Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 10
10 Bœndablaðið Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Fiskeldi Á tímum samdráttar í hefðbundnum landbúnaði hefur verið leitað leiða til að örva atvinnulífíð og spoma við fólksflótta úr sveitum landsins. í því sambandi hefur verið bent á bleikjueldi sem mögu- lega atvinnugrein sem stunda megi samhliða öðmm störfum, til að bæta það tekjutap sem blasir við mörgum. En hverjar em forsendur þess að hægt sé að gera bleikjueldi að umtalsverðum búhnykk fyrir bændur og aðra? Sölu- og markaðsmál íslendingar framleiða um 40% af eldisbleikju í heiminum, eða um 470 tonn á síðasta ári. Stærstur hluti framleiðslunnar kemur frá stómm stöðvum sem framleiða meira en 30- 50 tonn. Hlutur smærri framleiðenda hefur vaxið hægt og er frekar rýr í þeirri framleiðsluaukningu sem orðið hefur milli ára. Hveijar em ástæður þess? Allmargir hafa sótt námskeið í bleikjueldi undanfarið til að kynna í bleikjueldi (og öðm fiskeldi) hafa menn þurft að afsetja sína vöm sjálflr. Hins vegar em takmörk fyrir því hvað bóndi sem framleiðir fáein tonn af bleikju getur lagt mikla orku og ijármuni í markaðsmál. Þessir framleiðendur verða því að fá stuðning með einhveijum hætti eða styðja hver við bakið á öðmm. Stóm framleiðend- umir hafa sína markaði og sinna þeim eftir bestu getu með jöfnu framboði af fiski sem er af góðum gæðum. Söluhorfur á bleikju hjá þessum aðilum virðast vera nokkuð góðar um þessar mundir. Þessir framleiðendur hafa lítinn áhuga á að selja físk fyrir aðra nema tryggt sé að gæðin séu í lagi og umbeðin pöntun standist. Þeir geta ekki tekið áhættuna á að þeirra kaupendur kvarti vegna framleiðslu annarra. Því er ekki einfalt fyrir litla framleiðendur að komast inn í sölukerfi þeirra stóru. Markaðurinn gerir kröfur sem þarf að uppfylla. Ólafur Sigurgeirsson er leiðbeinandi í fiskeldi við Hólaskóla Bændablaðið/ÁÞ Fiskeldi er m.a. stundað á Kirkjubœjarklaustri en þar er þessi mynd tekin. sér ýmis líffræðileg og tæknileg atriði varðandi bleikjueldi. Þó þessir þættir séu mikilvægir ber allt að sama bmnni að lokum. í raun og vem er tilgangslaust fyrir menn að hefja eldi á bleikju nema hafa ein- hverjar hugmyndir um hvað þeir ætla að gera við afurðirnar sem þeir framleiða. Staðreyndin er sú að margir smáir framleiðendur hafa lent í erfiðleikum með að selja sína fram- leiðslu, jafnvel þó hún sé ekki nema fáein tonn. Heimamarkaður, sem oft em hótel eða ferðaþjónustuaðilar, geta ekki tekið við nema tak- mörkuðu magni. Þó gera megi ráð fyrir að hægt sé að auka sölu á innanlandsmarkað eitthvað blasir við að koma þarf bleikjunni á erlenda markaði. Eins og sölumálum er háttað í hefðbundnum landbúnaði hafa flest- ir bændur verið rifnir úr tengslum við markaðinn. Þá hefur lítið varðað um hvað verður um lambið eftir að það er komi upp á sláturhúsbfiinn. Þeir hafa því litla reynslu í að koma sinni framleiðslu á ffamfæri. Auk þess er meðferð á ferskum fiski mörgum framandi. Enginn fer í samstarf nema huga fyrst að eigin hagsmunum en síðan að hagsmunum annara. Hagsmunir stórra og lítilla framleiðenda fara því ekki að öllu leyti saman. Þó hlýtur það að vera markmið allra að framleiða fyrsta flokks vöru og fá þar af leiðandi hátt verð fyrir hana. Stuðningur í Bændablaðinu þriðjudaginn 11. júní kemur fram að landbúnaðar- ráðherra hafi lagt til við ríkis- stjómina