Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 4
4 Bœndáblaðið Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Háskólinn á Akureyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins Háskólinn á Akureyri og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins gerðu með sér samstarfs- samning á síðasta ári um að efla rannsóknir og þróun á afurðum , úr landbúnaðar- vörum. Á grundvelli þessa samnings er lögð áhersla á gæðastjórnun, vöruvöndun og vöruþróun á búvörum. Há- skólinn og RALA hafa í sameiningu ráðið sérfræðing á sviði matvælaiðnaðar, sem hefur kennsluskyldu við skólann. Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akur- eyri, segir tengsl skólans við íslenskan landbúnað fyrst og fremst felast í samstarfinu við RALA. Þessi tengsl eigi tví- mælalaust eftir að aukast. Þjónusta við atvinnulífið er sí- vaxandi þáttur í starfsemi háskóla og á síðari árum hefur athygli manna í auknum mæli beinst að þætti þeirra í svæðisbundinni þróun. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri gerði þetta að umtalsefni í hátíðarræðu sinni við brautskráningu kandídata frá skólanum í júní. “Þannig hafa háskólar orðið mikilvægir þættir í skipulögðum aðgerðum til þess að stuðla að byggðaþróun. Á svæðum þar sem hefðbundið at- vinnulíf er í hnignun hafa háskólar getað auðveldað hnignandi at- vinnugreinum að ná valdi á nýrri tækni eða byggja upp há- tækniiðnað á rústum hins hefð- bundna iðnaðar.” Þessi orð Þorsteins leiða óhjá- kvæmilega hugann að stöðu ís- lensks landbúnaðar og hvort hann telji Háskólann á Akureyri geta orðið honum lyftistöng. Land- búnaðurinn hefur átt undir högg að sækja og framleiðsla dregist saman í mörgum greinum. Skortur á rannsóknum og markvissri vöru- þróun er meðal ástæðna sem menn nefna til skýringar á hningun í greininni. ”Já, eflaust má ein- hverju af því kenna um en ég held að ein ástæðan fyrir bágu gengi sé einangrun hans frá öðrum at- vinnugreinum og ég held að það sé mikilvægt fyrir landbúnaðinn að hann líti til annarra atvinnugreina sem grundvöll að nýsköpun í land- búnaðarframleiðslu.” Fram að þessu hefur kannske ekki þótt liggja beint við að tengja saman landbúnað og landbúnaðarfram- leiðslu og menntun á háskólastigi. Þorsteinn bendir hins vegar á að búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er starfrækt á há- skólastigi, þaðan hafi útskrifast margir vel menntaðir karlar og konur til þess að starfa við ís- lenskan landbúnað. “Það er hins vegar svo með flestar atvinnu- greinar að þær þurfa á menntuðu vinnuafli að halda frá mörgum fræðigreinum. Og það er sjálfsagt kominn tími á það að landbúnaður- inn nái sér í sérmenntað fólk á fleiri sviðum en landbúnaðarvís- indum.” Kennsla í matvælaframleiðslu að hefjast Þorsteinn segir að samstarfs- samningur Háskólans á Akureyri og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins sé aðeins vísir að því sem koma skal. Tengslin eigi eftir að verða til þess að efla skólann sem akademíska stofnun og til að efla framleiðslu og nýsköpun í landbúnaði. “Og ég held að næsta skrefið í þessu samstarfi sé að Há- skólinn, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Iðntæknistofnun og RALA taki höndum saman með fyrirtækjum hér á svæðinu og komi á fót því matvælasetri sem mikið hefur