Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1
Blað II 0\»u1é\að Greiðslukort með beinni skuldfærslu og fjölmörgum öðrum kostum Einkakort ESSO er viðskipta- og greiðslukort, ætlað þeim einstaklingum sem hafa áhuga á föstum lánsviðskiptum við Olíufélagið hf. Kostirnir eru augijósir: •é Nú þegar er hægt að gjaldfæra beint af reikningi hjá Islandsbanka, Landsbanka eða Póstgíróstofunni J Sundurliðað viðskiptayfírlit er sent reglulega og einfaldar það bæði bókhald og skattframtal J Vikuleg gjaldfærsla tryggir afsláttarpunkta á sama hátt og Safnkort j Hægt er að nota kortið í sjálfsala ESSO-stöðvanna j Hvorki stofngjald né útskriftargjald Margvísleg fríðindi Olíufélagið hf -~50ára~ Umsóknareyðublöð með skýringum liggja frammi á bensínstöðvuniESSO ilýsingar veitir kortadeild Olíufélagsins hf. í síma 5f Bændahöllin við Hagatorg í Reykjavík er með þekktari byggingum í borginni. Því veldur án efa að þar er til húsa Hótel Saga, stærsta og veglegasta hótel landsins, og nýtir meginhluta hússins. Eigendur Bændahallarinnar og jafnframt Hótel Sögu eru Bændasamtök íslands. Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda réðust í þessa byggingu fyrir 40 árum og hún var tekin í notkun árið 1962. Um líkt leyti fluttu eigendurnir starfsemi sína í húsið og ýmsar fleiri stofnanir landbúnaðarins. Um áramótin !994/’95 sameinuðust BÍ og SB í Bændasamtök Islands. Samtökin hafa með höndum kjarabaráttu bænda og margvísleg sameiginleg málefni þeirra en auk þess annast þau leiðbeiningaþjónustu fyrir land- búnaðinn ásamt búnaðarsam- böndum í landinu. A vegum Bændasamtaka íslands starfa landsráðunautar í flestum greinum landbúnaðar og hafa þeir yfirumsjón með leið- beiningunum hver á sínu sviði. Notkun á tölvum verður sífellt mikilvægari við leiðbeiningar í landbúnaði. Búnaðarsamtökin reka tölvudeild sem annast hvers kyns skráningu, uppgjör og skýrslugerð er varðar landbúnað, auk umfangsmikillar hugbúnaðargerðar í þágu starfseminnar og einstakra bænda. Bændasamtökin reka einnig byggingaþjónustu og um- fangsmikla útgáfustarfsemi. Á þriðju hæð Bændahallarinnar er einnig til húsa Framleiðsluráð landbúnaðarins. Það var stofnað árið 1947 og hefur umsjón með búvöruframleiðslunni og verðlagningu búvara að svo miklu leyti sem um hana er samið. I Bændahöllinni er Lífeyrissjóður bænda einnig til húsa. Nokkur búgreinafélög hafa þar aðsetur, m.a. Landssamband kúabænda, Félag hrossabænda, Svínaræktarfélag Islands, Félag alifuglabænda og Æðarræktarfélag íslands. Þá hefur Landssamband hestamannafélaga þar skrifstofur sínar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.