Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Það hefur vakið athygli mína að nokkur íjöldi athugasemda hafa borist í gegnum fjölmiðla um opinbera verðlagningu á land- búnaðarafurðum. Það er í sjálfu sér ekki nein nýjung, en nú eru þessar athugasemdir flestar frá bændum, en ekki eins og venjulega frá þeim, sem átelja of hátt verð íslenskra landbúnaðarafurða og telja hag þjóðarinnar best borgið með hömlulausum innflutningi. Það er alvarlegt mál að gagnrýnendur virðast margir á þeirri skoðun að vandamál bændastéttarinnar verði leyst með verðhækkunum afurða. Því miður er málið langt því frá að vera svo einfalt. Mér er bæði ljúft og skylt, sem fulltrúi BSRB í 6 mannanefnd og í störfum svo nefndrar 7 manna nefndar að blanda mér inn í þessa umræðu ef það mætti verða til þess að umræðan yrði málefnalegri.í fyrsta lagi er rétt að taka fram að störf okkar í verðlagsnefndum hafa öðru fremur einkennst að samstarfi fremur en átökum. Enginn skyldi skilja það sem svo að fulltrúar bænda í þessum nefndum hafi ekki lagt í það mikla vinnu að bæta hag umbjóðenda sinna og hafi til þess mikinn metnað. En það er að mörgu að hyggja þegar verð á landbúnaðarafurðum er ákveðið. Samkeppni er mikil á matvæla- markaði, jafnvel þó svo að hún sé mismunandi eftir greinum. Það er ekki mikið unnið með því að hækka verðið ef það hefur í för með sér samdrátt á eftirspum. Þá er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að við erum enn inni í gömlu kerfi, sem byggt er upp við allt aðrar forsendur, en nú ríkja í þjóðfélaginu. Reyndar má færa rök að því að kerfið hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, aldrei gegnast framleiðendum á þann hátt, sem stuðningsmenn- kerfisins hafa látið í veðri vaka. En það er önnur og lengri saga. En byltingunni á kerfinu er ekki lokið. Fulltrúar BSRB, sem að málum þessum hafa komið, hafa hins vegar verið á þeirri skoðun, að þessar breytingar verði ekki gerðar í einum vettvangi - bændur eigi rétt á aðlögunartíma. Hins vegar er ljóst að við getum ekki skammtað okkur þennan að- lögunartíma - umhverfið, vaxandi samkeppni innanlands og frá inn- flutningi þýðir að tíminn er að hlaupa frá okkur. Eftirfarandi atriði er brýnt að hafa í huga. Fækkun framleióenda Grundvallaratriði í þessu máli er að framleiðendur eru of margir miðað við aðstæður. Þetta er engin uppfinning einhverra „spekinga í Reykjavík". Þróun undanfarinna 8 ára er sú búum með framleiðslurétt hefur fækkað um 150 til 200 á ári. Engar horfur eru á að hér verði breyting á. Málið snýst hins vegar um það hvort þessi oftast sársauka- fulla fækkun geti orðið með skipu- legri hætti. Það verður að stefna að því að þeir, er eftir sitja geti haft sem mest svigrúm til bættrar af- komu. Staða framleiðenda. Það er einnig grundvallaratriði að staða framleiðenda er mjög mismunandi eftir búgreinum. Þannig gætu sauðfjár- bændur fengið sjálf- dæmi um verðhækkanir, ef eingöngu er horft til 6- mannanefndar. Með ákveðinni kaldhæðni má segja að fulltrúum neyt- enda komi verðið á sauðfjárafurðum lítið við. Slagurinn sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir er við framleiðendur annarra matvæla- einkum kjöts - en ekki við fulltrúa neytenda. Ef lamba- kjötið hækkar meir en aðrar kjötafurðir munu neytendur einfaldlega breyta neysluvenjum sínum. Því miður (út frá sjónar- miðum sauðfjárbænda) sjáum við þessa þegar merki. Reyndar hef ég orðið æ sannfærðari um það að saúðfjárrækt á Islandi muni að meginstofni til verða aukabúgrein er tímar líða. Stærðarhagkvæmni leikur hér ekki sama hlutverk og t.d. í mjólkurframleiðslunni. A hinn bóginn búa mjólkur- framleiðendur ekki við sömu sam- keppni og sauðfjárbændur. Þó skyldi enginn ætla að mjólkur- framleiðendur séu lausir við sam- keppni og enn meiri ástæða er til að allir geri sér ljóst að sú sam- keppni mun fara vaxandi. Meira að segja fjarlægðarverndin margum- talaða siglir hraðbyri inn í að vera liðin tíð með nýjum og byltingar- kenndum aðferðum við geymslu mjólkur. Það er fræðilegur mögu- leiki nú þegar að þjónusta fjar- lægustu byggði á Islandi með neyslumjólk frá útlöndum. Sá möguleiki mun verða æ raunhæfari strax á næstu misserum. Sauðfjárbændur