Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 6

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 6
Þekking: Markferðin er ferð með sérstöku markmiði. Markmiðin geta verið ýmisleg, t-d. aö kom- ast á vissan stað, skoða jarð- myndanir, sögulega staði eða þ.h. Þetta veitir þekkingu. Minning: Hópur sem fer í margar markferðir á ríkan minn- ingasjóð. Alltaf er gaman að sitja við varðeld eða bara yfir kakóbolla og ausa úr þeim sjóði. Til eru margar tegundir mark- ferða. 1 frumbyggjamarkferð ferð þú með eins lítið og mögulegt er. Fyrir fornleifaferð er ágætt að hafa kynnt sér hlutina smávegis áður. í skoðunarferð er hægt að skoða allt sem verður á vegi manns, og þetta gerir þú líka ef þú ert í sérstakri náttúru- skoðunarferð. Þá eru margir möguleikar. Erlendis er nokkuð um sporamarkferðir, þar sem spor dýrs eru rakin, það greint, stærð þess og hraði og annaö atferli þess. Einnig eru sér- stakar fuglamarkferðir. Meng- unarferðir eru líka til. Þá fer hópurinn og athugar mengun £ vatni eða á gróðri og safnar upplýsingum. Labb-rabb-mark- ferðir eru það þegar hóparnir skipta sér og fara mismunandi leiðir að sama takmarkinu. Þarna er hægt að athuga hlust- unarskilyrði á leiðinni og fleira. 1 myndamarkferð eru allir með myndavél og eftir ferðina er auðvitað myndasýning í skáta- heimilinu á myndum sem þið hafið sjálf unnið. Síðan eru pósta- markferðir sem eru um leið góð- ar áttavitaæfingar. Það sama er aö segja um keppnismarkferð- ina, en þá keppa hóparnir um það að komast fyrstir £ nátt- stað. Það sem gera þarf áður en lagt er af stað. 1. Leggja leiðina nákvæmlega, gera tfmaáætlun og ákveða nokkurn veginn hvar nátt- staðir eru. 2. Gjarnan að leita upplýsinga um svæðið sem fara á um. Bæði er þá um að ræða bækur Ferðaféla^s íslands og við- töl við þa sem farið hafa um svæðið áður. 3. Setja upp ferðaskýrsluna(£ töfluform) og dagbók og gera eins mikið og hægt er fyrir- fram af þessu. Vera viss um að skýrslan verði færð rétt. 4. Setja upp dagskrá ferðarinn- ar. Þó að mestur tfminn fari e.t.v. £ göngu, hjól eða þ.h. þá verða að vera aðrir dagskrárliðir. 5. Skipuleggja farangurinn. Sjá til þess að allir séu með það sem þeir eiga að hafa með sér og endilega að sjá um að rétt sé sett ofan f bakpokann og að þeir séu ekki of þungir fyrir hvern og einn. 6. Setjið matseðilinn saman. Hafið hann þannig að ekki þurfi mikið af eldunaráhöld- um. Gaman er að hafa mat- inn dálftið frumstæðan, en ^að verður að vera næring í honum. 7. Undirbúið hvernig hægt er að leysa mismunandi verk- efni sem hægt er að fá á leiðinni. 8. Verið viss um að nánustu ættingjar þeirra sem fara X ferðina viti hvað er um að vera, leiðina sem farin er, og tímaáætlunina. Hér hefur verið stiklað á stóru og margt er það sem alls ekki kemur fram. Mikið er hægt að lesa um markferðir og eru til dæmis nýlega komnir á skrifstofu B.I.S. nokkur eintök af tveim bæklingum, en það er norski bæklingurinn Hike sem gefinn er út af NSF og S-Vildmark gef- mn ut af DDS. (Samið með hliðsjón af norska bæklingnum Hike.) 6

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.