Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bœndáblaðið 13 Forseti klúbbs matreiðslumanna um kokkalandsliðið Gæði lamba- kjötsins á ríkan þðtt i velgengni okkar “Góður árangur íslenska kokkalandsliðsins felur ekki einungis í sér hróður fyrir meðlimi liðsins og íslenska matargerð heldur einnig fyrir íslenskan landbúnað sem leggur til hráefni í þau veisluföng sem liðið hefur boðið fram, ” segir Jakob Magnússon, veitingamaður og eigandi matsölustaðarins Hornið í Hafnarstræti í Reykjavík, en hann er forseti klúbbs mat- reiðslumanna. Liðið vann til bronsverðlauna á síðasta Olympíumóti sem haldið var í Frankfurt árið 1992 og til gullverðlauna á móti, sem haldið var í Luxemburg árið 1994. Nú stendur fyrir dyrum að halda næsta Olympíumót en það er haldið á fjögurra ára fresti og að þessu sinni verður breytt út af venjunni um keppnisstað sem lengi hefur verið Frankfurt og keppt í Berlín. Jakob segir undirstöðu þess árangurs, sem náðst hafi á mótinu í Luxemburg, vera íslenska lambakjötið en sérstakt lambafille hafi verið matreitt vegna keppninnar. Engin spurning sé um að lambakjötið veki athygli á erlendri grund sem sérstök gæðavara sé það matreitt á réttan hátt. “Lambakjötið er í raun villibráð þar semféð gengur á heiðum uppi mestan hluta vaxtartímans og er því nánast eingöngu alið á nýjum gróðri. ísland verður einnig að teljast lítið mengað land í samanburði við önnur Evrópulönd og hefur það áhrif á áhuga evrópskra matreiðslumanna á lambakjötinu sem hráefni í áhugaverða og úrvals rétti. Þannig er lambakjötið dœmigert fyrir landið og þar sem Island er lítið þekkt á meðal margra Evrópu- búa og annarra útlendinga þá getur þessi úrvalsvara virkað sem góð land- kynning. Góður árangur í keppni á borð við Olympíu- keppni matreiðslu- manna hefur því mikið að segjafyrir okkur. ” Jakob segir að sumir matreiðslumenn vilji halda nokkru af þeirrifitu sem er í kjötinu meðan á matreiðslu stendur því Jakob Magiiússon._________/><?;> telji það geta aukið bragðgœði þess eða með öðrum orðum að nota fituna sem krydd og styrkja þannig hið náttúrulega bragð kjötsins. Aðrir vilji á hinn bóginn skera fituna frá en smekkur manna sé nokkuð mismunandi í þessu efni. Jakob segir að lambakjötið verði áfram uppistaðan í matreiðslu kokkalandsliðsins í matargerð en einnig verði bornirfram kaldir réttir líkt og áður þegar liðið hefur tekið þátt í keppni. Jakob segir íslenska borðið hafa vakið mikla athygli. Jakob segir að gesti þessara keppnissýninga geti keypt sér að borða og verði þá að velja sér ákveðið land. Margir hafi valið Island og ráði eflaust margt því vali. Landið sé lítið þekkt og veki því ákveðna forvitni en einnig telji fólk að um náttúrulegar og hreinar vörur geti verið að rœða afsvo norðlægum slóðum. Jakob kvaðst bjartsýnn á þátttöku kokkalandsliðsins í komandi keppni í Ijósi þeirrar reynslu sem þegar hafi fengist afþátttöku þess í ólympíumótum óg öðrum keppnum. Hið góða hráefni eigi sinn þátt í þeirri velgengni. Þú getur haft heppnina með þér! Það getur borgað sig að rýna ögn í Bændablaðið enda bíða glæsilegir vinningar þeirra sem fá nöfn sín dregin úr pottinum. Svaraðu eftirfarandi spurningum og sendu svörin til Bændablaðsins merkt “GETRAUN” fvrir 31. áoúst. 1. Fyrir hvaða orð stendur skammstöfunin RALA 2. í hvaða sýslu er Hvanneyri 3. Hvað heitir formaður Bændasamtaka íslands? 1. vinningur: Framleiðsluvörur frá Sláturfélagi Suðurlands að verðmæti kr. 25.000 2. vinningur: Framleiðsluvörur frá Goða að verðmæti kr. 25.000 3. vinningur: Framleiðsluvörur frá Höfn/Þríhyrningi að verðmæti kr. 25.000 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins vill efla sókn fagfólks á sviði landbúnaðar til endurmenntunar og öflunar nýrrar þekkingar. íþessu skyni verða á árinu 1996 boðnir fram nokkrir námsstyrkir. * Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja nám í bjúfjárrækt, fóðurfræði, jarðrækt, þar með talin garðyrkja, auk náms í hagfræði og greinum sem snerta rekstur og tækni í búrekstri svo og í umhverfisfræðum landbúnaðar. * Allir starfsmenn við leiðbeininga, - rannsókna- og menntastofnanir landbúnaðarins geta sótt um styrk, enda hafi þeir starfað í a.m.k. 5 ár hjá stofnunum landbúnaðarins. Eftirtaldir styrkir eru í boði: I. Tveir styrkir að upphæð 500.000,- sem miðast við að lágmarki 6 mánaða námstíma, er verði að mestu varið til náms við erlenda búnaðarháskóla. II. Sex styrkir að upphæð allt að kr. 300.000.- sem miðast við eins til þriggja mánaða námstíma. Styrkupphæð miðast við kr. 80.000 -100.000.- á mánuði Umsóknarfrestur er til 15. september 1996 Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sími 525 6400 og hjá formanni stjórnar sjóðsins í síma 452 4646. LYFTARAR ÞEGAR MEST Á REYNIR! Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.