Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bændablaðið/Bjöm Þorsteinsson Bændaskólinn á Hvanneyri Á Hvanneyri í Borgarfjarðarsýslu var stofnaður bændaskóli 1889 og hefur frá upphafi brautskráð hátt í 3000 búfræðinga. í tengslum við bændaskólann er háskóladeild sem hefur brautskráð 200 nemendur frá því hún var sett á laggirnar árið 1947. Stór hluti þeirra sem hér hafa stundað nám, hafa með einhverjum hætti tengst landbúnaði í lífsstarfi sínu, en einnig má finna fólk í flestum starfsgreinum sem einhverju sinni hcfur verið hér við nám. Allir eiga þeir þó eitt sameiginlegt að vera Hvanneyringar.Öflugt endurmenntunarstarf hefur verið sett á laggirnar á síðustu árum í tengslum við bændaskólann. Þar gefst bændum og búaliði, auk margra annarra kostur á að efla þekkingu sína á ýmsum sviðum.Hér eru auk bændaskólans staðsettar fleiri landbúnaðarstofnanir t.d. Bútæknideild Rala og Hagþjónusta landbúnaðarins. Margskonar rannsóknastarfsemi sem tengist landbúnaði fer hér fram, auk þess sem hefðbundin landbúnaðarstörf eru stunduð, með ær og kýr og nokkuð stórt loðdýrabú er á staðnum. Hross sjást einnig víða í landi skólans, flest í eigu staðarbúa. SúfræðinBur á leiOtl Oanmerkur Við sundlaug staðarins iðar allt af mannlífi, unglingar við hefðbundna unglingavinnu sem er mikilvægur liður í að halda görðum og gróðri í góðu ástandi yfir sumartímann. Verkstjórinn þeirra, Ásmundur Bjarni Ámason var spurður um ástæðuna fyrir veru sinni hér á Hvanneyri. Hann kvaðst hafa komið hér fyrst til náms í bændaskólanum og stefnan hafi verið sett á búfræðinginn, enda fæddur og uppalinn í sveit. Markinu hafi verið náð nú í vor, en þar sem honum og konu hans Auði Rögn Gunnlaugsdóttur bauðst vinna á staðnum í sumar eru þau hér enn. -Ætlar fjölskyldan að setjast hérað? “Ekki í bili a.m.k, því í ágúst förum við til Danmerkur, ég ætla þar í bútækninám við Nordisk landboskole á Fjóni. Hitt er svo annað mál að okkur líkar öllum mjög vel hér, þannig að ekki er ólíklegt að við skoðum möguleika á vinnu hér að námi loknu. Þessi staður er mjög fjölskylduvænn auk þess sem maður er hér í mikilli nálægð við náttúruna. Við höfum átt hér góðan tíma og líklega hefðum við á fáum stöðum getað búið á skólastaðnum, Auður fengið vinnu sem hentaði henni og dóttir okkar átt víst leikskólapláss eftir því sem þörf var á.” -Segðu okkur aðeins nánarfrá námi þínu hér “Búfræðinámið er tveggja ára nám ef menn eru bara með grunn- Ásmundur Bjarni skólapróf eins og ég var. Fyrsta önnin er bóklegt nám hér á staðnum, síðan tekur við ein önn hjá bændum sem skólinn hefur samninga við, þar kynntist maður nýjum aðstæðum við búskapinn og lærði heilmargt nýtt. Seinni vetur- inn er tvískiptur, fyrir áramót eru allir við bóklegt og verklegt nám í landbúnaðartengdum greinum, en síðari hluta vetrar velja nemendur svið og ég t.d. útskrifast héðan af rekstrarsviði þar sem Iögð er megináhersla á rekstrar- og hag- fræðigreinar tengdar landbúnaði. Tvö önnur svið eru nú við bænda- deildina búfjárræktarsvið og land- nýtingarsvið.” -Hvernig er félagslífi nemenda háttað? “Það mótast af nemendum hverju sinni. Hér eru möguleikar til að hafa öflugt félagslíf en frum- kvæðið verður að koma frá nem- endum. Það eru til allmargar gamlar hefðir hér en mismunandi hve virkir nemendur vilja vera í að viðhalda þeim eða skapa nýjar stefnur. Skólalífíð sl. vetur var að mínu mati gott og maður á fullt af kunningjum eftir veruna hér.” Kjaftsöur i að fara í nðmto Á túnspildu sem skipt er í reiti með hvítum prikum hittum við fyrir Daða Má