Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 4
4
Bændablaðið
Þriðjudagur 15. júlí 1997
Bændablaðiði
Útgefandi: Bændasamtök íslands
Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík
Sími5630300
Fax á aðalskrifstofu BÍ 562 3058
Fax hjá Bændablaðinu 552 3855
Kennitala 631294-2279
Ritstjóri Áskell Þórisson (ábm.)
Beinn sími ritstjóra 563 0375 GSM sími 893 6741
Heimasími ritstjóra 564 1717
Netfang ath@bi.bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason
Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303
Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson,
Haukur Halldórsson
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til ailra bænda
landsins. Það er prentað í 7000 eintökum og fara 6.780 eintök (miðað
við 15. júní 1997) eintök í dreifingu hjá Pósti og síma.
Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er búa utan þéttbýlis.
Prentun:
ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621
Ritstjórnargrein
Afkoma og gæði í
mj ólkurframleiðslu
Illt er til þess að vita að léleg afkoraa kúa-
bænda ógni gæðum framleiðslunnar, en þetta
kemur fram grein eftir Guðlaug Björgvins-
son, forstjóra MS, í fréttabréfi Mjólkursam-
sölunnar. Og ástæðan? Léleg afkoma bænda
og atgervisflótti úr landbúnaðinum.
Margt geta bændur gert til að breyta
þróuninni - og margt hefur verið gert. Þannig
hafa kúabændur lagt gífurlega áherslu á
hagræðingu í rekstri búa sinna og margir náð
umtalsverðum árangri.
Guðlaugur dregur ekki dul á að úr-
vinnsluiðnaðurinn þarf að endurskipuleggja
rekstur sinn. Hann nefnir að fækkun afurða-
stöðva á Suður- og Vesturlandi hefur þegar
skilað „langþráðum arðgreiðslum". Nú er
komið að öðrum landshlutum og er skemmst að minnast hug-
mynda Norðlendinga um sameiningu afurðastöðva á sínu svæði.
Þá nefnir Guðlaugur að „margar ólíkar leiðir þurfí að fara til að
bæta afkomu bænda og leggja nýjan grunn að fagmennsku í
frumframleiðslunni. „Hvetjandi verðlagningarkerfí, sem t.d. um-
bunar sérstaklega fyrir framleiðslu úrvalsmjólkur, er eitt af þeim
tækifærum sem sjálfsagt er að velta fyrir sér og á öllum víg-
stöðvum þarf að vinna hratt því núverandi ástand býður hættunni
heim. Islendingar stunda landbúnað sinn í einni hreinustu náttúru-
auðlind heims og þeim gæðum þarf að skila óaðfinnanlega á borð
neytandans.“
í sama fréttabréfí er viðtal við Magnús H. Sigurðsson, stjómar-
formann MS og honum er líkt og Guðlaugi umhugað um að kanna
möguleika á að verðlauna úrvalsmjólk. „Eg er viss um að með því
að greiða meira fyrir úrvalsmjólk berst betri mjólk en áður frá
bændum en við höfum fengið hingað til. Ég tel að með ábatakerfi
náum við helst þeim árangri sem við stefnum að, sem er að fram-
leiða heimsins bestu mjólk sem ætti að gera okkur kleift að selja
afurðir okkar á mörkuðum utan Islands.“
Viðskiptaumhverfið hefur tekið gjörbreytingum á liðnum ámm og
hvort sem mönnum líkar betur eða verr verða þeir í æ ríkari mæli að
treysta á eigin mátt. Þessa gætir ekki einvörðungu í landbúnaði heldur í
atvinnulífi landsmanna yfirleitt. Þetta þýðir meðal annars að verð
mjólkur hlýtur að íylgja almennri verðlagsþróun en vart er að vænta
hækkana umffam hana. Dr. Agúst Einarsson, alþingismaður, orðar
þetta svo í blaðinu í dag að „mikilvægt sé að íslenskur landbúnaður
skynji stöðu sína sem hluti af heild og að hagkerfið byggir æ meira á
almennum reglum í stað sérreglna.“ I annan stað verða bændur að
ráðast gegn kostnaðarþættinum í rekstri kúabúa. Sjálfsagt telja ýmsir
að þar sé vart hægt að gera betur en staðreynd málsins er önnur - enn
eru eftir óunnin lönd á þessu sviði. Síðast en ekki síst verður
úrvinnsluiðnaðurinn að taka sér tak og trúlega er sameining
afurðastöðva og sérhæfing í vinnslu lykilorðið. Þórarinn E. Sveinsson,
mjólkursamlagsstjóri KEA á Akureyri, telur að þekki menn ekki sinn
vitjunartíma sé þess ekki langt að bíða að innfluttar mjólkurafurðir
ryðji íslenskum vörum úr vegi. Eftir hverju er þá beðið?
Áskell Þórisson,
ritstjóri
Bœndablaðsins
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði
Millj.lítra
Ftaungreiöslur fyrir mjólká árunum 1991 til 1996. Reiknaðar
greiðslur samkvæmt verðlagsgrundvelli.
