Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið Þriðjudagur 13. ágúst 1996 neradi karlmennska Bændaferðir til Evrúpu í haust ískyggilegar fregnir um sí- minnkandi frjósemi karla hafa að undanförnu vakið ugg og undrun víða um lönd. Nýlegar danskar og skoskar rannsóknir virðast staðfesta að ástandið sé versnandi. Dönsku rannsóknirnar, sem ná til 15000 manna í 21 landi sýna að sæðisfrumum í ml sæðis hefur fækkað um 40% á síðustu 50 árum. Lökust er útkoman hjá karlmönnum fæddum eftir 1970 og munar 25% á þeim og karlmönnum fæddum fyrir 1959. Dönum fer mest aftur Mest hefur Dönum farið aftur, þar sem meðaltjöldi sæðisfruma í ml er aðeins 40 milljónir. í öðrum löndum er fjöldinn á bilinu 62-79 millj. en um 1940 var 100- 120 milljónir talið eðlilegt. Finnar skera sig þó úr, þar eru 114 millj. frumur í ml. og svipuð niðurstaða fékkst við rannsókn í Toulouse í Frakklandi en þetta eru undantekningar og skýringar á þeim ekki tiltækar. Eitthvað er skoðanir skiptar um ágæti rann- sóknanna en þorri vísindamanna virðist þó telja þær áreiðanlegar. Ekki er nóg með að sæðis- frumum hafi stórlega fækkað, vaxandi hluti þeirra er ónýtur, þær eru vanskapaðar, halalausar eða tvíhöfða og ófærar um að hreyfa sig. Um 1980 vísaði sæðisbanki nokkur í Þýskalandi 1,5% sæðisgjafa frá sem ófrjóum og 5,4% vegna lélegs sæðis. Nú eru tölurnar 9% og 48,5%. Ástæðan helst rakin til mengunar Fleira uggvænlegt hefur komið í ljós. Eistu manna virðast vera að smækka, vansköpun á kynfærum er algengari en áður og krabbamein í eistum sömuleiðis. Grunsemdir eru um að fjölgun brjóstakrabbameina og fleiri tegunda krabbameins ásamt minnkandi frjósemi kvenna á besta aldrei megi að einhveiju leyti rekja til sömu orsaka. En hverjar eru þær? Enn sem komið er veit það enginn. Nefnt hefur verið sem hugsanlegir orsakavaldar, reykingar, streita, útblásturs- mengun, of þröngur fatnaður, fíkniefnaneysla o.fl. En helst er nú hallast að mengun af völdum einhverra iðnframleiddra efna og er þar úr mörgu að velja. Skordýraeitur (DDT), dioxin og PCB eru efni sem liggja undir grun en vitað er að þau geta vald- ið vansköpun á kynfærum og dregið úr sæðisframleiðslu lægri dýra, (líklega má setja tribu- tyltinoxíð, sem hér á landi er algengt í fúavamarrefnum í þennan flokk). Hængir verða viðrini Hvað líklegust þykja þó ýmis efni sem notuð eru í iðnaði t.d. al- kylfenolefni og phtalatefni en þau og reyndar mörg fleiri eru talin geta haft hormónaverkun (estrog- enverkun) í líkamanum með því að setjast á “móttakara” sem þekkja og taka við hormónum. Aðurnefnd efni eru m.a. notuð í þvottaefni, liti, illgresiseitur, álnavöru, snyrtivörur, plaströr og umbúðaplast. Þau eru svo út- breidd að tæplega lifir nokkur lífi sínu án einhverrar snertingar við þau. Dýratilraunir hafa sýnt að phtalatefni geta skaðað karlkyns fóstur þannig að eistu smækka og dregur úr sæðisframleiðslu. I Englandi hefur komið í ljós að silungar (hængir) í grennd við afrennsli frá skolphreinsistöðvum verða oft viðrini, taka að þroska kynfæri hrygnu auk sinna eigin. Slíkt bendir til efnamengunar með hormónaverkun. Rannsóknir á þessu sviði eru enn skammt á veg komnar og veitir ekki af að gera betur. Haldi sem nú horfir verður varla nokkur karlmaður fær um að geta bam eftir 70 til 80 ár. En ekki er ólíklegt að þeir fáu sem það geta hafi þá ærinn starfa. Byggt á Time 18/3 1996 og Der spiegel 9/96. Þýskaland Flogið verður til Luxemborgar 26. október og komið heim 2. nóvember. Gist verður á sama stað allan tímann, þ.e. hjá vínbændum í litlu þorpi sem heitir Leiwen og er við Mosel. Famar verða skoðunarferðir 6 daga, en þær verða yfirleitt stuttar. Þar á meðal verður farið til Rúdes- heim við Rín, Bemkastel og Trier við Mosel, auk þess sem Lux- emborg verður skoðuð. Þá verður farið í heimsókn til bónda sem stundar lífræna búvömframleiðslu og annar bóndi