Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 16
wwv\ Gœðakönnun á MP3-spilurum Tónlist af netinu - blessun eöa bölvun? MP3 er heiti á tiltekinni tegund tölvuskráa sem minnkar magn gagna sem þarf til að geyma tónlist. Með því að vera fyrst sinnar tegundar hefur heitið MP3 orðið samheiti fyrir þjappaða tónlist. Það eru hinsvegar fleiri tegundir til, eins og AAC frá Apple, WMA frá Microsoft og Atrac frá Sony. Þeir sem muna eftir stríðinu á milli Betamax og VHS um yfirráð yfir myndbandsmarkaðnum sjá svipuð átök nú; munurinn er bara sá að í þetta sinn er barist um þann markað sem stafræn tónlist myndar. Það flækir málin að mismunandi tegundir tónlistarskráa eru i umferð. Til dæmis spila ekki allir MP3-spilarar allar gerðir þjappaðra skráa. Á meðan hægt er að gera nánast hvað sem er við MP3-skrár á það sama ekki við um skrár á sniðmátinu AAC, WMA og Atrac. Vefverslanir nota þær gjarnan til að koma í veg fyrir afritun. Skrárnar geta t.d. takmarkað fjölda þeirra spilara sem hægt er að spila lagið á, hversu oft er hægt að brenna lagið á geisladisk eða jafnvel hversu oft er hægt að spila lagið yfir höfuð, því hægt er að stilla lög þannig að þau eyða sjálfum sér eftir tiltekinn fjölda spilana. Sumar vefverslanir eru tiltölulega opnar og þannig er hægt að hlusta á tónlist sem keypt er á iTunes á allt að fimm tölvum. Einnig er hægt að brenna hana á ótakmarkaðan fjölda geisladiska og setja hana á eins marga MP3- spilara og manni þóknast. Aðrar verslanir eru strangari og leyfa aðeins að tónlistin sé spiluð á einni tölvu, brennd aðeins nokkrum sinnum og sett á takmarkaðan fjölda MP3- spilara. Þetta þýðir ekki að það sé alslæmt að að hala niður af netinu en hraði breyt- inganna er svo mikill að maður þarf að sýna aðgætni og velja vel það sem keypt er. Meira en tónlist MP3-spilararnir eru ekki takmarkaðir við tónlist. Hlaðvarp (podcasting) er ein af heitustu tískusveiflunum í beinlínuhljóm. Hlaðvarp sameinar stafrænu tónlistar- spilarana (Pod kemur frá iPod frá Apple) og enska orðið broadcasting. Hugmyndin er að hver sem er geti skapað sinn eigin útvarpsþátt með því að taka sjálfan sig upp og umbreyta skránni síðan í stafræna hljóðskrá. MP3 er vinsælasta skráarsniðið á meðal hlaðvarpara. Notkun á MP3-þjöppunarkerfinu dregur úr fjölda bita í lagi á sama tíma og hljómgæðum er haldið nálægt þeim gæðum sem þekkjast á geisladiskum. Þegar tónlist er þjöppuð tapast eitthvað af hljómgæðunum, en það er í raun sá kostnaður sem við berum fyrir að geta geymt meiri tónlist í minna geymslurými. Minni skráarstærð gerir það einnig mögulegt að hala lögum hraðar niður af internetinu. Ef miðað er við að meðalsönglag sé um fjög- urra mínútna langt þá tekur lagið um 40MB á geisladiski, en aðeins um 4MB þegar því hefur verið þjappað í MP3-sniðmátið. Að meðaltali jafnast 64MB geymslurými á við um klukkutíma af tónlist. Tónlistarunnandi, sem hefur MP3-spilara með 1GB minni (um 1.000MB), getur geymt um 240 tónlist- arskrár, eða sem svarar 20 geisladiskum. Tónlist sem geymd erá hefðbundnum geisla- diskum er þegar afþjöppuð, þannig að það þarf fleiri diska til að geyma sama magn af tónlist. Hvað þýöir þetta? Tegundir spilara. Harðdisksspilarar hafa harðan disk sem getur geymt mörg lög. Spilarar með föstu minni nota minniskort til að geyma tónlistina og hafa oft minna geymslurými en þeir spilarar sem hafa harða diska. Sniðmát tónlistaskráa. Flestir spilararnir geta notað MP3-sniðmátið. Önnur sniðmát eru: AAC, notað af Apple, ATRAC3 -sniðmát frá Sony, WMA-sniðmát frá Microsoft sem samhæft er fyrir Windows Media spilara og WAV sem er sjálfvalið sniðmát á tölvur með Windows. Þá eru Flac og Ogg Vorbis frí og opin sniðmát án höfundarréttar. Minni. Þumalputtareglan er sú að venju- legt popplag í þokkalegum gæðum tekur um 4,5MB af geymslurými. 20GB harðdisksspilari getur geymt um 4.500 lög og 512MB spilari með föstu minni um 120 lög. Það er hægt að minnka skráastærð en það minnkar einnig gæðin á laginu. Hlaðvarp (Podcasting). Podsending erfrí og lögleg beinlínudreifing á tónlist, töluðu máli eða blöndu af þessu tvennu, sem hægt er að hala niður i MP3-spilarann. Gerðu það sjálf/ur. Hver sem er sem hefur grunnþekkingu á hljóðbreytingarhugbúnaði (audio-editing), internettengingu og einhverjar hugmyndir getur búið til útvarps- þátt, talað inn á hlaðvarp og sett á netið. Hvar finnur maöur hlaðvarpsefni? Hægt er að hala niður hlaðvarpsefni þátta frá stóru útsendingaraðilunum, fréttavefjum og útvarpsstöðvum. Hvernig setur maður hlaðvarpsefni á spil- arann? Hægt er að fara á vefsvæði með hlaðvarpsefni, velja þar þátt og hala honum niður á MP3-spilara, rétt eins og gert er við tónlist. Einnig er hægt að fá vikulegar uppfærslur á þáttum með því að gerast áskrifandi á hlaðvarpsvefsvæði. 16 NEYTENDABLAÐIÐ 4. T81.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.