Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bœndablaðið 9 velt að finna Lstaðinn þinn? K að veita sem besta þjónustu með þarfir ina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að igendum sumarbústaða sem skyldi er að j tiltekinn bústað og komast að lionum. að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma að fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki ar þörf er á skjótri viðgerðar- þjónustu. 1 þess að eigendur sumarbústaða merki sína sem og götuheiti og númer. Þannig ;kar menn komist rakleiðis á staðinn. aug ug þarf að berast með góðum fyrirvara, en ntaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. 3 fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á n okkar og útibúum. iamband við þá skrifstofu okkar sem þér ólk okkar veitir þér fúslega allar nánari RARIK Sjóvá-Almennar eru eina tryggingafélagið sem hefur lækkað tryggingakostnað heimilanna afslætti og endurgreiðslu á hluta iðgjalda. Ræddu \dð tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. SJOVAOIPALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á! Finnur Árnason sölu- og markaðsstjóri SS Mnin ii mmvðru- markaOi er mjog iiröð “Ástæðan fyrir því að við leggjum afar mikla áherslu á vöruþróun er auðvitað sú að við lifum í síbreytilegum heimi þar sem nýjunga er þörf. Nýjungar og framþróun eru að mínu mati forsenda fyrir því að fyrirtæki vaxi og dafni.Við höfum sett okkur sem mark- mið að 10% af okkar vörusölu sé sala á nýjum vörum. Við skilgreinum nýjar vörur í þessu tilliti sem vörur sem hafa verið skemur en tvö ár á markaði.Til þess að lýsa breytingum á þeim markaði sem við vinnum á, hef ég oft notað þá samlíkingu að amma hafi verið tvo tíma að elda, mamma um einn tíma, við notum 30 mínútur og börnin okkar koma til með að nota 15 mínútur," sagði Finnur Arnason, sölu- og markaðs- stjóri Sláturfélags Suðurlands er hann var inntur eftir stefnu SS í vöruþróun. “Fyrirtæki sem ekki aðlagar sig að þessum hröðu breytingum verður að sjálfsögðu útundan í samkeppninni. Vöruþróun er því eitt af beittari samkeppnisvopnum fyrirtækja. Það verður þó að hafa í huga að vöruþróun snýr ekki ein- göngu að nýjum vörum, hún snýr ekki sfður að þróun þeirra vara sem eru í sölu.” Eftir hverju er farið þegar nýjungar eru settar á markað og hvaða aðferðum beytir SS til að vera vakandi fyrir nýjungum? “Okkar aðferð miðar að því að leita eftir tækifærum á markaðn- um. Þar þarf að fara saman þörf markaðarins fyrir vöru annars vegar og okkar styrkleiki hins vegar. Við framkvæmum meðal annars markaðsrannsóknir til þess “Til þess að lýsa breytingum á þeim markaði sem við vinnum á, hef ég oft notað þá samlíkingu að amma hafi verið tvo tíma að elda, mamma um einn tíma, við notum 30 mínútur og börnin okkar koma til með að nota 15 mínútur,” segir Finnur Ámason í samtali við Bændablaðið að greina þessi tækifæri og með aðkeyptum rannsóknum. Vöru- þróun byggir einnig á hugmynda- vinnu starfsfólks og góðu sam- bandi við viðskiptavini okkar. Við erum í sambandi við erlenda aðila, sem veita okkur upplýsingar um þróun mála á erlendum mörkuðum. Við förum síðan á fag- sýningar til þess að kynna okkur hvað fyrirtæki í fremstu röð eru að gera á erlendum mörkuðum. Auk þessa miðum við nýjungar við ákveðna markhópa. Það fer eftir eðli vörunnar hversu þröngt sá hópur er skilgreindur með tilliti til aldurs, kyns eða annarra þátta. Það eru ekki mörg ár síðan við settum skyndirétti á markað undir vörumerkinu 1944. Sú vörulína hefur verið í stöðugri þróun frá því að fyrstu fjórir réttimir komu á markað. Nú eru 15 réttir í sölu hjá okkur og nýjunga að vænta á næstunni. Sala á 1944 réttunum hefur gengið mjög vel og er dæmi um þá hröðu þróun sem er að verða á matvörumarkaði hér á landi. Fjöldi annarra nýjunga hefur einnig litið dagsins ljós undanfarin ár, s.s. Pplsemesteren pylsur, V.S.O.P. lambakjöt, Mexíco kryddað og Whiskey legið grillkjöt nú í sumar, SS hunangsskinka, fjöldi filmupakkaðra ferskra kjöt- vara undir vörumerkjunum New Yorker's, SS eðallamb og Búrfell - og við erum ekki hættir.”

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.