum, bæði með símtölum og tölvupósti. Avis felldi gjaldið að lokum niður og endur- greiddi manninum upphæðina. Hvert á maður að snúa sér? Ef þú lendir í svipaðri stöðu, þ.e. kaupir í öðru Evrópulandi vöru eða þjónustu sem eitthvað er athugavert við, þá er best fyrir þig að hafa samband við Evrópsku neytendaaðstoðina á íslandi. Neytenda- samtökin sjá um rekstur hennar á íslandi og skipta viðskiptaráðuneytið og Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins kostnað- inum á milli sín. GP húsgögn svarar ekki bréfum Géð þjúnusta Goast í Smáralind Kona nokkur keypti fermingarkjól á dóttur sína í versluninni Coast í Smáralind. Síðar þurfti að hreinsa kjólinn og fór konan með hann í efnalaug. Kjóllinn var hvítur með svörtum blómum en þegar hann kom úr hreinsuninni höfðu svörtu blómin litað út frá sér á stöku stað. í fyrstu hafði starfsmaður Leiðbeininga- og kvörtunarþjónstu Neytendasamtakanna samband við efnalaugina en hún vildi ekki viðurkenna mistök við hreinsunina. Þegar verslunin Coast frétti af málinu bauðst hún hins vegar strax til að borga kjólinn út jafnvel þótt óljóst væri hvort um væri að kenna galla i efni eða mistökum efna- laugarinnar. Ber að hrósa versluninni fyrir þessa góðu þjónustu. Neytendasamtökin hafa nú í sumar haft til meðferðar tvö mál vegna viðskipta við GP húsgögn, Hafnarfirði. í öðru tilvikinu var um að ræða gallað borðstofuborð og í hinu galla á sófaáklæði. í báðum tilvikum höfðu félagsmenn sjálfir reynt að fá úrlausn sinna mála hjá söluaðila, en án árangurs. I kjölfarið leituðu þeir til Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna. Samtökin sendu bréf vegna beggja málanna og síðar ítrekanir og lokaáskoranir. Engin svör hafa borist frá versluninni og því er útséð um að samningar náist vegna þessara mála. Þannig háttar til að neytendur eiga þess kost að leggja mál sitt fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa en auðvitað er best ef hægt er að leysa mál áður en þau eru komin í hnút. Nútímatæknin nær ekki til allra Neytendasamtökin fá gjarnan kvartanir frá fólki sem býr á stöðum þar sem sambandsleysi við umheiminn er meira en gengur og gerist. Þetta á t.d. við í Hrútafirði þar sem íbúar geta ekki horft á ýmislegt sjónvarpsefni sem flestum í þéttbýli stendur til boða (sbr. Skjá 1 og Sirkus). Markmið stjórnvalda er að nær allir landsmenn til sjávar og sveita njóti nútímatækni og geti tengst netinu með háhraðatengingum, verið í farsímasambandi og haft aðgang að stafrænu sjónvarpi. Þykir mörgum þó ganga nokkuð hægt í þessum efnum. 3 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.