Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 18
Matast í makindum Svœðisbundin matargeró úr íslensku hráefni en að ítölshum hœtti Italía hefur löngum verið þekkt fyrir frábæra matarmenningu enda kunna ítalir svo sannarlega að njóta þess að borða góðan mat og sötra Ijúffeng vín. Máltíð á Italíu snýst ekki bara um matinn sem er á borðum. Hún er athöfn þar sem fjölskylda og vinir koma saman og njóta þess að borða góðan og oftar en ekki hollan mat. Aðalmáltíð dagsins er gjarnan í hádeginu og margir hvíla sig aðeins áður en haldið er aftur til vinnu. Kvöldmatur er síðan borinn fram nokkru seinna en við erum vön og er yfirleitt frekar léttur. Ólíkt okkur íslend- ingum elda ítalir sjaldan of mikinn mat og skammta nokkuð nákvæmlega. Til dæmis er talað um aö 70 g af pasta sé mátulegur skammturá mann. Þá er miðað við að pasta- diskur sé primo piatto eða forréttur. ítalir eru grennstir allra Evrópubúa og má þakka það ítölsku mataræði sem byggir á góðu og fersku hráefni. ítalir hafa þó ekki farið varhluta af skyndibitamenningunni sem breiðst hefur út um heiminn þótt hún hafi vissulega átt erfiðara uppdráttar á Ítalíu en víða annars staðar. Hægmeti í stað skyndibita Rithöfundinum Carlo Petrini leist ekkert á blikuna þegar ákveðið var aö opna McDon- ald's-veitingastað við hið þekkta torg Piazza di Spagna í Rómarborg árið 1986. Petrini fór ásamt fleirum og mótmælti á friðsamlegan hátt með „penne" (pastategund) að vopni. Skömmu síðar stofnaði hann Slow Food- hreyfinguna sem nokkurs konar andsvar við skyndibitamenningunni (fast food) sem breiðst hefur svo hratt um heiminn. Hreyf- ingin hefur vaxið hratt og er oröin alþjóðleg og telur 80.000 félagsmenn. Ráðstefna Slow Food á Italíu Slow Food-hreyfingin leggur áherslu á fjölbreytni, árstíðabundið hráefni og svæðisbundna matarmenningu. Friðrik Valur Karlsson er félagi í hreyfingunni og rekur ásamt konu sinni, Arnrúnu Magnúsdóttur, veitingastaðinn FRIÐRIK V á Akureyri. Sá veitingastaður var nýlega valinn einn af 100 áhugaverðustu svæðisbundnum veitinga- stöðum heims. Þau hjónin eru nýkomin frá Tórínó á Ítalíu þar sem Slow Food-samtökin héldu stóra ráðstefnu sem nefndist Terra madre (móðir jörð). Friðrik var einn af þeim 100 matreiðslumönnum sem fengu það hlut- verk að leggja línurnar næstu tvö árin, en veitingastaður hans var valinn einn af 100 áhugaverðustu svæðisbundnum veitinga- stöðum í heiminum. Á ráðstefnunni hittust 1.000 kokkar, 6.000 ræktendur og 500 fræðimenn sem tengjast matvælavinnslu og rannsóknum. Neytendablaðið hitti Friðrik að máli og fræddist um Slow Food-samtökin og Italíu- ferðina. Gott, hreint og ferskt Friðrik segir að grunnhugsun samtakanna sé góður, hreinn og ferskur matur sem er unninn í sátt og samlyndi við náttúruna. Það kemur því af sjálfu sér að áhersla er lögð á lífrænt ræktaðan mat og velferð dýra og að erfðabreytt matvæli eiga ekki upp á pallborðið. Á ráðstefnunni í haust var nýrri áherslu bætt við og felur hún í sér hugtakið „sanngjarn matur", þ.e.a.s. það að rækt- endur fái sanngjarnt verð fyrir vöruna. Arstíðabundin matargerð Eitt af markmiðum Slow Food-samtakanna er að breiða út árstíðabundna matargerð en hún snýst um að velja og nota það hráefni sem er ferskt og nýtt á hverjum tíma. Þetta er mjög algengt viða í Evrópu, segir Friðrik. „Hér á landi er ekki mikil tilfinning fyrir árstíðabundinni matargerð en haustin eru þó undantekning. Enn taka margir slátur og það má segja að það séu leifar af 18 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.