Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 10
1 tilefni landsmótsins sl. sum- ar, voru valdir og smlóaðir ýmsir eigulegir minjagripir, sem selja átti mótsgestum á mótstíma. Þessi háttur hefur verið á um mörg undanfarin landsmót. Um er að ræða skeið- ar, prjónmerki og ermahnappa úr silfurpletti og ýmsa aðra muni með merki mótsins. Vegna mistaka komust ofantaldir minja- gripir ekki tímanlega til lands- ins, en mikið var um þá spurt, enda vinsælir til söfnunar. Margir hafa lagt metnað sinn í að safna ýmsum munum, sem sárstaklega hafa verið gerðir fyrir landsmót undanfarinna áratuga og hafa þannig eignazt skemmtilegt safn minjagripa. Vegna þessa áhuga manna var ákveðið, þegar minjagripirnir loks bárust til landsins - eftir mót - að leysa þá út og bjóða til sölu, þó að seint væri. Sala hefur gengið stirðlega til þessa. Margir hafa ekki áttað sig á því, að munirnir eru komnir til l^ndsins, og of lítið hefur veriö gert að því að aug- lýsa þá til sölu. Nú er tæki- færif Minjagripirnir fást í Skátabúðinni og hjá BlS, Blöndu- hlíð 35. ðhætt er að mæla með minjagripunum, sem eru afar fallegir. Þó að fermingum sá að mestu lokið, getur verið gam- an að koma fermingarbörnunum að óvörum og gefa þeim einn eða fleiri þessara eigulegu minja- gripa að afstaðinni fermingu. Auk þess eru þetta hinar skemmti- legustu sumargjafir, hvort sem er til foreldra eða barna. Margir hafa spurt um afkomu og fjárhag mótsins. Það er ekki nema eölilegt. Flestir líta svo á,að landsmót eigi að vera skátastarfi í landinu lyftistöng, ekki aðeins vegna hins aukna áhuga, sem einstaklingurinn fær, heldur líka fjárhagslega. Það er ekki nema sanngjarnt, að öll sú óhemjumikla vinna,sem mótsstjórn og fjölmargir aðrir skátar inna af hendi til undir- búnings og við rekstur Xands- mótsins, sé metin til fjár og mótsgestir greiði fyrir þá þjónustu. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu,og því er ekki óeðlilegt, að endurgjald móts- gesta fyrir þá sjálfboðavinnu renni til skátahreyfingarinnar í landinu eða þeirrar starfsemi, sem hún hefur með höndum. Það þykir illa rekið fyrirtæki, sem ekki skilar ágóða, og enginn getur ætlazt til, að landsmót séu haldin í góðgerðaskini. Um það, hve mikill ágóðinn á að vera, geta svo verið skiptar skoðanir. Þegar rætt er um fjárhagsafkomu síðasta landsmóts, koma mörg atriði inn í myndina. Ekki er um það að villast, að landsmót- ið hefur beint og óbeint skilið við mótsstaðinn verulega miklu verðmætari en hann var, bæði í eiginlegum og óeiginlegum verð- mætum. Hin eiginlegu verðmæti eru fleiri fasteignir, vatns- veita o.s.frv., en hin óeigin- Xegu eru t.d. landrækt og land- bætur og síðast, en ekki sízt, aukinn áhugi á staðnum. 10

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.