að veitt verði heimild til lánveitinga vegna tækniþróunar og framleiðniaukandi aðgerða í fisk- eldi. Auk þess er lagt til að heimilað verði að afskrifa eldri rekstrarlán sem nokkur fyrirtæki fengu 1991 og 1992. Stóru fiskeldisstöðvamar eru burðarásinn í íslensku fiskeldi. Því er margvíslegur stuðningur við þær af hinu góða meðan atvinnugreinin er að festa sig í sessi. Þó þarf að gæta þess að fyrirgreiðslan sé innan eðlilegra marka og fyllsta réttlætis sé gætt. Ef auka á stuðning við at- vinnugreinina má ekki gleyma smáu framleiðendunum. Þeir þurfa einnig á aðstoð að halda til að hlutur þeirra í væntanlegri framleiðsluaukningu geti vaxið. Margt smátt geri eitt stórt. Að fenginni reynslu í íslensku fiskeldi virðist einnig heillavænlegt að byija fyrst á að vera lítill áður en maður verður stór. ímynd fiskeldis í þjóðfélaginu er ennþá fremur neikvæð eftir gömul skipbrot og hún þolir ekki frekari áföll. Hverskonar stuðning þurfa menn sem eru byrjaðir að fikta við fiskeldi eða em að velta fyrir sér mögu- leikunum? Vitanlega þarf fyrst að kenna mönnum hverjar em forsendur fyrir fiskeldi, bæði líf- fræðilegar og tæknilegar. Hinsvegar er til lítils að veija tíma og fjár- munum í fræðslu, kynbætur og rann- sóknir ef framleiðendumir sitja síðan uppi með fisk sem þeir eiga í erfiðleikum með að koma á markað- inn. Hvað er til ráða? Eðlilega gengur erfiðlega að markaðssetja afurðimar áður en þær verða tál. Því þarf leit að mörkuðum að haldast í hendur við fram- leiðsluaukninguna. Stóm framleið- endumir sjá um sig en hvað verður um þá smáu? Geta þeir bundist ein- hverskonar samtökum eða verður hver og einn framleiðandi að hugsa um sig? Hvaða umræður fóru fram um útflutningssölusamtök á síðasta þingi bændasamtakanna? Er hægt að selja eldisfisk um leið og kjötvömr? Er sala á eldisfiski kannski best komin hjá stómm og smáum söluaðilum sjávarafurða? Líklega eru ýmsir möguleikar fyrir hendi en engar “patent”-lausnir. Allt kostar þetta peninga og vinnu. Gæði vörunnar. Hvemig svo sem sölumálum er og verður háttað em mikil gæði og stöðugt framboð lykilatriði. Þama kreppir skóinn hjá smáu fram- leiðendunum. Þeir hafa fæstir nægi- lega góðar aðstæður til að slátra fiski og em oft ekki þjálfaðir í meðferð á fiski sem ferskleikavöm. Því vilja gæðin rýma og það gerist hraðar en menn eiga von á. Auk þess vilja smáir framleiðendur gjaman slátra megninu af sinni framleiðslu í einu, síðsumars og á haustin, eftir að sumarhitinn hefur verið nýttur til að ala bleikjuna en áður en hún verður kynþroska. Ef smáu framleiðendumir geta tryggt að frá þeim fari aðeins fyrsta flokks vara og ef hægt er að skipu- leggja sláturtíma og framboð betur er það trú mín að sjálfkrafa verði auðveldara að selja afurðimar hvemig svo sem að sölunni er staðið. Þeir framleiðendur og sölu- aðilar sem nú selja bleikju gætu þá jafnvel séð sér hag í að taka að sér sölu fyrir fleiri framleiðendur? Samstarf Eftir því sem smáum fram- leiðendum fjölgar verður samstarf þeirra meira aðkallandi. Ef þeir geta haft með sér samstarf um sölu geta þeir væntanlega einnig haft stuðning hver af öðmm á fleiri sviðum. Svæðisbundið væri hægt að koma upp sameiginlegri slátrunaraðstöðu, bæði til að nýta betur fjárfestingar, vinnuafl og auka atvinnu, en ekki síður til að geta tekið alfarið ábyrgð á og haft eftirlit með eigin fram- leiðslu. Svæðisbundið