Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 20

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 20
STOFNUN SKÁTAFELAGA í NtJUM BORGARHVERFUM. STEINUNN HARDARÐÓTTIR, Vfða í Evrópu hefur þaö mikiÓ verið rætt, hvernip hefja skuli skatastarf £ nýjum borparhverf- um. Á íslandi er aðeins ein borg og hún ekki stór. Vandamálið er þvf ef til vill nýtt hér, en þó ekki óþekkt. í Breiðholti tókst að koma á fót skátafélagi um leið og hverfið byggöist, en þ'að kostaði mikla vinnu þeirra sem að því stoðu. í Árbæ, sem er eldra hverfi, hefur ekki enn tek- ist að stofna skátaféla^. Ný hverfi rxsa nú óðfluga x borg- inni og er því mikilvægt að vera viðbúinn að hefjast handa strax ocr tækifæri gefst. Fylgjast þarf með tilraunum og umræðum í öðrum löndum, kynna sér stofnun nýrra skátafélaga þar og helstu hindranir er verða á veginum. Úti á landsbyggðinni reynist einnig erfitt að hefja skáta- starf, og ekki síður að halda því gangandi. Þó aðstæður í þorpi og borp séu að mörgu leyti ólíkar, má benda á svipaðar orsakir fyrir litlu eða engu skátastarfi. Ég mun fljótlega ræða nánar um þetta atriði. Það eru því ekki einpöngu Reykvík- inpar sem, hafa not af reynslu annarra bjóða varðandi skáta- starf í nýjum borgarhverfum. Á Evrópuráðstefnunni fjall- aði einn umræðuhópur um þetta mal sérstaklega. Þátttakendur í honum töldu að þegar í stað yrði að hefja markvissa leit að viðeigandi lausn vandans. Allir urður þeir og samm- ála um, að stofna þyrfti sem fyrst skatafélög, í úthverfum borga, ef þau væru ekki.til staðar. Staðreyndin er sú, að hingað til hefur ekki verið unnið að þessum málum sem skvldi. Stafar það ef til vill fremur af venmáttarkennd þeirra er við bað plíma, en vilja Xeysi. Verkefnið er stért og vandamál og hindran- ir blasa hvarvetna við. Einkenn- andi er, að allir sem hafa reynt að takast á við vandann, reka sig á þekkingarskort og þorf fyrir félapsfræðilega undirstöðu. Var því talið mikilvægt að gerð yrði visindaleg rannsókn á gerð og eðli hinna nýju borgar- hverfa er fjallað væri um. Einnig þvrfti skátahreyfingin að safna að sér upplýsingum um borgir. skipan beirra op upp~ byggingu. Hópurinn taldi að hvetja þyrfti öll skátabandalög £ Evropu til að leggja áherzlu á stofnun skátafelaga f úthverf- um. Þannig yrðu þau reynslunni rikari á næstu ráðstefnu og gætu þá, skipt á upplýsingum og skoðunum. Það þótti eðlilegt að Evrópulöndin miðli hvort öðru af reynslu sinni og þekkingu, enda vandamál flestra nokkuð svipuð. - Eftirtalin atriði virtust öllum sameiminleg og eru að mfnu mati þau sömu op blasa við landsbyggðinni hér. 1. Skortur er á hæfum aðilum til að undirbúa stofnun skátafél- ags. 2. Erfitt reynist að fá almenna foringja f hið nýja félag, op að veita þeim viðunandi þjálf un. 3. Skortur er á húsnæði og efna- hagslegri undirstöðu. 4. Það virðist vera vandkvæði að virkja foreldrana í hverfunum. Það þótti vænlegast til árang- urs, varðandi skjótar aðgerðir af hálfu Evrópuráðanna, að leggja fyrir þau ákveðnar tillögur og voru þær eftirfarandi: 20

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.