Kristófersson hann starfar við gróðurtilraunir hér í sumar. Tilraunir hafa verið gerðar um margra áratuga skeið með ýmislegt sem snertir túngróður og meðhöndlun hans. Það sem kemur fram við þessar tilraunir er síðan kynnt bændum, svo þeir hafi ástæður til að breyta eins og best hentar hverjum og einum. Daði Már starfar einnig að rannsóknum er snerta matjurtir. Þar eru árlega gerðar gagnmerkar athuganir á afbrigðum og tegundum matjurta sem hentað gætu til heimilis- garðræktar. -Hvernig komst Daði í þessa vinnu? “Ég er hér við nám í bú- vísindum á vetuma, en fékk síðan sumarvinnu við jarðræktartilraun- ir. Upprunalega ætlaði ég í dýra- lækningar og fór því í bænda- Daði Már ásamt eiginkonu sinni, Ástu Hlín Ólafsdóttur. skólann. Svo var ég eiginlega kjaftaður inn á að fara frekar í há- skólann hér og eftir að ég hafði komist að því með sjálfum mér að það væru forréttindi að búa á Hvanneyri, er ég mjög sáttur við þessa ákvörðun. Háskólanámið er þriggja ára nám sem tekur á mörgu innan þessa sviðs, það er því grunnur fyrir margþætt framhaldsnám, en hér verður eng- inn sérfræðingur í smámunum. Menn læra smávegis um æði margt sem er bæði kostur og löstur. Þeir sem hafa lokið námi frá búvísinda- deildinni hafa ekki átt í neinum vandræðum með að fá vinnu á sínu sviði, þannig stendur þessi háskóli betur að vígi en margir aðrir.” -Þú segir að það séu for- réttindi að búa hér, hvemig? “Hér býr maður við alla kosti dreifbýlisins, án þess að vera mjög langt frá þéttbýli S-Vestur homs- ins.” -Ætlar þú að vera hér áfram? “Ég ætla í framhaldsnám í hagfræði þegar ég er búinn hér. Ef mitt framhaldsnám gæti nýst til að fá hér vinnu í framtíðinni væri ég alveg til í að koma aftur.” Átta hundruð mauusí endur- menntun f fundarsal rannsóknahúss Bændaskólans, var hópur fólks á námsstefnu um hrossabeit og mat ábeitilandi. Þarna var um að ræða eitt af fjölmörgum námskeiðum sem haldin eru á vegum Bænda- skólans, oft í samstarfí við aðrar stofnanir. Endurmenntun er stór þáttur í starfseminni hér og við Haukur og Auður ásamt börnum. tókum tali nýráðinn endur- menntunarstjóra Hauk Gunnars- son, sem flutti ásamt Ijölskyldu sinni að Hvanneyri nú f vor. -Hvaðan kemur þú og hvað gerir þú hérna ? “Ég er Reykvíkingur að upp- runa, dvaldi í Noregi í 7 ár þar sem ég stundaði nám í sagnfræði og ensku við Oslóarháskóla. Síðastliðin 6 ár á hef ég búið á Húsavrk og starfað þar við kennslu í grunn- og framhalds- skóla. I vetur fékk konan mín, Auður Arnþórsdóttir starf hér sem dýralæknir á sviði júgursjúkdóma og ég fylgdi henni að sjálfsögðu með það í huga að einhverja vinnu yrði hér að hafa. Þegar endur- menntunarstjórastarfið losnaði nú í vor, sótti ég um og fékk það. Þar sem mér eru fræðslumál hugleikin og hef verið upptekinn af full- orðinsfræðslu alllengi þótti mér spennandi að tengjast mennta- stofnun sem hefur endurmenntun sem eina af aðaláherslum sínum. Hlutverk mitt er að skipuleggja margvísleg námskeið sem tengjast landbúnaði. Hingað komu á síðasta skólaári rúmlega 800 manns á vegum endurmenntunar- deildarinnar.” -Nú ert þú nýkominn hingað hvernig líst þér á staðinn? -"Afskaplega vel, hér er fallegt, mannlífið virðist mjög blómlegt og okkur hefur verið tekið mjög vel héma. Svo virðist staðurinn góður til að ala upp böm. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið er einnig kostur, þar sem fjölskyldur okkar eru búsettar þar. Samt njótum við kosta dreifbýlisins, hvað snertir mögu- leika til útivistar t.d. hesta- mennsku.”.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.