Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 7
 LG42LC2R1 Panasonic TH42PV6001 Philips 42PF9631D101 á móti stafrænum sjónvarpsmerkjum þar sem flest sjónvörp sem eru í notkun hér á landi taka eingöngu viö hliðrænu sjónvarps- merki (analogue). Þess vegna er líklegt að sjóngæði slíkrar dagskrár séu minni en efni standa til þar sem talsvert tapast af gæðum sendingarinnar þegar merkinu er breytt úr stafrænu merki í hliðrænt með afrugl- aranum, en það verður að gerast svo að hliðræna sjónvarpið geti sýnt mynd. Þetta sést ágætlega þegar myndgæði útsendrar dagskrár eru borin saman við myndgæði DVD-disks, en þau ættu að vera nánast þau sömu ef sjónvarpsútsendingin erstafræn. Víða í Evrópu hafa stafrænar útsend- ingar aukist til muna. Þetta þýðir að sjónvarpsstöðvarnar hafa þurft að endurnýja allan tækjabúnað sinn til að geta átt við stafrænt efni. Eins hafa neytendur þurft að endurnýja sjónvarpstæki sín til að geta tekið á móti stafrænum sjónvarps- sendingum. Það gera þeir ýmist með því að kaupa stafrænt sjónvarp eða sjónvarp með innbyggðum stafrænum afruglara eða þýðanda, svokallað iDTV. Einnig er auðvitað hægt að fjárfesta í utanáliggjandi afruglara sem tekur sjónvarpsmerkið og þýðir það (í hliðrænt merki) fyrir sjónvarpið. En eins og áður sagði hverfur eitthvað af gæðum staf- rænu útsendingarinnar þar sem „venjulegt" sjónvarpstæki tekur aðeins við hliðrænu merki, eins og flest flötu sjónvörpin gera sem seld eru hér á landi í dag. Æskilegt að hafa í huga þegar sjón- varpstæki er keypt: • Athugið hvernig myndin kemur út ef horft er á skjáinn frá hlið. Prófið einnig að hreyfa höfuðið upp og niður meðan horft er. Það skiptir máli þegar margir horfa á sama sjónvarpstækið hversu góða mynd vítt sjónarhorn gefur. Þetta hefur batnað með nýrri tækjum en myndin vill hinsvegar dökkna á þeim sumum eftir því sem sjónarhornið breytist. • Reynið að skoða fjölbreytt úrval sjón- varpsmynda í versluninni. Horfið sérstak- lega eftir eðlilegum húðlit á fólki í mynd- veri, t.d. fréttaþul. • Takið einnig eftir hvort um litakast sé að ræða, eins og bleika eða græna slikju fyrir myndinni sem illmögulegt er að lagfæra algjörlega með stillingunum. • Takið eftir aðgengi að tengingum, t.d. hvort auðvelt sé að tengja DVD-spilara, leikjatölvu og önnur tæki. • Athugið hvort tengingarnar á sjón- varpinu passi við þau tæki sem þið eigið nú þegar eða verða hugsanlega keypt í framtíðininni. HDMI er stafrænt tengi fyrir bæði hljóð og mynd í einum kapli. Það er óvitlaust að athuga hvort tækið sem skoðað er hafi a.m.k. eitt slíkt tengi. • Ef ætlunin er að nýta sjónvarpið einnig sem leikjatölvu þarf að vera DVI-tengi fyrir nýrri tölvurnar eða VGA-tengi fyrir eldri tölvur. HDMI-tengi gæti gengið ef tölva hefur HDMI-tengi eða þið hafið DVI-HDMI-kapal. • Ef líkur eru á því að fjarstýringin týnist eða bili er ráðlegt að velja tæki sem hefur stjórntækin aðgengileg á sjón- varpinu sjálfu. Ef festa á tækið upp á vegg er gott að hafa í huga hvar stjórn- tækin eru staðsett því ef þau eru ofan á tækinu getur orðið erfitt að nota þau eftir að tækið hefur verið fest upp. • Hefur tækið kveikja/slökkva hnapp? Mörg nýrri tæki hafa engan slíkan hnapp og eru því alltaf í biðstöðu og eyða rafmagni þegar þau eru ekki í notkun. Þess utan fylgir því mikil íkveikjuhætta að hafa rafmagn á tækinu. • Hefur sjónvarpið nægilega upplausn til að sýna og taka á móti háskerpuútsend- ingu? Lægsta mögulega upplausn er 720 línur. • Getur tækið tekið við stafrænum send- ingum? Ef svo er hefur það „digital ready" vörumerki en slík tæki ganga gjarnan undir heitinu iDTV. Þetta þýðir að ekki þarf að fjárfesta í aukaþýðanda eða afruglara til að geta tekið á móti stafrænum sendingum þegar þær koma. Hafið auga með litlum höndum! LCD sjónvarpstæki eru umtalsvert léttari en gömlu túputækin, en þau geta samt valdið tjóni ef þau falla á barn. Þetta er ekki vandamál þar sem sjónvörpin eru fest á vegg, en séu þau á standi er rétt að athuga vel hvort þau séu völt og gera viðeigandi ráðstafanir ef þeirra er þörf. 7 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.