Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. júlí 1997 Bœndablaðið 5 í landbúnaði Alþingi samþykkti samhljóða í vor tillögu um stefnumótun í menntun- armálum í landbúnaði. Þar felur Alþingi landbúnaðar- ráðherra að skipa nefhd til að vinna að stefnumótun í menntamálum landbúnað- arins. Nefndin kanni sérstak- lega hvemig skipulagi á sérhæfðri menntun í landbúnaði sé best komið íyrir innan skólakerfisins, rannsaki menntunarstig í landbúnaði, athugi skipu- lag endurmenntunar, fjalli um hvemig sérskólar land- búnaðarins eigi að tengjast öðra skólastarfi og skoði tengsl rannsókna í land- búnaðarmálum við skólastarf. Höfundur þessarar greinar var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Það er ánægjulegt að samstaða náðist um þetta mikilvæga mál. Tillagan fékk mjög jákvæðar um- sagnir frá samtökum og stofnunum í landbúnaði. I greinargerð með til- lögunni er fjallað um marga þætti sem tengjast menntun í landbúnaði og er í þessari grein rætt um ýmsa þeirra hér í Bændablaðinu. Sérstaða landbúnaðar Engin atvinnugrein hefur breyst jafn mikið á þessari öld hér- lendis eins og landbúnaður. Island breyttist á örfáum áratugum úr hefðbundnu landbúnaðarsamfélagi í iðnvætt borgarasamfélag og gerðist sú þróun á skemmri tíma en víðast hvar annars staðar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að um- ræða um landbúnaðarmál hefur oft einkennst af skörpum skilum í skoðunum manna. I upphafi aldarinnar höfðu flestir landsmenn framfæri sitt af landbúnaði og tengdum greinum. Nú sýna hagtölur að vinnuafl í landbúnaði er um það bil 5% af heildarvinnuafli landsmanna. Fyrir tæpum sextíu áram voru 32% af vinnuafli landsmanna í land- búnaði. Fjölmörg störf era í tengslum við landbúnað, svo sem við verslun og viðskipti, auk nýrra at- vinnugreina eins og ferðaþjónusta, fiskeldi, landgræðsla og skógrækt. Landbúnaður hefur breyst verulega á undanförnum árum og orðið sífellt fjölbreyttari. Það krefst þess að hugað sé vel að menntamálum, t.d. vegna margvís- legra möguleika í lífrænni ræktun, loðdýrarækt eða komrækt. Aukin áhersla á menntamál þýðir betri líkur að nýtt séu tækifæri sem era fyrir hendi. Skólar í landbúnaði Menntun í landbúnaði er fyrst og fremst í sérskólum, þ.e. í bændaskólunum á Hólum og á Hvann- eyri, svo og í Garð- yrkjuskólanum, en einnig í Búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri sem er eina kennslustofnunin á há- skólastigi í landbúnaði hérlendis. Sérskólar landbún- aðarins heyra stjóm- sýslulega undir land- búnaðarráðuneyti en ekki menntamálaráðu- neyti. Hér er mikil- vægt álitaefni sem nefndin verður að skoða. Langflestir sér- skólar og annað sem tengist menntakerfinu er stjóm- Mikilvægt er að íslenskur land- búnaður skynji stöðu sína sem hluti af heild og að hagkerfið byggir æ meira á almennum reglum í stað sérreglna. Þessi breyting hefur átt sér stað hér á landi eins og annars staðar á undanfömum ámm. Sérstaða landbúnaðar hér- lendis hefur m.a. markast af því að hann hefur búið að hluta til við lokað hag- kerfi og lokað stjóm- sýslukerfi án mikilla tengsla við aðra þætti. Menntamálin hafa verið undir landbúnaðar- ráðuneyti, peninga- og lánamál hafa verið í sérstökum stofnunum og stjómsýsluákvarðanir hafa flestar verið teknar