Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bœndablaðið 3 Heimsins stærsta peysa Töðugjöld verða haldin dagana 16. til 18. ágúst á Gaddstaðaflötum við Hellgu. Þau hefjast á föstudegi með yfirlitssyningu kynbótahrossa og verðlaunaafhendingu og lýkur á sunnudegi. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana og má í því sam- bandi nefna hesta- og flugu- sýningar, kraftakeppni með nýstárlegu sniði, landskeppni í plægingum og búvélasýningar. Leiktæki verða fyrir böm. Á laugardag verður smala- hundasýning og um kvöldið grillveisla þar sem matur verð- ur seldur á vægu verði. Dans- leikur er á laugardagskvöldið en unglingaball á föstudags- kvöldið. Góð aðsókn að hrossabraut Hólaskóla Aðsókn að hrossabraut Hólaskóla skólaárið 1996/ 1997 er mjög góð og meiri en hægt er að anna. Námið tekur eitt ár og stendur saman af grunnfögum s.s. hagfræði, jarðrækt, líffræði, fóðurfræði og hrossakynbótum auk þess sem mikil áhersla er lögð á grunnreiðmennsku, tamningar og þjálfun hrossa. Verkleg kennsla og vinna með hross skipar eðlilega stóran sess í náminu sem lýkur með 12 vikna verknámi nemenda við tamningar á tamninga- stöðvum og hrossaræktarbúum. Standist nemendur tilteknar kröfur útskrifast þeir sem bú- fræðingar og fá einnig frum- tamningagráðu skólans og Félags tamningamanna. Ullarvinnslan í Þingborg í Flóa og Húsdýragarðurinn í Þing- borg ákváðu að vinna saman við að kynna íslensku ullina helgina 12.-15. júlí síðast- liðinn. Sýnd voru vinnubrögð við úrvinnslu á ullinni t.d. kembing, ofanaftekt, spuni, rúningur með gömlu sauða- klippunum og flókagerð. Unnir voru fánar allra Norðurlanda í flóka. Ullarhópurinn ákvað að gera stóra peysu úr hand- spunnu bandi og skyldi hún ekki verða minni en 3 m2. Allar konur sem tök áttu á, að taka þátt, áttu að pijóna úr hand- spunnu bandi bút sem mátti vera af hvaða stærð sem var, hvaða munstri og hvaða lit sem hver og ein kona ákvað. Þar sem þær ætluðu sér tvær vikur til að vinna verkið buðum þær Ullarselinu á Hvanneyri að taka þátt í peysunni svo hún gæti orðið enn stærri. Vel var tekið í boðið. Allir prjónuðu sem gátu og komu alls 47 manns í allt að spunanum, pijóninu og saumaskapnum. Fleiri komu með góð rað. I lok júlí kom fólk saman með alla búta í Húsdýragarðinum í Þingborg. Fulltrúar Ullarselsins komu og hafist var handa upp úr klukkan eitt á laugardag að merkja stærð peysunnar á gólfið, raða saman bútum og sauma saman. Saumað var sleitulaust til klukkan 7 um kvöldið. Byrjað var klukkan 9 á sunnudagsmorgni og verkinu lauk ekki fyrr en klukkan 7 um kvöldið. Ljóst má vera að þetta er gífurlegt þrekvirki. Mikil vinna liggur í peysunni og ekki síst verðmæti í bandi. Markmið Þingborgar og Guðmundur Hallgrímsson og Gunnar Kristjánsson sáu um mælingar og útreikninga og urðu niðurstööur eftirfarandi: 47 manns komu að verkinu þar af 2 karlmenn. Stærð peysunnar við verkiok var 9.33m2 en þaö mun vera u.þ.þ. 9 stórar karlmannapeysur. Vegna þyngsla mun hún stækka við að hanga uppi. Armlengd er 6m og síddin er 3m. Lykkjufjöldi er á bilinu 550.000 til 590.000 (reiknaöur meöalfjöldi er 592.381). Umferðir eru 1.875. í peysuna þarf reyfi af 15 kindum, þá er aöeins talaö um bestu ullina, þvegna eða u.þ.b. 1,5 kg pr. kind. Verkiö tók 18 sólarhringa en það gerir 9,2 klst/mann. í peysunni eru 179 þútar sem saumaðir voru saman með svörtu handsþunnu bandi. Bandiö í peysuna er á bilinu 20 - 25 kg. Miöaö viö að bandið sé 22,5kg er verðmæti peysunnar 442.800kr. þar af nemur vinnuframlagiö 172.800 kr. og efniskostnaður er 270.000 kr. Ullarselsins hefur verið og mun alltaf vera að halda heiðri íslensku ullarinnar á lofti, kynna hana og gera fólki Ijóst þvílíkt verðmæti hún er með réttri meðferð. Þetta átak er eitt af þeim uppákomum sem við höfum framkvæmt til að fylgja þessu eftir. Vert er að minnast Keppninnar Ull í Fat sem haldin var að Stóra-Ármóti haustið 1994. Næsta keppni verður á landbúnaðarsýningunni á Hvann- eyri 1997. Peysan kemur til með að vera til sýnis til skiptis við Þingborg og Ullarselið og er hún nú við Þingborg. Hugmynd hefur skotið upp að gefa fyrirtækjum kost á að nota peysuna