Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 12
12 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Um jöfnun námskostnaðar Allt frá árinu 1972 hafa verið í gildi lög um ráðstafanir til að jafna námskostnað nemenda í fram- haldsskólum. Gildandi lög um þessi efni eru nr. 23 frá 1989 og fjalla bæði um styrki til ein- staklinga og stuðning við skóla- akstur. Tilgangur laganna kemur fram í 1. grein þeirra: „l.gr. Ríkissjóður veitir náms- styrki til jöfnunar á fjárhagslegum aðstöðumun nemenda í framhalds- skólum að því leyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhags- byrðum eða efnaleysi torveldar þeim nám, sbr. 5. grein“. I 2. og 3. grein laganna kemur fram hverjir eigi rétt á styrkjum og hvers konar styrkir eru veittir: „2.gr. Réttar til námsstyrkja samkvæmt lögum þessum njóta ís- lenskir nemendur sem stunda reglubundið framhaldsnám hér á landi og verða að vista sig utan lögheimilis og íjarri fjölskyldu sinni vegna námsins, enda sé ekki unnt að stunda sambærilegt nám frá lögheimili eða öðrum dvalarstað sem námsstyrkjanefnd met- ur jafngildan. Eigi skulu þeir njóta styrks er eiga rétt til láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna eða njóta hliðstæðrar fyrir- greiðslu. 3.gr. Styrkir sem nemendur njóta sam- kvæmt lögum þessum eru: a) ferðastyrkir, en þeir eru veittir nem- endum sem verulegan ferðakostnað bera vegna búsetu sinnar, b) fæðisstyrkir er samsvari áætluðum hlut launakostnaðar í heildarfæðiskostnaði nemenda í skólamötuneyti, c) húsnæðisstyrkir, en þeir eru veittir nemendum sem ekki eiga kost á heimavist og miðast þeir við helming áætlaðs hús- næðiskostnaðar, d) sérstakir styrkir sem námsstyrkjanefnd er heimilt að veita efna- litlum nemendum". Auk þess sem hér kemur fram um veitingu styrkja er heimilt sam- kvæmt 5. grein laganna: ,,a) Að veita ein- stökum nemendum við- bótarstyrki ef efnaleysi torveldar þeim nám. b) Að veita ein- stökum nemendum styrki þótt þeir fullnægi ekki skilyrðum 2. grein- ar þessara laga ef efna- hagur er þröngur eða aðrar gildar ástæður tor- velda þeim nám“. Samkvæmt upplýsingum námsstyrkjanefndar bárust alls um 2800 styrkumsóknir vegna síðasta skólaárs og voru veittir um 2400 styrkir. Styrkupphæðir voru eftir- farandi fyrir tvær annir: Ferðastyrkur: kr. 0 - 27.500 Fæöisstyrkur: kr 40.000 Húsnæöisstyrkur: kr 14.000 - 16.000 Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bœndasamtaka íslands Alls námu beinir styrkir um 106 millj. kr. en auk þess fóru 30 millj. kr. til að styrkja skólaakstur. Rétt er að vekja athygli á því, sem fram kemur í 2. grein laganna, að nemendur eiga því aðeins rétt á styrk, að þeir geti ekki stundað námið, eða sambærilegt nám frá heimili sínu. Enn fremur er það svo, að þar sem skólaakstur er í boði koma engir styrkir til greina, nema í þeim tilvikum að langt sé að fara í veg fyrir skólabfl, þá hafa verið greiddir ferðastyrkir. Miðað hefur verið við 3 km vegalengd í þessu sambandi. Aðeins í fáum tilvikum hafa verið greiddir sérstakir styrkir samkvæmt ákvæðum 5. greinar til efnalítilla nemenda. Kemur þar fyrst og fremst til, hversu ráð- stöfunarfé úthlutunamefndar er takmarkað. Þessi möguleiki er þó til staðar og á hann er sjálfsagt að láta reyna í þeim tilfellum að styrkurinn geti jafnvel ráðið úr- slitum um möguleika til að stunda nám. Bændasamtökin hafa beitt sér og munu áfram beita sér fyrir aukinni fjárveitingu til þessa mála- flokks og hvetja bændur og náms- fólk í sveitum til að kynna sér rétt sinn og möguleika í þessu sam- bandi. EndurskoOur bruitabótamats Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða gildandi ákvæði um tilhögun brunabótamats. Að sögn Ara Teitssonar er full þörf á því þar sem lögum um þessi efni var breytt eftir að sú reglu- gerð sem nú er unnið eftir var sett. Agreiningur er um hvort rétt sé staðið að framkvæmd á endurmati fasteigna einkum til sveita en framkvæmd matsins hefur verið með þeim hætti að mikill kostnað- arauki hefur fylgt hjá bændum. Því eru bændur hvattir til að heimila ekki endurmat eigna sinna fyrr en nefnd ráðherra hefur lokið störfum. Margvíslegar rannsóknir hjá jarðræktardeild Rala MarkmiQ kynbóta er að skapa fleiri valkosti Nú er unnið á vegum RALA að ræktun og kynbótum á beringspunkti frá Alaska. Þegar hefur verið valið ís- lenskt yrki af honum, sem nefnist Tumi, og er til prófunar í tilraunastöð stofnunarinnar á Korpu. Áslaug Helgadóttir, sérfræðingur í jarðrækt hjá RALA, segir að fyrstu vís- bendingar gefi góð fyrirheit um árangur kynbótanna og bendi til þess að íslenska yrkið sé þolnara en það sem kom frá Alaska. Ræktun Tuma er þó aðeins eitt dæmi um verkefni RALA í kyn- bótum