einungis í samvinnu við þá aðila sem gæta hagsmuna þeirra sem starfa í greininni sjálfri. sýslulega undir menntamálaráðu- neytinu. Vitaskuld kemur til greina að menntun í landbúnaði verði innan almennra framhaldsskóla í stað sérskóla, eða í formi eins konar samstarfs sérskóla og framhalds- skóla. Sem dæmi um slíkt er Hótel- og veitingaskóli íslands sem er deild í Menntaskólanum í Kópavogi. Það fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Eitt mikilvægasta varðandi menntun nemenda er að þeir geti auðveldlega tengst öðru námi, þ.e. að nemendur lendi ekki á blind- götu í námi sínu. Það er mjög mikilvægt, einmitt vegna stjóm- sýslulegrar stöðu menntunar í landbúnaði, að nemendur geti haldið áfram námi innan almenna skólakerfisins þegar þeir hafa lokið afmörkuðu námi í land- búnaði. Fjölmargt í menntamálum landbúnaðar getur aukið tekjur greinarinnar veralega, svo sem endurbætur í bútækni, líftækni, landnýtingu, orkunýtingu og jarð- nýtingu. Aukin áhersla á menntun í matvælaiðnaði, gæðstjómun og hagfræði leiðir til framfara innan landbúnaðar. t Endurmenntun, æðri menntun og rannsóknir Kennsía og nám fer víða fram innan landbúnaðarins. Þannig er starfsemi ráðunauta í leið- beiningarþjónustu víðs vegar um landið, en mikil fræðsla og endur- menntun er vegna starfa þeirra. Endurmenntun er nú einn mikilvægasti þáttur r menntun sér- hverrar þjóðar og er hún um- fangsmikil í starfi sérskólanna þriggja. Eitt af verkefnum nefndar- innar er að fjalla um með hvaða hætti endurmenntun innan land- búnaðarins sé best skipulögð og hvemig auka megi áhuga á henni. Æðri menntun innan land- búnaðar er nokkuð mikil hér á landi miðað við margar aðrar atvinnugreinar. Þannig eru tiltölu- lega fleiri háskólamenntaðir ein- staklingar starfandi í landbúnaði en í sjávarútvegi. Vel menntað fólk í landbúnaðarfræðum er víða í ís- lensku þjóðfélagi, bæði innan menntastofnana, rannsókna- stofnana og samtökum tengdum landbúnaði. Ekki er óalgengt að innan landbúnaðarkerfisins starfi einstaklingar sem hafa lokið doktorsprófi í fræðum tengdum landbúnaði. Tengsl sérmenntunar í land- búnaði við aðra skóla er vitaskuld mjög mikilvæg og á það ekki hvað síst við Búvísindadeildina á Hvanneyri, sem starfar á háskóla- stigi, og samstarf hennar við aðra skóla á háskólastigi, m.a. við Há- skóla Islands og Háskólann á Akureyri. Einn mikilvægasti þáttur í menntamálum landbúnaðarins eru tengsl skóla, atvinnulífs og rann- sókna. Nú eru starfandi hérlendis margar rannsóknastöðvar á sviði landbúnaðar. Þar má einkum nefna Rannsóknastofnun landbúnaðarins og rannsóknastarfsemi sem fer fram hjá Skógrækt ríkisins, Land- græðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og fleiri aðilum. Rannsóknir innan Bútækni- deildar Búvísindadeildar nýtast nemendum og bændum mjög vel Ágúst Einarsson, prófessor og alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna og era gott dæmi um atvinnulífs- tengdar rannsóknir sem skila mikilli arðsemi. Hægt er að færa sterk rök fyrir því að aukið fjár- magn í rannsóknir í landbúnaði muni skila sér fljótlega aftur í auknum tekjum þjóðarbúsins. Nýir möguleikar Margt þarf að skoða sem tengist menntamálum í land- búnaði. Þannig hefur framleiðni í mörgum vinnslugreinum landbún- aðarins