til auglýsinga ef um semst þar sem þetta er heimsins stærsta peysa. Haft hefur verið sam- band við Heimsmetabók Guinnes og voru jákvæðar undirtektir hjá þeim. Peysan er ekkert smásmíði. Rita og Ásta mcela sig við peysuna. Vistfræði og uppgræðsla lands Sttíðva parf hraðfara jarðvegs- og grððureyðingu Sigurður H. Magnússon, gróð- urvistfræðingur á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, stund- ar vistfræðirannsóknir, einkum í tengslum við landgræðslu. Hann hefur sérstaklega fengist við rannsóknir á landnámi plantna og gróðurframvindu, einkum þeim þáttum sem ráða því hvort gróðri tekst að nema land eða ekki, svo sem á örfoka eða nýju landi. í umhverfismálum segir Sig- urður að meginmáli skipti fyrir okkur íslendinga að stöðva alla hraðfara jarðvegs- og gróður- eyðingu. Áð því loknu sé fyrst kominn tími til að græða upp örfoka mela. Hann telur að við uppgræðslu þurfi að taka sérstakt tillit til náttúruvemdarsjónarmiða, en öll uppgræðsla breytir ásýnd lands mjög mikið. Því skiptir miklu máli að þekkja sem best hvaða áhrif uppgræðsluaðgerðir munu hafa á framtíðarþróun gróðurs þar sem ætlunin er að græða upp land. Mörg svæði hafa lítið breyst öldum saman Að sögn Sigurðar ráða upphafs- skilyrði á örfoka landi miklu um hvort land grær upp af sjálfu sér eða ekki. Hérlendis er t.d. að finna mörg svæði sem lítið hafa breyst öldum saman meðan önnur gróa upp á tiltölulega skömmum tíma. Einnig er sérstakt hér að skilyrðin eru oft það erfið að plöntur sem fyrst nema land hafa yfirleitt jákvæð áhrif á frekara landnám. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að landnemamir mynda skjól og binda yfirborð jarðvegs sem gerir meira en að vega upp á móti neikvæðum áhrifum sem fyrstu landnemamir geta haft á landnám annarra plantna, t.d. vegna samkeppni um næringu, vatn og ljós. I flestum tilvikum stjóma fmmherjamir framtíðarþróun gróð- urs. Þannig geta öflugar tegundir eins og lúpína og snarrót haldið öðmm tegundum í burtu í langan tíma. Það er því mjög mikilvægt að fólk leiti ráða áður en það fer að græða upp og setji sér skýr markmið til þess að fylgja í uppgræðslu- starfinu. Hvers konar gróður- samfélög á að mynda? Eiga þau að vera sjálfbær eða er ásættanlegt að mynda vistkerfi sem ekki viðhelst til framtíðar öðmvísi en t.d. með endurtekinni áburðargjöf (tún)? Menn eiga ekki aðeins að nýta sér stóru drættina í iandslagi Sigurður segir að fólk eigi að nýta sér landslag og aðra staðhætti við uppgræðsluna. Ekki er rétt að nota sömu tegundir landgræðslu- plantna og sömu aðferðir alls staðar. Gróðurskilyrði em mjög mismun- andi eftir því hvar í landinu menn em staddir og í hvers konar lands- lagi. Og menn eiga ekki aðeins að nýta sér stóm drættina í landslaginu heldur líka þá minni, svo sem þúfur, steina og gróðurhnubba. Það getur skipt öllu máli fyrir lífslíkur lítillar plöntu hvar hún er sett niður - í skjóli við stein eða utan í þúfu. Þetta þýðir að miklu máli skiptir að uppgræðslumenn séu læsir á land, þ.e. þekki hvaða skilyrði henta best fyrir þær tegundir sem notaðar eru. Þannig getum við nýtt okkur lands- lagið til þess að koma upp gróður- samfélögum sem em aðlöguð að- stæðum á viðkomandi stað og falla vel inn í umhverfið. Það má t.d. benda á að ólíklegt er að hægt sé að mynda sjálfbæran birkiskóg uppi á hæð sem mikið næðir um meðan skógur gæti vel þrifist í lægð þar skammt frá. Innlendar tegundir verði sem mest notaðar Þá telur Sigurður mikilvægt að notaðar verði sem allra mest inn- lendar tegundir við uppgræðslu, einkum vegna þess að þær eru að öðm jöfnu vel aðlagaðar loftslagi, em hluti af náttúrlegum gróður- lendum hér á landi og stinga því ekki í stúf við annan gróður. Mikilvægt er fyrir uppgræðslu- menn að nýta sér þá þekkingu sem til er um uppgræðsluaðferðir og gróðurframvindu. Þetta er sérstak- lega áríðandi í ljósi þess að nú vinn- ur fjöldi manns við uppgræðslu; sjálfboðaliðar, bændur og aðrir sem í sumum tilfellum hafa litla reynslu og þekkingu á vistfræði og og sjá því illa fýrir afleiðingamar af þeim aðgerðum sem þeir hafa komið af stað./

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.