Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 7

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 7
í erlendum tímaritum, sem fjalla um hjálp í viðlögum, hefur að undanförnu verið lýst aðferð til hjálpar, ef matarbiti hrekkur niður í barkakýlið og hindrar öndun. Hiin felst í því að sjúklingurinn beygir sig í rétt horn um mjaðmirnar og lætur handleggina hanga beint niður. Björgunarmaðurinn stillir sér bak við hann, beygir sig fram yfir bakið á honum og heldur utan um hann með báðum handleggj- um og tekur höndum saman, eins og myndin sýnir. Þá þrýstir hann að rifjunum og bringubein- inu með þéttu, jöfnu og snöggu átaki. Við þetta þrengist brjéstholið og loftið í lung- unum þjappast saman, en um leið skýst bitinn upp og útúr mann- inum "eins og korktappi úr loftbyssu" að sögn sænska læknis- ins Göran Haglund. jqN ODDGEIR JÓNSSCN STARFSþRAUT 75 XII.ÞRAUT KENNSLUKVÖLD Sveitin skal halda kennslukvöld þar sem hún tekur fyrir eitt- hvað ákveðið atriöi. Lengd kvöldsins skal vera 2-4 tímar. Fjöldi þátttakenda skal vera 10 eða fleiri meðlimir fél- agsins, þá ekki sveitarinnar. Fyrir lO.júní skal sveitin senda skýrslu til Starfsþraut III c/o Bandalag ísl.skáta, Blönduhlíð 35 Reykjavík. Þar sem fram kemur: 1. Hvað var kennt og hvernig kennslan fór fram. 2. Fjöldi þátttakenda og meðal- aldur. 3. Hverjir leiðbeindu. 7

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.