heimsóttur sem er með stórt tæknivætt kúabú. Sameiginlegur kvöldverður verður flest kvöldin og margt sér til gamans gert. Ferðin kostar kr. 44.500 á mann. Innifalið er: Flug og skatt- ar, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, allur akstur og fararstjóm. írland Flogið verður til Dublínar 17. nóvember og komið heim þann 22. Frá Dublin verður ekið rakleiðis til vesturstrandarinnar og gist á góðu hóteli í miðbæ Galway fyrstu þrjár nætumar. Farin verður skoðunar- ferð suður til Shannon flugvallar sem lýkur með miðaldarveislu í Bunratty kastala. Þá verður farið í heimsókn til bónda, sem býr skammt frá Galway, sem býr með sauðfé og nautgripi. Frá Galway verður síðan farið aftur tíl Dublínar og gist á Burling- ton hótelinu síðustu tvær nætumar. Þar verður Dublínarkastali m.a. skoðaður. Ferðin kostar kr. 35.800 á mann. Innifalið er: Flug og skatt- ar, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, allur akstur og fararstjórn. Nánari upplýsingar veita Agnar og Halldóra hjá Bændasamtökum íslands í síma: 563-0300. Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt Spriklandi bleikjuseiði í Öræfum Bændurnir nota aðeins "hðæið" “Hér sérðu nýjasta bjargvætt íslenskra bænda”, segir Gísli Jónsson, bóndi á Hnappa- völlum í Öræfum, sposkur og bendir á spriklandi bleikju- seiði í kerjum sem hann og nágranni hans, Guðmundur Þórðarson, hafa nýlega fest kaup á. Fiskarnir eru 8.600 talsins og að ári liðnu eiga þeir að hafa náð hæfilegri stærð til frálags. Þeir Gísli og Guðmundur em sauðfjárbændur og hafa, eins og aðrir í þeirri grein, mátt þola fram- leiðsluskerðingar á undanförnum árum. í fyrrahaust hófu þeir undirbúning að bleikjueldi sem aukabúgrein, eftir að hafa kynnt sér helstu undirstöðuatriði hennar. “Við sóttum mikla visku til Vest- ur-Skaftfellinga sem hafa nokkurra ára reynslu í þessari ræktun og svo hafa ráðunautar Búnaðarsam- bandsins hér verið okkur til að- stoðar á ýmsan hátt”, segja þeir félagar. Stofnkostnaði hafa þeir haldið í lágmarki og stærsti útgjaldalið- urinn er seiðakaupin. Sjálfir smíðuðu þeir vatnsmiðlara og settu upp kerin sem fengin voru í Gufunesi. “Þetta eru gömlu kerin hans Össurar Skarphéðinssonar - háættuð kör”, segja Hnappvelling- arnir brosandi. Þeir ætla nú samt að mála þau í felulitum svo þau verði minna áberandi. En halda þeir virkilega að þeir geti rekið bleikjueldi fyrst ráðherrann fór á hausinn? “Já við gætum þess að fara varlega í sakimar og setja okkur ekki í skuldir”, segja þeir, hinir bjartsýnustu. Vatnið í körunum kemur úr svokölluðum Veitulæk sem sprettur upp í hlíðinni skammt fyrir ofan. Sá lækur hefur áður gegnt mikilvægu hlutverki fyrir Hnappvellinga því 1925 var hann virkjaður til raforku- framleiðslu og veitti ljós og yl í 4 bæi um áratuga skeið. Þá knúði hann tvær kommyllur um tíma, var notaður til áveitna á slægju- og beitilönd og við hann stendur gömul baðþró frá tímum fjárbaðana. Rennslið í læknum er mjög stöðugt árið um kring og þótt hitastigið sé í lægra lagi fyrir fiskeldið fer það aldrei niður fyrir 3 gráður. Frumkvöðull bleikjueldis í Öræfum er Sigurjón Jónsson Bændablaðið/gg Guðmundur og Gísli við vatns- miðlarann. bóndi á Hofi er setti upp lítið ker við bæjarlækinn fyrir tveimur árum og hefur ræktað bleikju með ágætum árangri, þótt í smá- um stíl sé. “Ég er nú bara með nokkur hundmð fiska, eins og er en slátra vikulega og sel í hótel hér í sveitinni. Bleikjumar héð- an þykja bragðgóðar og vatnið á sinn þátt í þvf’. Fjórði fiskeldisáhugamaður- inn í Öræfum er Sigurður Magnússon, bóndi og bókbind- ari á Hofi sem vinnur að því að koma upp aðstöðu fyrir þessa tegund búskapar. Búnaðarsamband A-Skaft- fellinga hefur haldið námskeið um bleikjueldi og nýtt m.a. með þeim hætti styrk sem Byggða- stofnun veitti út á þessar til- raunir Öræfinga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.