Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Verðmæti loðdýraframleiðslunnar um 700 milljónir “Horfur í loðdýraræktinni eru mjög góðar,” sagði Reynir Barðdal, loðdýraræktandi á Sauðárkróki, í samtali við Bændablaðið en hann er ný- komin heim frá Danmörku. “Verðið er gott og miklar líkur til að þau eigi eftir að hækka nokkuð frá því sem nú er vegna vaxandi eftir- spurnar eftir pelsavöru. Það þýðir þó ekki að hið góða verð haldist um alla framtíð því þessi markaður hefur ætíð verið sveiflukenndur. Ekkert bendir hins vegar til verðlækkunar í bráð og ég spái því að næstu fimm árin verði loðdýraræktinni hag- stæð.” Sigurjón Bláfeld, ráðunautur í loðdýrarækt sagði útlit fyrir að verðmæti framleiðslu þessa árs væri um 700 til 730 milljónir króna. Rösklega 80 bændur stunda loðdýrarækt en þeim mun fjölga nokkuð á næstunni. Reynir segir að nýta verði þessi hagstæðu ár fyrir bú- greinina í heild þannig að hún hafi möguleika til að standast verðlækkun sem gera verði ráð fyrir innan einhverra ára. Það verði einkum að gera með því að efla rannsóknastörf og öflun þekkingar. A þeim vettvangi sé grundvöllur fyrir stjórnvöld til þess að koma að málefnum greinarinnar meðal annars með því að tengja þau verkefni sem unnið sé að á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins í þágu greinarinnar við aðra rannsókna- starfsemi og kennslu. Hann segir að nýta beri stofnun á borð við Háskólann á Akureyri, sem verið sé að byggja upp í þágu at- vinnulífsins, til þess að sinna hinum fræðilega þætti. Byggja verði þá starfsemi á þeim grunni sem stofn dýra og þar með það hráefni sem við höfum til þess að framleiða úr því þótt sú þekking sem flytja megi inn erlendis frá sé um margt gagnleg þá verði engu að síður að vinna út frá þeirri sérstöðu sem við búum við. Reynir segir það mikið tekju- spursmál fyrir íslenskan landbúnað og þjóðarbúið að vel takist til í þessum. Danir flytji nú þegar út pelsavörur fyrir um 50 milljarða íslenskra króna á ári og við þurfum að auka okkar hlut verulega. “Landbúnaðurinn á í ákveðnum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Þótt mesti beri á þeim í sauðfjárræktinni þá getur mjólkurframleiðslan ekki sofið á verðinum því hún mun mæta vaxandi samkeppni meðal ananrs í formi aukins innflutnings á ostum. Ef við lítum aðeins á Skagafjörð þá nemur framleiðsluverðmæti loð- dýraafurða í héraðinu þegar meira en helmingi heildargreiðslumarks þess í sauðfjárrækt. Ef þróunin verður með sama hætti og verið hefur má búast við því að loð- dýraræktin skili eins miklum verðmætum í héraðinu eins og sauðfjárframleiðslan eða jafnvel meiri.” Sigurjón sagði mikinn áhuga fyrir loðdýrarækt um þessar mundir. “Ég geri ráð fyrir að 25 - 30 ný bú sjái dagsins ljós í haust og vetur. Auk þess eru margir loðdýrabændur að stækka bú sín um þessar mundir enda er afkoman góð.” Ostaþjóðin íslendingar Borðum tæp Qörtðn kflö uf osfl li ðri! “Við framkvæmum markaðs- rannsóknir ár hvert þar sem við skoðum þróun markaðar- ins sem breytist sífellt ár frá ári. Vörunýjungar byggja þó ekki eingöngu á markaðs- rannsóknum. Þær gefa okkur hugmyndir að nýjungum auk þess sem við fylgjumst með erlendri þróun í ostagerð, al- mennri markaðsþróun og verslun.”, sagði Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviös Osta- og smjörsölunnar. Aðspurður sagði Ólafur að fyrirtækið legði áherslu á stöðuga vöruþróun og markaðssetningu nýrra vörutegunda á hverju ári. “Við þróun á vöru verður