verið talað um hér á Akureyri.” Næsta haust verður komið á fót námsbraut í matvæla- framleiðslu við sjávarútvegsdeild skólans, fjögurra ára nám sem lýkur með hundrað og tuttugu eininga BS-gráðu. í tengslum við stofnun þessarar námsbrautar hefur menntamálaráðherra heimilað skólanum að skipuleggja samstarf við rannsóknarstofnanir og fyrirtæki í matvælagreinum í matvælasetrinu sem Þorsetinn gat um. Hann segir að viðræður um stofnun setursins standi yfir og vonast til þess að niðurstaða fáist á næstu mánuðum. Landbúnaður er ekki bara mjólk og kjöt Fullvinnsla afurða er orðið að nokkurs konar lykilhugtaki þegar rætt er um að auka verðmæta- sköpun í matvælaframleiðslu. í þeim efnum bendir ýmislegt til að landbúnaðurinn hafi setið á hak- anum. Þorsteinn segir að það eigi við að einhverju leyti en sé þó ekki algilt. “Við getum tekið mjólk- uriðnaðinn sem dæmi um grein þar sem vel hefur tekist með full- vinnslu. En kjötframleiðslan, hún hefur legið mjög eftir í því vöru- þróunarferli og þar þarf mikla eflingu og markaðssókn. Síðan má ekki gleyma því að land- búnaður er miklu meira en mjólk og kjöt. Hann er ákveðinn lífsstíll og menning og það eru ýmis önnur svið sem landbúnaðurinn þarf að huga að, til dæmis ferðaþjónustu, til að renna frekari stoðum undir starfsemi sína. Sambland af ferða- þjónustu og matvælaíramleiðslu held ég að sé mjög lífvænleg nýsköpun fyrir landbúnaðinn að líta til.” Miðstöð matvælaframleiðslu Mikið hefur verið rætt um það á Akureyri síðustu ár að stefna skuli að því að gera bæinn að mið- stöð matvælaframleiðslu í landinu. Þorsteinn segir undirbúning að stofnun matvælaseturs einn þeirra þátta sem miði að því. “Annar þáttur sem Akureyrarbær er að vinna að núna er að fá möguleika á erlendum fjárfestum á þessu sviði hér á svæðinu. Síðan má ekki gleyma því að þessi öflugu sjávar- útvegsfyrirtæki sem hér eru hafa fjárfest erlendis og það skapar auð- vitað aukin störf og sérþekkingu í greininni hér á Akureyri. Þetta er allt á undirbúningsstigi og sumt er nokkuð langt komið, eins og matvælasetrið, en annað er kannske styttra á veg komið en menn hefðu viljað.” Þar á Þor- steinn við umhverfismálin, en hann segir að Akureyringar og Eyfirðingar allir þurfi að bæta sig í umhverfismálum til þess að gera svæðið virkilega aðlaðandi fyrir matvælaiðnaðinn. Vaxandi þörf fyrir háskólamenntað fólk Þorsteinn segist fullviss um að tengsl háskólamenntunar og land- búnaðar eigi eftir að aukast í fram- tíðinni. Þörfin sé fyrir hendi og eigi eftir að vaxa. “Það er líka einn þáttur sem ég get nefnt og það er væntanleg stofnun Vilhjálms Stefánssonar hér á Akureyri sem mun einbeita sér meðal annars að rannsóknum á sjálfbærri nýtingu auðlinda. Undir þetta fellur auð- vitað nýting landbúnaðarafurða og landbúnaðurinn sem umhverfis- mál. Ég er þess fullviss að við munum eiga mjög gott samstarf við Rannsóknastofnun land- búnaðarins um uppbyggingu þeirrar stofnunar. Og það er alveg dagljóst að landbúnaðurinn þarfnast háskólamenntunar meir og meir, því nútíma búrekstur verður sífellt margþættari og nú- tímalegri. Taka má uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem dæmi en þar þarfnast landbúnaðurinn há- skólamenntaðs fólks sem kann til verka í nútímasamfélagi. Háskól- inn hefur til dæmis