og ræktun nytjajurta fyrir landbúnaðinn. Annað verkefni, sem Guðni Þorvaldsson vinnur að, er samanburður á háliðagrasi af ýmsum stöðum á landinu. Grasið var tekið á 100 bæjum úr túnum sem öll hafa náð 30 ára aldri eða meira, en það er ákveðin stað- festing á þoli. Ætlunin er að velja saman álitlegar plöntur til fram- haldsræktunar og nota þær sem grunn að nýju yrki. Háliðagras hefur lítið verið notað á seinni árum en það hefur þó þann kost að spretta snemma. Vallarfoxgras talió best til fóðrunar mjólkurkúa Besta grasið til fóðrunar há- mjólka kúa er þó talið vallarfox- gras. Vandinn við ræktun þess hefur fyrst og fremst verið sá að það hefur gjaman vikið úr túnum fyrir öðrum grastegundum þegar þau eldast. Unnið er að tilraunum og kynbótum til lausnar á þeim vanda. Komið er fram nýtt yrki af vallarfoxgrasi sem á ættir að rekja til nyrsta hluta Skandinavíu auk Islands og er valið í samvinnu þessara landa. Að sögn Aslaugar Helgadóttur lofa fyrstu niðurstöð- ur tilrauna góðu og benda til þess að nýja yrkið taki þeim eldri fram. Auk eigin kynbóta em erlend yrki af ýmsum grastegundum prófuð við íslenskar aðstæður, bæði á Korpu og á nokkmm öðmm stöð- um. Hólmgeir Bjömsson, sérfræð- ingur í jarðrækt hjá RALA, kveðst vongóður um að fram séu komin ný og harðger yrki af tegundum sem ekki em ræktaðar hérlendis en gætu sums staðar komið í stað vallarfoxgrass þar sem sáðskipti em stunduð. Af öðmm tilraunum má nefna að mikið er unnið að rannsóknum og kynbótum á smára, sem þykir hentugur til fóðmnar mjólkurkúa, hvítsmári til beitar og rauðsmári til sláttar. Óþarfi að örvænta um kornið Mörgu öðm en því, sem hér hefur verið nefnt, er sinnt í til- raunastöð RALA á Korpu. Má þar nefna kynbætur á byggi sem er uppistaðan í komrækt bænda hér á landi. Em þær unnar undir stjóm Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra, og miðast einkum við að auka hæfni komsins til þess að nýta allan þann hita sem gefst auk þess að efla stöngla þess til að það verjist haustvind- um betur. Jónatan segir að þótt vorið hafi verið kalt sé óþarfí að örvænta um vöxt komsins nú í sumar. Einkum vanti vætu, en verði um hlýindi að ræða um og eftir mitt sumar muni það skila sér í vexti komsins. Talsvert kal á liðnu vori Talsvert var um kal í túnum á liðnu vori. Kalið kom víða fram og er það ákveðið vandamál í ís- lenskum landbúnaði því að þau ár em færri sem þess verður lítið eða ekkert vart. Auk eiginlegra kal- rannsókna, sem einkum em gerðar á tilraunastöð stofnunarinnar á Möðmvöllum, eru gerðar ýmsar rannsóknir og kynbætur jurta sem eiga að stuðla að því að draga úr hættunni á kali. Hafa þær einkum beinst að vali og kynbótum gras- tegunda til að þola íslenska vetur- inn. Aslaug Helgadóttir segir markmiðið með kynbótunum einkum vera það að skapa bænd- um ákveðna valkosti við ræktun- arstörf og nýta grasið eftir kostum landsins. Eftir því sem völ er á fleiri tegundum sem hægt er að rækta með árangri hér á landi gefist kostur á meiri fjölbreytni í ræktuninni. Bændur geti því í meira mæli tekið mið af mismun- andi jarðvegi, þegar þeir velja jurtir til ræktunar, og jafnframt því hvemig fóður þeir þurfa handa búfé sínu. Endurræktun er besta vörnin Áslaug segir að ræktunar- menning bænda sé að breytast til batnaðar. Áður hafi menn ræktað tún til langs tíma en á seinni árum hafi endurræktun og skiptiræktun aukist til muna. Tilkoma kom- ræktarinnar mun breyta afstöðu margra bænda til ræktunar og hafa mikil áhrif á ræktunarmenningu. Einnig hafi vaxandi notkun græn- fóðurs í landbúnaði aukið áhuga bænda á að endurrækta nytjalönd sín. „Með aukinni fjölbreytni ræktunarplantna gefst bændum betri kostur á að miða ræktun við þarfir búpenings og einnig er auð- veldara að taka tillit til þess jarð- vegs þar sem ræktunin fer fram. Þá er einnig unnið að rannsóknum á samspili veðurfars og plantna til að unnt sé að miða kynbætur við veðurfarslegar aðstæður." Áslaug segir að í þessu felist mikil vöm gegn gróðurskemmdum af völd- um kulda og harðinda. Harðgerari plöntur hafi mikið að segja, en breytt ræktunarmenning skili þó bestum árangri því að ung tún standi mun betur að vígi gagnvart kali en þau eldri. Endurræktunin sjálf sé því besta vömin. Pe'tur Helgason, stjórnarformaður RALA, Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur, Þórólfur Sveinsson, varaformaður Bœndasamtaka íslands, Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu, Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir, sérfrœðingar íjarðrœkt hjá RALA. Myndin er tekin við tilraunareiti í tilraunastöðinni á Korpu að lokinni heimsókn stjórnar RALA þangað.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.