líka að skoða hvaða markhóp varan á að höfða til. Tökum sem dæmi Gotta sem við settum á markað í fyrra. Gotti er ætlaður börnum og því hannaður með næringarþörf þeirra í huga auk þess sem útlit og bragð Gotta tekur mið af börnum. Ostur er ekki aðeins álegg heldur er hann líka kjörinn í matar- gerð. Markaðurinn er sífellt að breytast og kallar það bæði á nýjar umbúðir og endurhönnun vörunn- ar. Á undanfömum árum hefur matargerð orðið mun ljölbreyttari og kallar það lfka á aukna notkun osta og fíeiri vörutegundir. Sem dæmi má nefna að með aukinni salatneyslu komum við fram með Fetaost og vinsældir ítalskra rétta kölluðu á Mascarpone sem er ítalskur rjómaostur notaður í ýmsa ítalska rétti og svona mætti lengi telja. í dag erum við með 90 - 100 vörutegundir í allt og er það mikil breyting frá þvf til dæmis um 1960 þegar aðeins örfáar tegundir osta voru á boðstólunum." -Borðum við mikið af osti miðað við aðrar þjóðir? “Já, eins og við reiknum það út borðar hver íslendingur 13.5 kíló af osti á ári sem er með því mesta í heiminum og er það fyrir utan innfluttning, en hann reiknast 160 gr. á ári á mann. í dag teljumst við vera fjórða mesta ostaþjóð í heimi. Annað hvert ár höldum við svo sérstaka Ostadaga sem hafa alltaf verið mjög vel sóttir. Þau ár sem Ostadagamir eru höfum við komið fram með fleiri nýjungar. Hingað til hafa komið 7-8 þúsund manns í húsið á Ostadögum og eru þeir því kjör- inn vettvangur til að kynna nýjar vörutegundir. Á Ostadögum eru auk þess allir ostar dæmdir og til- nefndur sérstakur Ostameistari. Bændablaðið/ÁS Rekatréð á Sttalœk eftir að sagað var utanafþvú______ Kjfirviður í Aðaldal Á sl. vori þegar Pétur Guð- mundsson frá Ófeigsfirði var að saga rekavið fyrir bændur- na á Sílalæk í Aðaldal var í rekaviðarstaflanum eitt óvenju stórt tré, fimm metrar á lengd og allt að metri í þvermál. Tré þetta hafði greinilega verið lengi í sjó eða í fjöru, auk þess að hafa beðið sögunar alllengi hjá þeim bræðrum Vilhjálmi og Þresti. Við fyrstu sýn virtist tréð vera orðið fúið og vera auk þess all- undið og því ekki líklegt til mikillar nýtingar. Við nánarj skoðun. þegar flett hafði verið utan af því ysta laginu kom hins vegar í Ijós að það var nánast óskemmt, nema rétt allra ysta lagið, en auk þess reyndist hér vera á ferðinni mikill kjörviður, mjög rauðleitur á lit og afar harður og "feitur". Hvaðan þessi viður er kominn er ekki vitað, en þar sem verulegur hluti þess reka sem hingað berst er talinn eiga uppruna sinn innan úr skóglendum Sí- beríu, eru líkur til að tréð sé þaðan. Þrátt fyrir það að fjöl- margir kunnáttumenn hafi skoðað tréð, greinir menn á um tegundina og nefndu sumir jafnvel tegund sem eingöngu finnst í Amerfku. Sérfróður maður hjá Húsa- smiðjunni greindi þetta þó sem af- brigði af Síberíulerki. Hvað sem upprunanum og tegundargrein- ingu líður er ljóst, að hér er um nokkuð sérstæðan reka að ræða. Ekki er að efa að viður þessi verð- ur eftirsóttur til ýmissa nota og gæti m.a. verið afar skemmtilegur í borðplötur o.fl., þótt magnið sé auðvitað takmarkað. Arni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur BI Bílskúrs- eða geymsluhurð Til sölu ónotuð, rafdrifin bílskúrs- eða geymsluhurð. Stærð 2.75 x 2.75 m. Upp- lýsingar í síma 463 1368. Vélbundið þurrhey til sölu Til sölu er vélbundið þurrey á kr. 10 pr. kíló. Leitið upp- lýsinga í síma 451 2977 eða sendið símbréf í síma 451 2998.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.