Áhrif ehiainnihalds ii greiíslur
afurðastfiOva lyrir mjúlk
í Bændablaðinu sem út kom
22. apríl sl. er opið bréf frá
Sigurgeir Pálssyni Sigtúnum varð-
andi áhrif efnainnihalds á greiðslur
fyrir mjólk. Þar kemur fram að við
ákvörðun efnainnihalds meðal-
mjólkur er stuðst við þriggja ára
meðaltöl varðandi efnahald mjólk-
urinnar. Vegna lækkandi meðal-
efnainnihalds mjólkurinnar hefur
það leitt til að verðlagsárið 94/95
voru greiðslur afurðastöðva til
mjólkurframleiðenda um 50
milljón kr. lægri en verið hefði ef
efnainnihald hefði náð viðmiðun-
armjólk og 95/96 um 30 millj.
lægri. Þróun þessi sést einnig vel á
meðfylgjandi línuriti sem Jón K.
Baldursson hjá SAM hefur unnið.
Þar má einnig sjá að frá 1991 -
1993 fengu bændur að meðaltali
liðlega grundvallarverð fyrir
meðalmjólk.
Ekki verður fullyrt að ein
reikniaðferð í þessu efni sé réttust,
þó má ljóst vera að lágmark er að
taka meðaltal yfir heilt ár vegna
árstíðasveiflna í efnainnihaldi
mjólkur og hafa verður í huga að
sveiflur vegna veðurfars geta orðið
verulegar milli ára, sem fleiri ára
meðaltal ætti aðjafna.
Augljóst er að gildandi reikni-
aðferð hefur undanfarin þijú ár
gefið bændum lakari greiðslur
fyrir mjólk en meðaltal sem byggt
væri á skemmri tíma. Þetta var þó
ekki það sem búist hafði verið við.
Ætla hefði mátt að með auknum
greiðslum fyrir efnainnihald hefði
markvissari fóðrun með aukið pró-
tein í mjólkinni að leiðarljósi og
kynbótastefna á sama veg átt að
leiða til vaxandi prótíns í mjólk-
inni. Við vaxandi efnainnihald
gefur þriggja ára meðaltal bændum
ætíð hærra meðalmjólkurverð en
verðlagsgrundvöllur ákvarðar. Að
breyta reiknireglu nú er því ekki
bændum hagkvæmt nema ætla
megi að efnainnihald mjólkur vaxi
ekki á næstu árum. Ræktun fyrir
auknu prótíni mun væntanlega
skila árangri og aukin þekking á
fóðrun ætti einnig að auka
efnainnihald mjólkurinnar.
Mjólkurvörumarkaðurinn er
miðaður við efnainnihald en
greiðslumarkið mælist í lítrum, og
því fjölgar þeim lítrum sem bein-
greiðslur greiðast á, ef efnainni-
hald mjólkurinnar minnkar.
Athugun á efnainnihaldi
mjólkur það sem af er verðlags-
árinu 1996/97 bendir til að það
verði nálægt því þriggja ára meðal-
tali sem gildir fyrir verðlagsárið og
heildargreiðslur því nálægt
gmndvallarverði á lítra.
Með nákvæmri sumarfóðrun
sem raunar virðist full þörf á til að
ná heildargreiðslumarki verðlags-
ársins má jafnvel ætla að
efnainnihald mjólkur gæti orðið
yfir reiknuðu meðaltali.
Af lækkandi efnainnihaldi
meðalmjólkur hefur leitt að ekki
hefur náðst viðmiðunarverð verð-
lagsgrundvallar mjólkur á síðustu
árum. Takist að hækka efnainni-
hald mjólkurinar á næstu árum
mun gildandi regla óbreytt með
sama hætti leiða til að meðalverð
til bænda verður hærra en við-
miðunarverð. /AT
Á dögunum ajhentu forsvarsmenn RALA og Landgrœðslunnar Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðarráðherra,
eintak af frœðslubœklingum Að lesa landið. Ölafur Arnalds tók saman efni bœklingsins og á meðjylgjandi mynd
tekur Guðmundur á móti honum. Tilgangur bœklingsins er að frceða almenning um ástand landsins. Honum er
œtlað að gera hverjum og einum fœrt að meta umhverfi sitt, gróðurfar, jarðvegsrof og síðast en ekki síst, hvernig
landið œtti að líta út og til h vaða aðgerða hcegt er að grípa til landbóta. Bœklingurinn var unninn í beinu framhaldi
af bókinni Jarðvegsrof á íslandi. Guðmundur Bjarnason sagði á kynningarfundi að jarðvegsrof vœri eitt þeirra
miklu vandamála sem ráðuneyti hans þyrfti við að glíma og hann fagnaði útgáfu bœklingsins. Ráðherrann gat þess
að ráðuneytið vœri nú að skoða lög sem fjalla um búfjárhald og fjallskil - en auk þess vceri aukið hrossahald
vaxandi vandamál og veeri œtlunin að líta á þau mál í nánu samráði við Félag hrossabœnda og Landsamband
hestamanna. Ólafur Arnalds sagði að gróðurfar á íslandi vœri alls ekki nógu gott en margt vœri hœgt að gera til að
bœta ástandið. „Stórir hlutar landsins einkennast af rofsvœðum og auðnum þar sem slíkt œtti alls ekki að vera,“
sagði Ólafur.