Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 20
fólk kunni aö elda úr því hráefni sem er því næst. Friðrik leggur mikla áherslu á aö nota hráefni úr nánasta nágrenni sínu og leitar fyrst og fremst eftir því í Eyjafiröi og á Norðurlandi þó hann kaupi hráefni víöarað og aðalatriðið sé að þaö sé íslenskt. Vörur fluttar fram og til baka Talið berst að flutningi matvæla á milli Akureyrar og Reykjavíkur en um nokkurt skeiö var allur bjór sem framleiddur var á Akureyri fluttur suður, að meðtöldum þeim bjór sem átti aö fara á markað á Norðurlandi. Hann var síðan keyröur aftur noröur. Þetta mun hafa verið vegna tækni- legra vandamála í innkaupa- og dreifingar- kerfi ÁTVR og átti ekki aö vara nema í nokkrar vikur en hélst samt í nokkra mánuði. Friðrik nefnir fleiri dæmi um að matur sem framleiddur er á landsbyggöinni sé fluttur suður þaöan sem hann er aftur keyröur út á land, Friðrik segir aö hér vanti tilfinnanlega markaði þar sem bændur geta selt beint til neytenda. Þannig fengju neytendur ferskari vöru auk þess sem varan væri ekki búin að ferðast langar leiðir. íslenskar afurðir góðar Ekki er hægt aö fjalla um svæðisbundna matargerð án þess að vfkja talinu að íslenskum landbúnaði. Friörik er hrifinn af íslenskum landbúnaðarvörum en hann segist sakna meiri frumleika. Eins finnst honum miður þegar matvælaframleiðendur hringla meö hugtök sem valda misskilningi og eru stundum beinlínis röng. Hann tekur skinku sem dæmi. „Skinka, sem er eins og skinka á að vera, heitir lúxusskinka eða eðalskinka. Þegar hins vegar er búið að taka skinkuna og hakka hana og bæta töluverðu magni af vatni við þá kallast hún skinka". Það sama má segja um kúluís sem gjarnan heitir ítalskur ís. íslenski ísinn á þó kannski ekkert sameiginlegt með ítalska ísnum". Mozzarella og Smoothie Friðrik nefnir dæmi um islenskar afurðir sem heita erlendum nöfnum og bendir á að slíkt sé alger óþarfi. „Islenskur mozzar- ellaostur sem framleiddur er á Sauðárkróki gæti einfaldlega heitið Tindastóll og Napoli-skinka og Rioja-skinka ættu að bera einhver íslensk heiti. Viö getum verið stolt af framleiðslu okkar og mættum alveg vera aðeins frumlegri þegar kemur að nafnavali og hætta að nota misvísandi hugtök". Taliö berst að drykknum Smoothie sem er gott dæmi um alíslenskan drykk sem ber erlent heiti, auk þess sem smoothie er í raun ávaxtadrykkur á meðan hinn íslenski Smoothie er mjólkurdrykkur. Seljum íslenskan mat á Islandi Friðrik segir aö íslensk matargerð sé góð landkynning sem við eigum aö nýta okkur enn frekar. Honum finnst of mikil áhersla lögö á útflutning. „Viö eigum að framleiða betur, en nú snýst allt um magn. Nú á að fara að kynbæta kúastofninn til að fá meiri mjólk. Við eigum alveg nóg. Við eigum að framleiöa Friöriksýnir kollega sýnum íslensktskyr. gæöavörur og vera stolt af þeim en þetta snýst ekki um að sigra heiminn. Islensk matargerð getur veriö frábær landkynning en það er erfitt og kannski óraunsætt að ætla að flytja út landbúnaöarafurðir þannig að þaö hagnist einhver á því". Friðrik segir að það sé ákveðin lausn að fá einkarétt á afurðinni skyr og láta framleiða hana erlendis, „en við eigum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að framleiða góðar vörur fyrir innanlandsmarkað og flytja frekar inn fólk sem kemur gagngert hingað og borðar ferskan og góöan mat sem er framleiddur á staönum". Eða eins og einn matreiöslumaðurinn orðaði það svo vel á Ítalíu: „Matur á aö ferðast eins lítið og mögulegt er en fólk á aö ferðast mikið og borða góðan mat". BP Offitufaraldurinn ekki í rénun Ný skýrsla frá breska heilbrigðismálaráöuneytinu gerir ráð fyrir aö árið 2010 muni þriöji hver fullorðinn og fimmta hvert barn í Bretlandi þjást af offitu. Þetta þýðir að 13 milljónir fullorðinna, fleiri konur en karlar, munu þjást af offitu og að aðrar 15 milljónir munu verða of þungar. Ýmsir alvarlegir sjúkdómar eru fylgifiskar offitunnar þannig að þessi þróun hefur í för með sér aukinn kostnað hins opinbera í heilbrigðismálum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt til aðgerða svo sporna megi við þróun- inni. Aströlsk börn fitna Áhyggjur af offitufaraldrinum eru ekki einskorðaðar við Bretland og í Ástralíu hefur fjöldi of feitra barna tvöfaldast síðan 1985. Ástralía er auk þess eina landið í heiminum þar sem offita meðal barna eykst hraðar en meðal fullorðinna. Coea Cola í Ástralíu mun af þessum sökum setja nýjar merkingar á gosdrykki sína þar sem hitaeiningafjöldi kemur fram framan á flöskunni. Fyrirtækið vill með þessu axla ábyrgð og auðvelda neytendum að taka meðvitaða ákvörðun, að því er kemur fram á heimasíðunni www.makeeverydropmatter.com.au.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.