Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bændablaðið 11 Fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Auk þess að vinna upp og koma á framfæri vönduðum upplýsingum um næringargildi matvæla hafa verið gerðar rannsóknir hjá Rannsóknstofnun landbúnað- arins (RALA) þar sem mæld eru ýmis aðskotaefni í matvælum. Aðskotaefni eru þau efni sem eru óæskileg í matvælum. Á RALA hafa þau verið mæld í mjólkurvörum og innmat lamba. Mælingarnar hafa staðfest hreinleika ís- lenskra landbúnaðarafurða og saman ferskt kjöt og kjöt sem hafði verið fryst. Þetta var gert til þess að vinnslustöðvar, veitingahús og neytendur fengju bestu fáanlegar upplýsingar um meðferð kjötsins fyrir matreiðslu. Tilraunir með loftdregnar og loftskiptar umbúðir Jafnframt er verið að kanna nýjar pökkunaraðferðir og gera mælingar á geymsluþoli á nýju kjöti. I því sambandi hafa verið gerðar tilraunir með umbúðir, t.d. loftdregnar og loftskiptar umbúðir og hversu lengi kjötið geymist í þeim án þess að tapa gæðum. Á síðustu árum hefur svo áherslan í gæðamálum verið að færast yfir í það að unnar eru upp vörulýsingar, ráðgjöf er veitt og að- stoðað við innra eftirlit íyrirtækja og stóreldhúsa, bæði í tengslum við útflutning og vöruinnkaup. Starfsmenn fæðudeildar hafa unnið fyrir opinbera aðila að mótun reglugerða um kjötmat og innihald kjötvara, s.s. kjötmagn, fitu o.fl. Bændablaðið/ÁÞ Starfsmenn fceðudeildar RALA við bragðprófun. eru okkur mjög mikilvægar. Þetta eru upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir neytendur, heilbrigðisyfirvöld, vinnslustöðvar og yfirvöld í öðrum löndum.Samanburður við sambærilegar erlendar vörur hefur verið okkur mjög hagstæður. Áhersla lögð á gæði og þróun íslenskra afurða Næringarefnatöflumar, sem eru í raun gagnasafn um efnainni- hald matvæla, em gmnnur fyrir þróun á nýjum matvælum. Á fæðudeild RALA er mikil áhersla lögð á gæði og þróun íslenskra af- urða. Þær rannsóknir hófust með því að sérfræðingar fóru í sláturhús og mældu hita og sýrustig í kjöti fyrir frystingu við mismunandi hitastig til þess að geta gefið út leiðbeiningar um bestu meðferð kjötsins. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir kæliherpingu sem gerir kjötið seigt. Einnig voru könnuð áhrif grisju og plastpoka á frystihraða og rýmun lamba- skrokka. Á svipuðum tíma vom gerðar mælingar á meymunartíma lambakjöts þar sem borið var Matvœlarannsóknir á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins eru kannski þœr rannsóknir þar sem tengslin milli hagsmuna bœnda og neytenda eru hvað augljósust. Á fœðudeild RALA vinna sérfrœðingarnir jöfnum höndum með bœndum, vinnslu- fyrirtœkjum og neytendum og kappkosta að samrœma og upp- fylla þarfir þessara aðila með rannsóknum, þróunarstarfi og miðlun upplýsinga. Að sögn Guðjóns Þorkelssonar, deildar- stjóra fœðudeildar RALA, hef- ur mest áhersla verið lögð á kjötrannsóknir og efnasam- setningu matvœla. Við rannsóknir á efnasamsetningu hafa verið tekin sýni úr öllum helstu tegundum mat\’œla frá ís- lenskum landbúnaði og gerðar mœlingar á þeim. Niður- stöðurnar hafa verið birtar í ýmsurn skýrslum og í nœringar- efnatöflum, bœði stórum uppflettiritum fyrir séifrœðinga og fyrirtœki og í minni handbókum, eins og ritinu Nœringargildi matvœla sem er handhœgar nœringarefnatöflur fyrir fyrir skóla og almenning. Þriðja útgáfa þeirra taflna er vœntanleg fljótlega frá Námsgagnastofnun. Fagkeppni í kjötiðnaði á íslandi og í Danmörku Ýmiss konar ráðgjöf í tengslum við vömþróun hefur aukist mikið undanfarin ár. Fyrstu verkefnin fólust í því að finna nýjar aðferðir við söltun og reyk- ingu á hangikjöti og í framhaldi af því var tekið upp samstarf við kjöt- iðnaðarmenn og kjötvinnslufyrir- tæki um ýmiss konar námskeiða- hald tengt vömþróun. Þetta starf leiddi síðan til fagkeppni í kjöt- iðnaði á íslandi og þátttöku í fag- keppni í Danmörku. I fag- keppninni hér heima hafa margar athyglisverðar nýjungar verið kynntar og það besta hefur síðan verið sent í alþjóðlega fagkeppni kjötiðnaðarmeistara í Danmörku þar sem árangur Islendinga hefur verið mjög góður. Unnið hefur verið með og fyrir ákveðin fyrirtæki í ýmsum þróun- armálum, t.d. við brytjun á dilka- kjöti í sláturtíð og við að endur- móta kjöt. Eru lambanaggarnir