samstarf má einnig hugsa sér á fleiri sviðum, t.d. við seiðaframleiðslu og við innkaup á aðföngum og þjónustu. Það gæti eflaust aukið hagkvæmni í rekstri. Víða em álitlegar aðstæður til bleikjueldis hér á landi. Hver fram- þróunin í framleiðslunni og sölu- málunum verður veltur á ýmsu en kaupendumir hafa ævinlega síðasta orðið. Því má ekki gleyma. Bændablaðið/Valgeir F.v. Elvar, Hinrik M. Jónsson, Eysteinn og Guðrún. Fyrstu reið- kennararnir Laugardaginn 13. júlí voru fyrstu nemendurnir útskrifaðir með þjálfara og C-reið- kennarapróf Hólaskóla og Fé- lags tamningamanna. Fjórir nemendur stunduðu nám í vetur en þrír hafa nú lokið öllum prófum. Vel þykir hafa tekist til með þessa frumraun og luku próf- dómarar lofsorði á frammistöðu nemendanna í lokaprófunum sem vora mörg og ströng. Þau sem útskrifuðust em: Elv- ar Einarsson, Syðra-Skörðugili, Eysteinn Leifsson, Mosfellsbæ og Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir, Tjamarlandi. Það var svo Guðrún Ásdís sem hlaut hæstu meðaleinkunnina, 9.0, og fékk m.a. viðurkenningu Morgunblaðsins fyrir góðan náms- árangur. Trausti Þór Guðmundsson for- maður Félags tamningamanna sagði við útskriftina að þetta væri einhver merkasti áfanginn í sögu félagsins sem hefur það að markmiði að bæta tamningu og reiðmennsku á íslenska hestinum og hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu náms í hestamennsku og reiðmennsku á Hólum. Það stefnir í góða aðsókn að deildinni næsta vetur en kennsla hefst í janúar og stendur fram í júní. Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist þjálfun og þekkingu á reiðkennslu og upp- byggingu og þjálfun keppnishesta. Inntökuskilyrðin em að nemandinn hafi þegar lokið fmm- tamningaprófi Félags tamninga- manna og uppfylli a.m.k. eitt eftirfarandi atriða: a) búfræðings- próf, b) vera a.m.k. 25 ára og hafa mikla reynslu og sannanlega fæmi við tamningar og þjálfun, c) taka 5 vikna undirbúningsnám við Hólaskóla. Mmaður á Hvanneyri i pniitíu ár Bókasafn Bændaskólans á Hvanneyri er nú til húsa þar sem áður var mötuneyti nem- enda, í því sem heimamenn kalla “Skólastjórahúsið”. Þetta er stærsta landbúnaðar- bókasafn hérlendis og þar má finna margt merkra gripa. Hér hittum við Magnús Oskarsson sem starfað hefur hér í rúm 40 ár en lætur nú af störfum með haustinu og flytur þá frá Hvanneyri. I augum margra er hann óaðskiljanlegur hluti staðarins, því er ekki úr vegi að spyrja hann hvaða breytingar sem orðið hafi í hans tíð beri hæst. “Það er af mörgu að taka, en það var góð breyting þegar nýtt heimavistarhúsnæði var tekið í notkun og nýtt mötuneyti, ekki síst urðu mikil umskipti á umgengni nemenda. Samt sem áður finnst mér að nemendur hafi ekki breyst mjög mikið á þessum ámm.” -Hvaða minningar átt þú bestar héðan? “Ég hef alla tíð starfað hér með góðu fólki, sem hefur skilið eftir góðar minningar. Af einstök- um atburð- um þá var mjög mikill áfangi í mínum huga þegar nýtt rann- sóknahús var tekið í notkun.” -Átt þú þér draum Hvanneyrarstað til handa? “Það er trúa mín að í nálægri framtíð verði fæðuskortur árlegt vandamál svo og breytingar á vist- kerfi heimsins, því óska ég þess að skólinn beri gæfu til að mennta nemendur sína þannig að þeir hafi þekkingu og sveigjanleika til að takast á við vandamál fram- tíðarinnar þ.e. framleiða fæðu fyrir fólk.”

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.