ekki aukist og jafnvel minnkað á undanfömum áram. Þetta krefst vitaskuld endurmats og endurskipulagningar þar sem aukin menntun getur komið að verulegu gagni. Fagmennska í úrvinnslu fjöl- margra matvælaafurða er glöggt vitni um að margt vel menntað fólk starfar í landbúnaði. Benda má á ostaframleiðslu, en íslenskir ostagerðarmenn hafa margoft fengið verðlaun erlendis fyrir framleiðslu sína. Athyglisvert er að hinir margverðlaunuðu íslensku mennings um umhverfi sitt. í sam- skiptum fólks í þéttbýli og dreif- býli skiptir vaxandi máli að hugað sé að þáttum eins og gróðurvemd, jarðvegseyðingu, stóriðju, hreinni náttúru, mengun og umgengni í óbyggðum. Þannig era fjölmörg álitamál sem tengjast stöðu land- búnaðar í þjóðlífinu. Aukin menntun í landbúnaði og annars staðar auðveldar samskipti milli einstaklinga og atvinnugreina. Almennar reglur í stað sérreglna Mikilvægt er að íslenskur land- búnaður skynji stöðu sína sem hluti af heild og að hagkerfið byggir æ meira á almennum regl- um í stað sérreglna. Þessi breyting hefur átt sér stað hér á landi eins og annars staðar á undanfömum árum. Sérstaða landbúnaðar hérlendis hefur m.a. markast af því að hann hefur búið að hluta til við lokað hagkerfi og lokað stjómsýslukerfi án mikilla tengsla við aðra þætti. I uppliafi aldarinnar höfðu flestir landsmenn framfœri sitt af landbúnaði og tengdum greinum. Fyrir tœpum sextíu árum voru 32% af vinnuafli landsmanna í landbúnaði... ...en nú sýna hagtölur að vinnuafl í landbúnaði er um það bil 5% af heild- arvinnuafli landsmanna. ostagerðamenn eru nær allir menntaðir erlendis, langflestir í Danmörku. Danir leggja mikla áherslu á menntun í landbúnaði og uppskera eftir því. A menntun hvfla margir þættir landbúnaðar, t.d. kynbætur, sem geta aukið tekjur veralega hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr. Einnig skiptir góð þekking á sjúk- dómum miklu máli en íslenskur landbúnaður er mjög háður ytri að- stæðum hvað það varðar. Möguleikar íslensks land- búnaðar era einnig á sviðum sem fengu ekki mikla athygli fyrir nokkrum árum. Benda má á garð- yrkjurækt, sem er vaxandi atvinnu- grein, og ferðaþjónustu. Landr búnaðurinn hefur einnig mikil- vægu hlutverki að gegna í um- hverfismálum, m.a. við mótun stefnu í þeim málaflokki, sem hefur hagrænt gildi auk þess að bæta mannlíf. Ein af meginbreytingum síðustu ára er aukin vitund al- Menntamálin hafa verið undir landbúnaðarráðuneyti, peninga- og lánamál hafa verið í sérstökum stofnunum og stjómsýslu- ákvarðanir hafa flestar verið teknar einungis í samvinnu við þá aðila sem gæta hagsmuna þeirra sem starfa í greininni sjálfri. Þetta er ekki ósvipuð staða og gilt hefur fyrir aðrar atvinnugrein- ar hérlendis en þó hafa orðið breytingar á undanfömum árum, einkum í sjávarútvegi. Það er brýnt að íslenskur landbúnaður taki virkan þátt í aðlögun atvinnugrein- arinnar að almennum reglum í stað sérreglna. Vinna við stefnumótun felur í sér að mörkuð er framtíðarsýn sem nær t.d. frá tíu árum til þrjátíu ára. Hér er því ekki verið að skoða hlutina til fárra ára heldur verið að búa til umgjörð á sviði menntunar í landbúnaði sem gagnast atvinnu- greininni og þjóðlífmu öllu til langs tíma.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.