vinsælu frá Kjötiðju KÞ dæmi um þá samvinnu. Jafnframt er unnið að framleiðslu á þurrsöltuðu lambakjöti sem svipar til hrá- skinku úr svínakjöti sem þekkt er víða í Evrópu. Umfangsmiklar tilraunir með fóðrun svína og áhrif á kjötgæði Áhrif ýmiss konar meðferðar á bragðgæði kjöts eru skoðuð. Sem dæmi má nefna áhrif fóðrunar á bragðgæði og vinnslueiginleika kjöts. Nýlega voru gerðar um- fangsmiklar tilraunir með fóðrun svína og áhrif fóðursins á gæði kjötsins. Til þess að skoða áhrifin er nauðsynlegt að hafa sérþjálfað fólk og á RALA hefur hópur starfsmanna verið þjálfaður í skynmati. í skynmati felst að dómaramir gefa sýnunum ein- kunnir fyrir bragð, lykt, áferð og fleiri þætti. Svínakjöt, lambakjöt og nautakjöt hefur verið skoðað með þessum hætti, einnig unnar kjötvömr, íslenskir bleikjustofnar og margt fleira. Starfsmenn fæðudeildar vinna með starfsmönnum annarra deilda RALA að mörgum verkefnum Einnig er góð samvinna við ýmis samtök bænda, s.s. svínabændur, kúabændur, sauðfjárbændur og hrossabændur. Jafnframt er unnið í samvinnu við aðrar stofnanir; Framleiðsluráð landbúnaðarins, Bændasamtök íslands o.fl. Fram- leiðendur geta haft samband við fæðudeild og beðið um rannsókn á tiltekinni vöm og/eða samanburð á vörutegundum og hafa margir nýtt sér það. Neytendur og bændur Þótt megináhersla sé lögð á kjötrannsóknir er einnig öðrum verkefnum sinnt. Má þar nefna ráðgjöf og verkefni fyrir bakara- meistara, útreikninga á næringar- gildi og efnainnihaldi matvæla og mælingar á trefjum í íslenskum jurtum, t.d. fjallagrösum. Eins og sagði í upphafi er með verkefnum fæðudeildar verið að reyna að tengja bændur og neytendur, þ.e. safna upplýsingum og miðla þeim. Starfsemi deildar- innar hefur varað í 15 ár þannig að mikil þekking hefur safnast fyrir og hægt er að veita ráðgjöf um margs konar gæða- og þróunarmál. Fæðudeild hefur staðið fyrir nám- skeiðum og tekið þátt í upp- byggingu kennslu í matvælafræði við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri og samvinna við erlenda aðila fer vaxandi. JOrfium f fækkafii nm 4,2% fril 198501 1994 Á tíu ára tímabili frá 1985 til 1994 fækkaði jörðum í ábúð um 203 eða 4,2%. Hafi jörð áður verið skipt í eitt, tvö eða fleiri lögbýli og þau ekki sam- einuð aftur formlega er við- komandi bóndi talinn ábúandi á jörð sem hann á lögheimili á samkvæmt manntali, en hin eða hinar jarðirnar eru taldar í eyði sé enginn skráður til lög- heimilis á þeim. Á framan- greindu tímabili fjölgaði eyði- jörðum um 233, en eyðijarðir eru felldar út af jarðaskrá ríkisins eftir 25 ár. Til saman- burðar má geta þess að í Noregi varð 13% fækkun jarða í ábúð á fimm ára tímabili frá 1990 til 1995. Á tímabilinu 1985-1994 fækkaði einbýlisjörðum um 169 og tvíbýlis- eða fleirbýlisjörðum fækkaði um 34. Hins vegar hefur jörðum í bæjarfélögum fjölgað á milli ára, sem á sér m.a. þá skýringu að hreppar hafa sam- einast bæjarfélögum (samanber t.d. Mosfellsbæ og Hveragerði). Jarðir í eigu “annarra aðila” eru oftast jarðir í eigu félagasamtaka eða einstaklinga sem ekki stunda búskap á viðkomandi jörð. í stað- inn eru þeir oft með sumarbústaði eða aðra starfsemi á jörðinni sem tengist afþreyingu og/eða beit og hlunnindum. Jörðum í eigu ábú- enda sjálfra fækkaði um 123 á tímabilinu 1985 til 1994 á sama tíma og jörðum í sameign ábúenda og annarra fjölgaði um 95. Heillaðist af íslenska hestinum Ung, þýsk stúlka, Stefanie Wolf, skrifaði Bændasamtökum Islands á dögunum og óskaði eftir aðstoð við að fá vinnu hjá ís- lenskum hrossabónda í tvo til þrjá mánuði. Stefanía er 25 ára og hefur mikið dálæti á íslenskum hestum en þeim kynntist hún átta ára gömul. Hún á reyndar þijá ís- lenska hesta og þar af er einn enn á íslandi. “Ég lauk listanámi í fyrra. Eftir það ferðast ég um ís- land og heillaðist af landinu. Nú langar mig til að vinna í landi ykk- ar og kynnast íslenska hestinum enn betur.” Stefanía hefur komið hingað til lands og lærði m.a. hesta- mennsku af Einari Hermannssyni og segir óhætt fyrir fólk að hafa samband við hann til að fá upplýsingar um sig. Sími Einars er 6776488. Sími Stefaníu er 0049 40 605 2324 og fax 0049 4532 21721. Heimilisfangið er Scháfer- kamp 22,22949, Ammersbek.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.