Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 15
Tjaldbúðum mótsins verður skipt í 10 undirbúðir, drúttskúta- búðir og alþjóöleg-ar yfirstjórna- búðir. Hverjar undirbúöir um sig eru reknar sem sjálfstæð eining með eigin stjórn, sem vinnur í nánu samstarfi við sveitirnar í undirbúðunum. Þátttakendum er skipt í 40 manna sveitir og hver sveit fær eigið svæði innan undirbúðanna, sem henni er vísað £, og býr um sig á afmörkuðu svæði, sem er um 800 fermetrar aö stærð. í hverri undirbúð eru þjónustu- stofnanir, svo sem pósthús, banki, verzlanir, símasjálfsal- ar og skrifstofur búðanna. Undirbúðunum er stjórnað af undirbúðastjórnum frá Norður- löndum. Þess vegna munu íslend- ingar stjórna einum undirbúðum af tíu. Þessar undirbúðir hafa verið nefndar Hékla, en allar undirbúðir bera landfræðileg nöfn frá Norðurlöndum. í Heklu- búöum verða um 1500 skátar, frá flestum þjóðum, sem þátt taka f mótinu. Tjaldbúðastjóri Heklu er Arnlaugur Guðmundsson. 1 síðasta hefti Foringjans var grein um Heklubúðir, og vonandi kemur meira síðar. Það er mik- ill misskilningur, að ísl. hóp- urinn verði allur saman í tjald- búð. Hópnum verður skipt í 40 manna sveitir, og sveitunum verður skipt á milli undirbúða. í dróttskátabúðum búa um 1500 norrænir skátar, piltar og stúlkur, allt upp £ 27 ára ald- ur, sem eru starfsfólk mótsins og aðstoða yfir- og undirtjald- búðastjórnir við hin ýmsu verk- efni, sem þar falla til. 1 hinum alþjóðlegu yfirstjórnar- búöum fær yfirstjórn staarri hópa svæði til afnota, þar sem hún getur unniö að stjórnunarstörf- um, tekið á móti gestum o.fl. 1 þessum búöum býr yfirstjórn mótsins nema tjaldbúðastjórn, þarna eru ýmsar sameiginlegar stofnanir, þarna er miðstöð upplýsingaþjónustu, gestamóttöku og tengsla við aöila utan móts- ins. Að lokum skulum við kynna okkur lftið eitt matseðil mótsins, eins og hann er ákveðinn £ dag: 29.7. h. Pylsur k. Spagetti með hökkuðu kjöti og pylsum 30.7. h. Kjötá*legg, vöfflur, sósa k. Fiskur, hrisgrjón, karrýsósa, blómkálssúpa 31.7. h. Kfnverskar pönnukökur, sósa k. Kjötkássa, kartöflumús, ávaxtabúðingur l. 8. h. Pylsur, hamborgarar, blómkál k. Kjötbollur, kartöflur, kjúklingasúpa 2.8. h. Rayktar pylsur, fiskstautar, kartöflumús k. Kjúklingur, kartöflur, salat, karamellubúðingur 3.8. h. Eggjakaka, geitarostur, pylsur k. Kjöt f hrísgrjónum, laukur, paprika, kjúklingasúpa 4.8. h. Pylsur, hamborgarar, blómkál k. Kjötbollur, kartöflur, kjúkl- ingasúpa 5.8. h. Pylsur, sósa k. írsk lambakjötkássa, ávaxta- súpa 6 .8 . h. Fiskur k. Kjöt, steikt í mylsnu, bakaðar kartöflur, appelsínur 7.8. h. Bananar k. "Jambjumbers" og "pottalukku- stappa" h: hádegisverður k: kvöldverður í gönguferðum er maturinn annar. Verði ykkur að góðu Bergur Jónsson 15

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.