Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bændablaðið 5 Nína Kristinsdóttir, matvælafræðingur hjá Kjötumboðinu Hvaða aðferðum beitir kjöt- vinnslan til að viðhalda hreinleika og gæðum ís- lenskra landbúnaðarvara í framleiðslu? Til að leita svara við þessu leitaði Bændablaðið tii Nínu Kristinsdóttur, mat- vælafræðings hjá Kjötum- boðinu og spurði hana um stöðu kjötvinnslunnar. “Staðan er góð en við erum sífellt með vakandi yfir því sem betur má fara. Hjá Kjötumboðinu störfum við samkvæmt GÁMES gæðakerfinu en tveir starfsmenn sjáum um gæðaeftirlitið; Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir sem gegnir stöðu gæðastjóra og ég, en auk gæðaeftirlitsins starfa ég við vöruþróun.” -I hverju felst gœðaeftirlitið innan fyrirtœkisins? “Gæðastjóri sér um eftirlit með vörunni frá því hún kemur inn til vinnslu auk þess að hafa eftirlit með vöru til útflutnings. Einnig veitir gæðastjóri sláturleyfishöfum ráðgjöf um slátrun og meðferð á skrokkum. Starfsumhverfi kjöt- vinnslunnar hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma, sem dæmi má nefna nautakjöt og svínakjöt sem fyrir nokkrum árum var fryst strax að lokinni slátrun, nú kemur nánast allt hráefni ófrosið - þar af leiðandi betri vara. Ófrosin vara er mun við- kvæmari og því nauðsynlegt að hún fái rétta meðhöndlun á öllum stigum framleiðslunnar. Þekking á örverufræði er þar lykilatriði. Allir starfsmenn okkar eru þjálfaðir og þeim kynnt grundvallaratriði örverufræði. Hvað gæðamálin innanhúss varðar, þá seljum við sífellt meira af ferskri vöru og það segir sig sjálft að þar með er aukin áhersla á hreinlæti auk þess sem það er nauðsynlegt að varan sé undir stöðugri kælingu, enda er kjötið skorið og pakkað í kældum rýmum. GÁMES byggir á því að allur vinnsluferillinn er skoðaður og fundið út hvar áhættuþættimir liggja, síðan eru fundnar út leiðir til að fyrirbyggja mistök í fram- leiðslunni þannig að tryggt sé að varan sem við sendum frá okkur sé alltaf af sem bestum gæðum. Til þess að fylgjast með vörunni á öllum framleiðslustigum erum við með rannsóknastofu þar sem við getum tekið örverumælingar og efnamælingar á fitu og salti. Auk þessa vinnum við að stöðugri vömþróun og sífellt er verið að breyta og bæta vinnsluferlið til þess að fá enn betri vöm.” Bændablaðið/ÁÞ mjaltakonu - og Auðhumla jylgist með í æsku okkar þjóðar var í tísku meðal ungra manna að sigla utan, vinna stóra sigra, hitta konunga og kanna ókunnar lendur. Að því loknu komu menn heim og gerðust vitrir höfðingjar í sínu héraði. Það var í kaffipásu hjá rannsóknastofnun landbúnaðarins í Dan- mörku að ég sagði Paul vini mínum frá Eng- landi, frá þessum síðum víkinganna. “Þú ert ekki einn af þeim” sagði hann - “Þú ert einn af okkur”. “Hverjir em það?” spurði ég, hálf vonsvikinn. “Hirðingj- ar”, hljómaði svarið, “fólkið sem flakkar milli mennta- og rann- sóknastofnana víðs vegar um heiminn og sinnir vinnu sinni, sem um leið er aðaláhugamál þess. Þetta fólk sem trúir á vísindin, en er sama hvort eða hvemig niðurstöðurnar eru nýtt- ar út í þjóðfélaginu.” Margir af vísinda- mönnum þessarar aldar hafa verið hugsjóna- menn, sem litu á upp- byggingu og fram- leiðniaukningu í þágu samfélagsins, sem hei- lög markmið, en reyndu síðar að skilja til fulls, ferla sem ekki höfðu “samfélagslegt gildi”. Þessi heimspeki hefur leitt til gríðar- legra