Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Frá þingi Neytendasamtakanna A þingi Neytendasamtakanna í haust var samþykkt ítarleg áætlun um stefnu- mótun í neytendamálum næstu tvö árin. Hér verður tæpt á nokkrum atriðum. Virk samkeppni á öllum sviöum í samþykktinni var mikil áhersla lögð á virka samkeppni á sem flestum sviðum, enda er virk samkeppni mjög mikilvæg fyrir neyt- endur. Þingið lagði áherslu á að samkeppni verði aukin í sölu landbúnaðarvara. Þetta verði gert með niðurfellingu eða verulegri lækkun á tollum á innfluttar landbúnaðarvörur. Þannig verði tollar á svína- og kjúklingakjöti og eggjum felldir niður samhliða því sem verð á aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Einnig að tollar á kindakjöt og mjólkurvörur lækki verulega nú þegar og falli niður á fáum árum. Nýlegar fréttir um að þrjú stærstu mjólkursamlögin ætli í eina sæng knýja enn frekar á að tollar á mjólkurvörum verði með öllu aflagðir og fjarlægðarverndin látin duga íslenskum mjólkuriðnaði. Bankarnir geta boöið betur Þingið lagði áherslu á að íslenskir neyt- endur búa viö allt önnur kjör en neyt- endur í nágrannalöndunum þegar kemur aö þjónustu banka og sparisjóða. Það var niðurstaða þingsins að íslenskir bankar geti boðið neytendum mun betri kjör en þeir gera í dag, allavega þegar miðað er við hagnað þeirra, en einnig þau kjör sem þeir geta veitt viðskiptavinum sínum í þeim löndum utan íslands þar sem þeir eru einnig með starfsemi. Einnig var þess krafist að stimpilgjöld yröu felld niður. Samþjöppun á tryggingamarkaði Þingið benti á að eignaleg samþjöppun hefði aukist á síðustu misserum og að þrír aðilar hefðu nálægt 100% markaðshlutdeild. í krafti fákeppni hafa tekjur tryggingafé- laganna aukist ár frá ári og einnig hafa iðgjöld trygginga hækkað verulega á þessu ári. Þingið hvatti neytendur til að vera á varðbergi og leita tilboöa frá öðrum trygg- ingafélögum en þeir skipta við til að ýta undir samkeppni. Lyfjaverö of hátt Þingið benti á að verð á lyfjum sé alltof hátt hér á landi. Ástæður eru einkum tvíþættar. í fyrsta lagi eru tvær keðjur orðnar nær allsráðandi á þessum markaði og í öðru lagi of lítið framboð samheitalyfja. Um leið og samkeppnisyfirvöld voru hvött til að fylgjast vel með þessum markaði voru stjórnvöld hvött til að knýja á um aukinn innflutning samheitalyfja. Neytendalöggjöf þarf aö auka og bæta Þing Neytendasamtakanna lagði þunga áherslu á að neytendalöggjöf verði bætt og var löggjafarvaldið gagnrýnt fyrir sinnuleysi hvað þetta varðar. Þess var krafist að: • Sett verði lög um innheimtustarfsemi, hverjir megi stunda slíka starfsemi og hvernig skuli staðið að henni. • Sett verði lög um ábyrgðarmenn til að tryggja réttaröryggi ábyrgðarmanna og koma í veg fyrir mistök hjá fjármálafyrir- tækjum. • Sett verði lög um greiðsluaðlögun þar sem tryggt yrði að neytendur sem verða fyrir fjárhagslegum áföllum, svo sem vegna láts eða veikinda fyrirvinnu eða vegna atvinnuleysis, geti leitað til óháðs aðila sem myndi úrskurða hve stóran hluta af lánum viðkomandi geti greitt og öll lán lækkuð í samræmi við það. Bent var á að með slíku næðist að innheimta stærri hluta skulda en ella, auk þess sem slík lög tryggðu að einstaklingar í veru- legum greiðsluerfiðleikum væru áfram virkir þátttakendur í þjóðlifinu. • Loks taldi þingið mikilvægt aö lögum um neytendalán verði breytt þannig að lántöku-, innheimtu- og uppgreiðslugjöld verði aldrei hærri en sem nemur kostnaði lánveitenda en ekki tekjulind þeirra eins og nú er. Lög um hópmálsókn Mikilvægt er að setja lög um hópmálsókn, en það sýna best samráð oliufélaganna og hugsanlegar bótakröfur neytenda vegna tjóns þeirra af samráðinu. Ef slík lög væru fyrir hendi hefðu Neytendasamtökin getað farið í mál fyrir alla þá sem leituðu til þeirra í staö þess að annast um eitt prófmál. Einnig taldi þingið mikilvægt að samkeppn- islögum yrði breytt þannig að stjórnendur fyrirtækja, sem taka ákvörðun um að brjóta gegn ákvæðum þessara laga, sæti refsi- ábyrgð. Slíkt ákvæði myndi letja menn frá því að brjóta gegn samkeppnislögum. 13NEVTENBABLAilfi4.TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.