Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 10
SkóU eóa sölutorg? Spjótin beinast aó nemendum Bankarnir beita ýmsum brögöum til aö ná í nýja viðskiptavini og er markaðssetning sem beinist aö börnum og unglingum sérstaklega áberandi. Þaö er reyndar athygiisvert hvað bankaþjónusta er áber- andi á auglýsingamarkaði og greinilega mikil samkeppni um viöskiptavini, sem er sérstakt í Ijósi þess aö bankarnir halda því gjarnan fram að hagnaöur þeirra af einstaklingsþjónustu sé mjög lítill. Miðað viö allt auglýsingaáreitiö viröist þó eftir einhverju aö slægjast. Neytendablaðið ákvaö að skoða nánar þær markaðsaðferðir sem bankarnir beita og huga þar sérstak- lega að markaðssetningu sem beinist að námsmönnum. Framhaldsskólanemar vinsæll mark- hópur Það er skiljanlegt að seljendur líti fram- haldsskólanema hýrum augum. Þessi mark- hópur er nýjungagjarn og margir náms- menn hafa þó nokkurt fé á milli handanna auk þess sem fjárráða nemendur geta fjár- magnað neyslu sína með skammtímalánum. Um leið og fartölvuvæðingin hófst í fram- haldsskólum voru tölvusalar og lánveitendur mættir í skólana og hafa verið þar síðan. Samningarvið nemendafélög Nú til dags gera flest nemendafélög einhvers konar viðskiptasamninga við ýmis fyrirtæki, en þó aðallega bankana. Oftast telja skóla- yfirvöld ekki ástæðu til að fetta fingur út í það samstarf. Siðferðislegar spurningar hafa þó vaknað þar sem stjórnarmenn nemenda- félaga hagnast stundum meira á þessum samningum en hinn almenni nemandi. Meðal annars afhenti símafyrirtæki stjórn nemendafélags nokkurs ókeypis símaáskrift að því tilskildu að símafyrirtækið fengi lista yfir félagsmenn með það að markmiði að senda þeim sms-skilaboð í formi auglýsinga. Þá er óstaðfest sú saga að formaður annars nemendafélags hafi keyrt um á bifreið i eigu eins bankans. Ef rétt er þá er það svæsn- asta tilfellið sem Neytendasamtökunum er kunnugt um. Fyrirtæki gefa miða á ball Bankar og símafyrirtæki bjóöa nýjum viðskiptavinum stundum miða á skóla- dansleiki og það freistar margra nemenda. Fyrirtækin fá augljóslega nýja viðskiptavini sem skila þeim auknum tekjum en hvort það þjónar hagsmunum nemenda að skipta um banka fyrir einn ballmiða er annað mál. í sumum skólum eru ekki haldnar samkomur öðruvísi en að styrktarbanki nemendafélagsins sé á staðnum með það að markmiði að fá nemendur sem viðskiptavini. Sum fyrirtæki virðast hreinlega vera orðin hluti af innviðum skólanna. Flörkusamningar Þegar Neytendasamtökin hafa gagnrýnt fyrirtæki sem sitja fyrir hugsanlegum nýjum viðskiptavinum í framhaldsskólunum hefur andsvarið ætíð verið að nemendafélögin fari ekki halloka í þeim samningum sem gerðir eru. Þau séu reyndar mjög ýtin við að biðja um fjárstuðning og beiti jafnvel hörku í samningum. Þetta hefur t.d. verið haft eftir markaðsfólki í bönkum en sumum þar blöskrar harka nemendafélaganna í samningaviðræðum. Þá vekur athygli að sú markaðssetning sem fram fer í skólunum liðist varla meðal fullorðinna. Svo dæmi sé tekið er erfitt að ímynda sér að aðilar í starfsmannafélagi á vinnustað létu fyrir- tækjum í té upplýsingar um vinnufélagana í skiptum fyrirfría símaáskrift. Ábyrgð skólayfirvalda - er hún engin? Neytendasamtökin hafa lengi furðað sig á því hvað skólayfirvöld hafa látið þessa þróun ganga langt. Sölumennska innan veggja framhaldsskólanna hefur aukist gríöarlega á síðustu árum en fáir skólar hafa markað sér skýra stefnu í þessum málum. Skólayfirvöld líta yfirleitt svo á að samningar nemenda- félags og fyrirtækja sé á ábyrgð nemenda- félagsins jafnvel þótt sölumennskan beinist að öllum nemendum skólans. Þá er athyglis- vert að það eru bankarnir sjálfir sem eru að draga sig út úr þessum samningum við nemendafélögin. Það gerist ekki vegna þrýstings frá foreldrum eða áskorana kennara eða skólayfirvalda. Kennsla eða kynning? Neytendablaðið ræddi við lífsleikni- kennara í framhaldsskóla sem hefur orðið áþreifanlega var við þrýsting frá fyrir- tækjum og nemendafélögum. Þannig fékk hann t.d. beiðni frá formanni nemenda- félags skólans um að tryggingarfélag fengi að kynna umferðarfræðslu í lífsleiknitíma en til stóö að nemendafélagið fengi fjár- styrk að launum. Það er skoðun kennarans að ábyrgt tryggingarfélag sem hefur forvarnir að leiðarljósi eigi ekki að setja slík skilyrði fyrir fræðslu sinni. „Námsgreinin Lífsleikni fær mjög oft tilboð um ýmis upplegg frá fyrirtækjum en þegar betur er að gáð er oftast um kynningar að ræða með smá fræðsluívafi", segir kennarinn. Það er andstætt faglegri vitund hans aö nemenda- félögin séu að blanda sér í hvers eðlis fræðsla er og hvaðan hún kemur. 10 NEYTENDABLAÐIB 4. TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.