Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Qupperneq 12

Neytendablaðið - 01.11.2006, Qupperneq 12
PERSÖNUGERT debetkort A WWW.CUTNIR.IS - FRÍTT DE8ETKORT OG 100 FRÍAR DEBETKORTAFÆRSLUR Námsmenn fá 100 Irlar clebetkortafærslur á ári og þeir sem óska eftir ISIC skirteini fé það ókeypis með debetkorlinu. PERSÖNUGERT DEBETKORT Persónugerðu debetkortin hafa slegið í gegn. Það er einfalt að hanna kortið á netinu og klára málið. HANNAÐU PITT EIGIÐ DEBETKORT A GLITNIR.IS nágrannans, eöa skrá sig í sambúö meö tilliti til húsaleigubóta, svo dæmi séu tekin. Það verður ekki annaö sagt en að það sé húmor í þessum auglýsingum. Hins vegar er sú áhersla sem Glitnir leggur á yfir- dráttarvexti gagnrýniverö þar sem þeir geta seint talist „hagstæðari" eins og þó er auglýst. Líkt og aörir bankar og sparisjóðir býður Glitnir upp á lán af ýmsu tagi, t.d. bílalán fyrir námsmenn (allt aö 90% lán án ábyrgðarmanna), tölvukaupalán, náms- lokalán, lán fyrir útskriftarferð og námslán í erlendri mynt. Ekki verður því annað séð en að bankinn hvetji til lántöku og þannig talar hann t.d. um „spennandi lánamögu- leika" á meðan lítið fer fyrir upplýsingum um sparnaö. Glitnir hefur gefið út bækling sem heitir „Til hamingju með fjárræðið". í bæklingnum er fjallað um ábyrgð fjárráða einstaklinga og m.a. bent á mikilvægi þess að skrifa ekki undir lán nema að vel athuguðu máli. Þaö er ástæða til að hrósa Glitni fyrir þennan bækling sem á svo sannarlega erindi til unglinga og vonandi fá ungir viðskiptavinir bankans bæklinginn í hendur áður en þeir skrifa undir einhver af þeim ótal lánum sem þeim bjóðast. KB banki: Nám erlífstíll Þekktur skemmtikraftur leikur uppskafning eða menntasnobbara sem segir fyndna brandara um námsgreinar og heimspeki. Leið hans hefur legið í gegnum þekkta mennta- og menningarstaði; M.R., Oxford, Cambridge og Akropolis. Þarna er frekar lítið gert úr námsmönnum og jafnvel ýjað að því að þeir eigi ekki að hafa áhyggjur af heila- starfseminni. Ein af yfirskriftunum ert.a.m.: „Láttu hjartað ráða för í náminu. Heilinn er ekkert til að treysta á." Það eru vonandi ekki skilaboð KB banka að viðskiptavinirnir eigi ekki að treysta á heilann þegar þeir skoða lánatilboð bankans, en þau felast m.a. í útgjaldadreifingu, tölvukaupalánum, framfærslulánum, námslokalánum, yfir- dráttarlánum, kreditkortum og ábyrgðum á LÍN-lán. Sparisjóðirnir: Gerðu mikið úr litlu Sparisjóðirnir fara þá leið að senda í pósti 200 gr af poppmaís í fallega hönnuðum umbúðum. Námsmönnum er bent á að poppa maísinn og þræða hann á band með nál og tvinna þar sem „þetta er skart- gripur", þ.e. hálsmen gert út poppi. Það má spyrja hvað þaö kosti bankann eiginlega að senda allt þetta popp í pósti og hvort þetta sé ekki sóun á matvælum og umbúðum? Þá eru dæmi um að poppmaísinn hafi Þetta er skartgripur <<■ ■ ■ ■ ■ ■ i dreifst út um öll gólf þegar pakkinn var rifinn upp. Með þessari auglýsingaherferð má frekar segja að sparisjóðirnir geri afskaplega lítið úr miklu. Um leið bjóða sparisjóöirnir upp á greiðslukort, skamm- tímalán, greiðsluþjónustu, úttekt í tískubúð og ferðaávísun gegn notkun kreditkorts. Landsbankinn Sýnum námsmönnum tillitssemi Landsbankinn hefur sýnt auglýsingar sem ganga út á að námsmönnum sé sýnd tillits- semi. í einni auglýsingunni kemur fram að það sé ósanngjarnt að hafa próf daginn eftir mikilvægan fótboltaleik. Önnur auglýs- ing sýnir nemanda sem á í einhverjum vandræðum vegna andfúls kennara. Þetta er gott dæmi um auglýsingu sem á að vera vera fyndin á kostnað kennarans og snýst því hæglega upp í andhverfu sína. Fræðingar hafa kallað þessa nálgun „antiadultism" en það þýðir í stuttu máli að auglýsendur, sem beina sjónum sínum að börnum og unglingum, gera gagngert lítið úr fullorðnum, t.d. foreldrum og kennurum, og sýnir þá hallærislega og leiðinlega - og jafnvel andfúla. Landsbankinn er einna fyrirferðarmestur fjármálafyrirtækja á „nemendafélaga- markaðnum" og hefur m.a. staðiö fyrir kaupum á ballmiðum. Bankinn býður uppá fjölbreytta þjónustu fyrir námsmenn líkt og keppinautarnir og námureikningur er, samkvæmt heimasíðu Landsbankans, tékka- reikningur með afar hagstæð kjör og nýir viðskiptavinir fá veglegar inngöngugjafir. Auk þessa býður bankinn upp á tölvulán, yfirdráttarlán, námslán og námslokanám (þ.e. endurfjármögnun á þeim lánum sem námsmenn tóku á námsárum sínum). ÞH, BP 12 NEYTENDABLAÐIÐ 4.TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.