Mér virðist í stuttu máli að framtíð sauðfjárframleiðslu felist fyrst og fremst í að verða aukabú- grein. Ljóst er að framleiðendur þurfa að fá sem mest frelsi til að geta einbeitt sér að mismunandi mörkuðum. Við getum hugsað okkur framleiðslu á tiltölulega ódýru lambakjöti, en við getum einnig séð fyrir okkur dýrari markaði, sem tækju við sérhæfðari afurðum. Er það skynsamlegt að stefna að sama markaði og Nýsjá- lendingar og aðrir framleiðendur sauðfjárafurða. Er virkilega ekki hægt að finna nokkur hundruð þúsund neytendur erlendis, sem hægt er að kenna að meta lúxusvöruna feitt ís- lenskt lambakjöt, þannig að þeir séu reiðubúnir að borga meira fyrir vöruna, en annað lambakjöt? Það er alltént farsæl ákvörðun að hætta opinberri verðlagningu á lambakjöti og hefði raunar mátt taka þá ákvörðun miklu fyrr, sbr. vandræðagang í sambandi við ólöglega verðlagning sauðfjár- bænda á lömbum, sem slátrað var fyrr en hefðbundið er. Mjólkurafurðir Mjólkurbændur eru í nokkuð annarri aðstöðu en sauðfjárbænd- ur. Það þýðir þó ekki að unnt sé að slaka á gagnvart endurskipu- lagningu greinarinnar. Opinber verðlagning mun væntanlega lifa þar lengur en í öðrum greinum landbúnaðar. Mjólkurbændur þurfa að horfast alvarlega í augu við að búin verða að stækka, þ.e. bændum verður að fækka. Sam- tímis þurfa bændur að búa sig undir minnkandi niðurgreiðslur. Þó þykir mér einsýnt að af- nema beri opinbera verðlagningu til afurðastöðva strax á næsta ári, þess vegna strax í desember, þeg- ar hagræðingasjóði verður lokað fyrir mjólkurbúum. Það er mikil- vægt að mjólkurbú annars staðar en á framleiðslusvæði eitt íhugi rækilega hvort þau ætli ekki að nýta sér hagræðingarsjóðinn til úr- eldingar áður en hann verður settur í annað í lok þessa árs. Það hefur valdið mér miklum vonbrigðum að bændur hafa heykst á fylgja eftir þeim mögu- leikum, sem gefnir voru á sam- einingu mjólkurbúa - einkum Norðurlandi. Auðvitað er það ekki létt verk að leggja niður fyrirtæki, einkum ef atvinnuástand í byggð- arlaginu er erfitt fyrir. En það er nauðsynlegt að gera sér Ijóst að með þessu er verið að firra vanda, bægja frá enn erfiðara atvinnu- ástandi, snúa vörn í sókn með því að hætta að halda dauðahaldi í vonlaus fyrirtæki og nota fjár- magnið til uppbyggingar annars staðar. I þessu máli hefur sveitarígur- inn orðið okkur dýr. Þá verður ekki undan því vikist að ítreka þá skoðun að því fyrr sem íslenskur landbúnaður losnar undan því að standa undir illa skilgreindri byggðastefnu stjórnvalda - því betra. Opinberri verðlagningu til af- urðastöðva verður hætt og frjáls verðlagning mjólkurbúa mun verða undir eftirliti og reglum Samkeppnisráðs og Samkeppnis- stofnunar, þannig að rekstrarstaða minni mjólkurbúa verður vægt sagt þröng - það er ekki erfitt að leiða rök að allsherjar hruni mjólk- urbúa norðan heiða, ef þau sinna ekki þeim möguleikum, sem þau hafa til að undirbúa þessa framtíð. Til þess að undirbúa þetta er nauðsynlegt að undirbúa jarðveg- inn vel og m.a. ljóst að afnema verður innbyrðis niðurgreiðslur greinarinnar á mjólk. Því er við- búið að á næstunni munum við sjá verðhækkanir á mjólk en samsvar- andi verðlækkanir á öðrum af- urðum svo sem rjóma og ostum. Innflutningur Innflutningur á landbúnaðaraf- urðum er takmarkaður annars veg- ar með háum innflutningsgjöldum og hins vegar með heilbrigðis- kröfum, sem ríma ekki alltaf við heilbrigða skynsemi sbr. umræður um meinta óhollustu danskra land- búnaðarvara. Við verðum að átta okkur á því að við Islendingar byggjum af- komu okkar fyrst og fremst á út- flutningi matvæla. Mun svo enn verða um langa hríð, þrátt fyrir áhuga stjómvalda á því að renna fleiri stoðum en sjávarútvegi undir efnahagslíf okkar. Við þekkjum af biturri reynslu hvemig aðrar þjóðir hafa beitt ýmsum aðferðum til að torvelda innflutning á íslenskum sjávarafurðum til sín. Slegist hefur verið um tolla, sjúkdóma- og hollustueftirlit, niðurgreiðslur og styrki o.fl. Það eru einfaldlega megin- hagsmunir okkar í alþjóðlegum samskiptum að milliríkjaviðskipti séu sem frjálsust og gildir það ekki síður um matvæli en aðrar vörur. Skýtur því skökku við að við séum annars vegar að ráðast á allar