umhverfisvandamála og samfélagsforma sem ekki hafa reynst sjálfbær. Verkefni næstu Torfi Jóhannesson stundar nám í bú- vísindum í Danmörku aldar verða því aðlögun og tiltekt; aðlögun framleiðslunnar að lang- tímamarkmiðum samfélagsins og tiltekt eftir þröngsýna hámörkun- arstefnu liðinna áratuga, þar sem einblínt er á hámarksframleiðslu einnar afurðar, án tillits til hlið- verkana framleiðslunnar. Við menntun vísindamanna hefur verið lögð ofuráhersla á flókna tölfræði og rökrétta vísinda- lega aðferðafræði sem eiga að tryggja að þær niðurstöður sem vísindin færa þjóðfélaginu séu óvilhallar, hlutlægar, tölfræðilega marktækar og skýrar. Hlutverk vísindanna er með öðrum orðum að framleiða sannleik - staðreyndir fyrir okkar samfélag. En þessar staðreyndir eru afstæðar og gilda aðeins meðan forsendur þeirra halda. Forsendumar breytast með tímanum og því er mikilvægt að viðhalda kröftugu rannsóknastarfi svo endurnýja megi þessar byggingareiningar samfélagsins. Þetta á sérstaklega við þau svið, sem eru sérstök fyrir viðkomandi þjóðfélag. Sem dæmi má nefna að Islendingar geta nýtt erlendar rannsóknaniðurstöður á sviði heila- hjartaskurðlækninga, en þurfa hins vegar sjálfir að byggja upp sérhæfða þekkingargrunna í “Verkefni næstu aldar verða því aðlögun og tiltekt; aðlögun fram- leiðslunnar að langtíma- markmiðum samfélagsins og tiltekt eftir þröngsýna hámörkunarstejhu liðinna áratuga, þar sem einblínt er á hámarksframleiðslu einnar afurðar, án tillits til hliðverkana framleiðslunnar, ” segir Totfi Jóhannesson. kring um haf-, landbúnaðar- og byggingarrannsóknir. Hættan við staðbundnar rann- sóknir er að niðurstöðurnar geta litast af almennum gildum nú- tímans, án þess að við tökum eftir því - og án þess að við eigum möguleika á að taka eftir því. Dæmin getum við lesið um í sögu- bókum vísindanna. Það er til að mynda ekki langt síðan fremstu vísindamenn okkar heimshluta á sviði líffærði, mannfræði og sálar- fræði, voru sammála um að svertingjar væru heimskari en hvít- ir menn og að þróunarfræðilega lægju þeir á milli manna og apa. Dæmin eru Ijölmörg. Aðalatriðið er að niðurstöðumar vom fengnar með viðurkenndum aðferðum vís- indanna en lituðust af nkjandi gildum þess tíma. Hlutdrægni af þessum toga sést best úr fjarlægð; annað hvort í tíma eða rúmi. Án efa gemm við hlið- stæð mistök nú. Kannski virkjun fallvatna, kannski notkun erfða- tækni við ræktun nytjaplantna, kannski eitthvað allt annað. En hvemig getum við minnkað líkum- ar á að velja rangt og taka ákvarðanir sem hafa óheilla- vænlegar afleiðingar til lengri tíma? Ein leið er tvímælalaust að líta á hlutina úr fjarlægð,eins og áður er nefnt. Fjarlægð í tíma næst með því að kynna sér liðna tíð, læra að mistökum fortíðarinnar og öðlast yfirsýn yfir gang sögunnar. Annars konar fjarlægð fæst með því að ferðast til annarra menning- arheima og kynnast öðrum lífs- skoðunum en þeim sem maður sjálfur er samdauna. Enn ein leið er að kynna sér ólíkar fræðigreinar, sérstaklega þær sem á einhvern hátt fjalla um lífsskoðanir, svo sem heimspeki, siðfræði eða trúar- brögð. Aðeins fólk með slíka yfir- sýn getur nýtt þá þekkingu sem er sögulega bundin í heimasamfé- laginu og þannig stýrt þróuninni inn á brautir sem em raunverulega eftirsóknarverðar, þegar til langs tíma er litið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.