Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 18

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 18
 F 'l D 'O Leikþáttur í einuatriði. Leikendur: Maður meó byssu um öxl. "Hundur", (ylfingur skríðandi með snæri um hálsinn). Maður í bíl. (Bíll- inn er átbúinn af fjórum ylfingum, (hjúlin), og einum stdl). Leiksvið: Gatan. Bílstjórinn kemur akandi inn með mótorhljóði, sem hann framleiðir sjálfur. Hann flautar í ímyndað horn, bremsar, stöövar vagninn, lýkur upp hurðinni og stígur út. Hann hneigir sig fyrir áhorfend- um og kynnir sig: "Ég er maður, þetta er bíllinn minn". (Með fínum handatilburðum). Maöurinn meö hundinn kemur inn frá hinni hliðinni, snýr sér að áhorfendum og kynnir sig: "Ég• er maður; þetta er hundurinn minn hann Fídó". (Með fínum handatilburöum). Bílstjórinn fer inn í bílinn, man eftir að loka dyrunum, startar með viðeigandi tilburð- um og ekur hægt í áttina til mannsins. Um leið gengur maður- inn með hundinn hægt í áttina til bílsins. Bíllinn ekur yfir hundinn, hann bremsar. Hundurinn deyr með háum hljóð- um, og teygir hendur og fætur upp í loft. Bílstjórinn kemur út úr bílnum og segir afsakandi: "Fyrirgefið, herra minn, að ég skyldi aka yfir hundinn yðar. Ég vildi ógjarnan blanda lögregl- unni í þetta, svo - að - gætum 18 við ekki gert þetta upp okkar í milli?" (Tvístígur vandræðalega). "Væruð þér ánægður með fimmtíu krónur?" Hann tekur veskið sitt og borg- ar manninum, sem horfir alveg steinhissa á hann og hundinn. Loks tekur hann við peningunum og segir: "Já, viö skulum láta þaö gott heita". Bxlstjórinn fer inn í bílinn, maðurinn ætlar að halda áfram, en bílstjórinn hrópar til hans: "Augnablik, ég gleymdi að biöja yður fyrirgefningar á, að ég skyldi eyðileggja veiðiferðina yðar". Maðurinn: "Veiðiferðina mína? Hvað eigið þér eiginlega við?" Bílstjórinn: "Nú, ætluðuð þér ekki að fara á veiðar? Þér voruð-'þó með hund og byssu?" Maðurinn: "Nei, nei. Ég ætlaði bara út að skjóta hann Fídó". V E R Z L U N Leikþáttur í einu atriði. Leikendur: Jón, klæddur eins og bóndi, með staf og pípu. Pétur, klæddur eins og verzlunarmaður. Hann hefur körfu meö kartöflum. Leiksvið: Gatan. P: Góðan daginn, Jón. Hvernig gengur það? J: 0 - - svona nokkurn vegin. Það er þessi bölvuð gigt í fótunum. frh. á bls. 26

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.