hömlur á milliríkjaviðskiptum á sumum matvælum (sjávarafurðir) en beitum síðan nákvæmlega sömu aðferðum og við erum þar að ráðast á þegar kemur að öðrum matvælum (landbúnaðarafurðum). Þetta þýðir ekki að það sé skoðun mín að fella eigi niður alla vemd á íslenskum landbúnaði. Hins vegar ber að leggja áherslu á að landbúnaðurinn taki virkan þátt í því að vemdinni sé beitt af skyn- semi en ekki offorsi. Það er ljóst að ofurhömlur virka sem beitt áróðursvopn gegn landbúnaðinum og leiða líkur að því að þeim sem vilja fella niður alla vemd vaxi fiskur um hrygg, jafnvel þannig að vemdin verði felld niður einn góðan veðurdag. Það er einnig ábyrgðarhluti að hvetja fólk til ijárfestingar í fram- leiðslu, sem aðeins getur lifað í skjóli risavaxinna innflutnings- gjalda og hafta. Þar með er ein- faldlega verið að villa fólk inn í öngstræti, sem sársaukafullt getur verið að komast úr aftur. Framleiðendur verða að gera sér ljóst að sú vemd sem land- búnaður býr við í dag verður ekki varanlegur. Því ber okkur skylda til að leggja nú þegar upp áætlun um hvemig við ætlum að skerða vemdina í þrepum, þannig að framleiðendur hafi yfirsýn til einhverra ára. Þá verða bændur og aðrir ein- faldlega að átta sig á því að okkur er þröngur stakkur búinn í að velja á milli hagsmuna útflutnings sjávarafurða og meintra hagsmuna landbúnaðar á Islandi. Framtíóin Það er grundvallatriði að horfast í augu við þá staðreynd að enn er langur vegur eftir við að losa bændur úr því kerfi, sem enn sligar íslenskan landbúnað. Þó margt hafi verið gert, þá er verkinu engan veginn lokið. Því er sorglegt að horfa upp á þá áherslu, sem nú virðist lögð á að hækka verð þeirra afurða, sem enn em undir opin- berri verðlagningu. Verðhækkun á þessum vömm skiptir ekki sköpum fyrir meðaltalsneytendann, þó hún geti komið illa við ákveðna hópa. Með hækkunum er hins vegar verið að gefa framleiðendum og afurðastöðvum falskar væntingar um stöðu íslensks landbúnaðar. Hækkanimar veikja tvímælislaust samkeppnisstöðu greinanna. Það er mikils vert að horfa fram á veg með því hugarfari að unnt sé að reka landbúnað hér á íslandi. En það verður ekki gert nema menn hafi þor til að horfast í augu við að við verðum einfaldlega að komast endanlega út úr þeim keríúm, sem verka sem hömlur á íslenska land- búnaðarframleiðslu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert á undanfömum ámm, þá er langt frá því að starfrnu sé lokið. Enn þarf að gera stórátak í að losa íslenskan landbúnað úr viðjum gamla kerfisins og snúa sér að alefli að því að gefa bændum kost á að nýta sér margbreytileika markað- arins. Takist það óttast ég ekki að ís- lenskur landbúnaður eignist sín sóknarfæri með færri en betur meg- andi framleiðendum. En eins og staðan er í dag óttast ég meira að skammtímahagsmunir verði ofan á, sem þýðir einfaldlega frestun á vandanum, sem enn þýðir, eins og alltaf þegar vandamálum er frestað, að staða stórra hluta bændastéttarinn- ar muni verða óbærileg er fram líða stundir. Jörð óskast Óska eftir að kaupa kvótalausa jörð í upp- sveitum Árnes- eða Rangárvallasýslu. Jarðar- partur kemur líka til greina. Tilboð með lýsingu á því landi sem um ræðir sendist Bænda- blaðinu merkt „Jörð í Árnes- eða Rangár- vallasýslu". Tindar í flestar tegundir Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Er verðið oí lágt? Mér virðist í stuttu máli að framtíð sauðfjárframleiðslu felist fyrst og fremst í að verða aukabúgrein. Ljóst er að framleiðendur þurfa að fá sem mest frelsi til að geta einbeitt sér að mismunandi mörkuðum. Við getum hugsað okkur framleiðslu á tiltölulega ódýru lambakjöti, en við getum einnig séð fyrir okkur dýrari markaði, sem tækju við sérhæfðari afurðum. Er það skynsamlegt að stefna að sama markaði og Nýsjálend- ingar og aðrir framleiðendur sauðfjárafurða. Er virkilega ekki hægt að finna nokkur hundruð þúsund neytendur erlendis, sem hægt er að kenna að meta lúxusvöruna feitt íslenskt lambakjöt, þannig að þeir séu reiðubúnir að borga meira fyrir vöruna, en annað lambakjöt? segir Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB og fulltrúi í Sexmannanefnd.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.