Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 9

Foringinn - 01.06.1975, Blaðsíða 9
fundastarfsemi þannig að ein- hver fullorðinn stjórnar hersingunni, les fyrir þau fallegar sögur, sýnir kvikmynd- ir og lætur þau syngja, sem er að sjálfsögðu gott svo langt sem það nær. Hins vegar eru börnin venjulegast algerir þiggjendur, þau sitja bara og hlusta. Fólk virðist ánægt að vita af börnum sínum á slík- um stöðum, og óneitanlega er það notaleg tilhugsun að vita af þeim þar. En hver verða örlög æsku þessa lands ef hald- ið verður áfram að mata hana á slíku góðgæti og ekki fylgir í kjölfarið sú stefna skátahreyf- ingarinnar að gera unglingana að sjálfstæðum, ábyrgum einstakl- ingum? Ég er ekki bjartsýnn ef svo heldur fram. En hvaö getum við þá gert til breytinga? £g tel augljóst af framansögðu, aö foreldrar óski eftir fullorðnum sem ábyrgum aðilum í skátastarfinu og þátt- takendum í ferðum, og með því væri þessi vandi kannski leyst- ur. En okkur vantar alltaf fleiri fullorðna. Þá held ég að aukin leiðbeinenda- og fori- ingjamenntun sá örugglega leiö til úrbóta. Einnig fjölbreytt- ari útgáfustarfsemi. Og þá er ég kominn að nýju skátabókinni, en útgáfa hennar er vel úr garði gerð. Hins vegar er stóra, fallega skátabokin aðeins höfð heima. Hún er of verðmætur hlut- ur, fjárhagslega, til þess að hægt sá að nota hana í hinu virka skátastarfi. Hún er ekki skátabókin sem okkur vantaði fyrir skátastarfið. Okkur vantar enn jafn tilfinn- anlega og áður bók, sem hægt er að hafa með á fundi og í úti- legur. Bók, sem kennir nýj- ungar í samræmi við breytta tíma. Því miður hef ég ekki "patent" lausn á því efni, sem ág hef rabbað um í þessu greinarkorni. Hins vegar finnst mér ekki úr vegi að yfirstjórn skátahreyf- ingarinnar í landinu geri úttekt á stööunni í dag, geri dæmið . upp og sjái hvort það er nógu hagstætt. Ef svo reynist ekki vera, hvar kreppir þá skórinn að? Leitum að orsökinni. Kannski_er breytinga_þörf? Bragi Þórðarson, Akranesi. 9

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.