fullan hug á því að vinna með ferðaþjónustu bænda að efla ferðaþjónustu á lands- byggðinni.” Jón Áki Leifsson, starfsmaöur Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins kennir vinnslufrœði við Háskólann á Akureyri og er það liður í samstarfssamningi skólans og RALA. Kennslan sem hann sinnir er eingöngu á sviði sjávarútvegs enn sem komið er en það á eftir að breytast með námsbraut í matvœlafrœði sem tekur til starfa í haust. Jón Áki segir að kennslan eigi eftir að mótast, en muni örugglega tengjast landbúnaði þegar fram líða stundir: “Með nýju námsbrautinni hefst kennsla í matvœlaframleiðslugreinum eins og kjötvinnslu, mjólkuriðnaði og brauðgerð. Kennslan á að taka til allrar matvœlaframleiðslu. ” Neysluvenjur fólks hafa tekið miklum breytingum á síðari árum og matvœla- framleiðendur hafa reynt að taka mið af því. Áhersla hefur verið lögð á að framleiða einfalda, tilbúna rétti sem fljótlegt er að gripa til. Framleiðendur lambakjöts hafa hins vegar tekið allt of seint við sér að mati Jóns Áka og hálf partinn misst af lestinni. Nútímamaðurinn stífir Grillskanka úr hnefa Jón Aki telur að kjötframleiðendur geti dregið lœrdóm af því sem gerst hefur ífisk- iðnaðinum. Þar hafi verið lögð síaukin áhersla á fullvinnslu afurða til að koma til móts við þatfr neytenda. “Það er alveg Ijóst að fólk vill ekki lengur kaupa matinn óverkaðan eins og áður. Fólk er ekki lengur mjög ginkeypt fyrir skrokkum sem hafa verið sagaðir niður í poka með hœklum, síðum og bringum. Fólk vill frekar fá eitthvað sem er tilbúið í ofninn eða á pönnuna. Menn vilja ekki eyða hálfum deginum í matreiðslu og það hafa viðtökur neytenda á tilbúnum réttum úr landbúnaðarafurðum sem eru á markaði sýnt. ” Sem dœmi nefnir Jón Aki Naggana svokölluðu, sem byrjað var að framleiða á Húsavíkfyrir rúmu ári. Naggar eru skyndibitar úr kindakjöti, afurð sprottin af samstarfi Kjötvinnslu Kaupfélags Þing- eyinga og fœðudeildar RALA. Þeim hefur verið vel tekið og sama segir Jón Áki um til- búnar kjötbollur og ýmsa aðra rétti sem að- eins þarf að hita upp. Þá nefnir hann nýjung Jón Áki Leifsson, starfsmaður RALA. á markaði, svokallaða Grillskanka sem nýlega voru kynntir í verslunum Hagkaups: “Það er hluti afþessari skyndibitamenningu að geta hlaupið inn í Hagkaup, keypt sér Grillskanka og stíft úr hnefa. Þannig eru menn farnir að keppa við grillaða kjúklinga og pastarétti sem hvoru tveggja hefur verið selt tilbúið í stórmörkuðum. ” Tengsl menntunar og atvinnulífs mikilvœg Að baki nýjungum af þessu tagi liggur yfirleitt mikil vinna og yfirlega sérfrœðinga á sviði vöruþróunar. Þama œttu nemendur framtíðarinnar við matvœlafrarnleiðslubraut Háskólans á Akureyri að geta komið fram- leiðslugreinunurn að gagni og Jón Áki hefur trú á því. Þetta segir hann að hafi þegar sýnt sig hjá nemendum Sjávarútvegs- deildarinnar. Þeir hafifarið í sjávarútvegs- fyrirtœkin og tekið að sér að leysa ýmis vandamál við framleiðsluna. Oft á tíðum hafi þetta skilað góðum árangri og nernend- ur til dœrnis fundið leiðir til að auka nýtingu og afköst hjá viðkomandi fyrirtœki. A þennan hátt séu náin tengsl milli menntunar og atvinnulífs og á það verði lögð áhersla við matvœlabrautina sem tekur til starfa í haust.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.