Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. júlí 1997
Bændablaðið
13
Sumarslátrun og
gæði dilkakjðts
Undanfarin ár hefur slátrun utan
hefðbundins sláturtíma, sumar-
slátmn og síðslátrun færst í vöxt.
Verður að telja það kost að bjóða
neytendum upp á ferskt dilkakjöt
sem lengst. Vitað er að neytendur í
flestum löndum vilja heldur ferskt
kjöt en kjöt sem hefur verið fryst,
enda rýma gæðin nær undan-
tekningarlaust við frystingu.
Undanfarin ár hafa verið gerðar til-
raunir með síðslátmn, þeim fyrstu
stóð undirritaður fyrir 1992 - '93 í
samstarfi við sauðfjárbændur í
Borgarfirði og hafa síðan verið
gerðar athuganir sem í stómm drátt-
um hafa staðfest niðurstöður fyrstu
tilraunanna.
í sambandi við tilraunimar með
„síslátrun“(sem nú er kallað síð-
slátmn þ. e. slátmn eftir venjulegan
sláturtíma) var þróuð aðferð til að
meta sláturhæfni lambanna lifandi.
Aðferðin gaf fullnægjandi niður-
stöður hvað varðar fitu og hold-
fyllingu. I eftirfarandi grein verður
sagt ffá aðferðinni sem notuð var og
nauðsyn þess að meta gæði slátur-
lambanna fyrir slátmn.
Mat á sláturhæfni -
gæðastjórnun dilka-
kjötsframleiðslunnar.
Hvers vegna á að meta slátur-
hæfni lambanna fyrir slátmn? Sér-
hver bóndi ætti að setja sér það
markmið að slátra aldrei öðmm
lömbum en þeim sem ætla má að
fari í háan gæðaflokk, helst I. flokk
eða úrval. Til að svo megi verða
þarf að meta kjötgæðin á lömbun-
um lifandi, fyrir slátmn. Það er mín
skoðun að alveg sérstök ástæða sé
til að meta sláturgæðin á lömbum
sem fara eiga í sumarslátmn. Skal
þessi fullyrðing rökstudd í hér á
eftir og síðan farið yfir aðferðir sem
notaðar hafa verið til að meta gæði
skrokksins á lambinu lifandi.
Hvers vegna að meta sláturgæð-
in á lambinu lifandi? Lambið er sú
framleiðsluvara sauðfjárbóndans
sem mestu ræður um afkomu hans.
Varan á því að vera hágæðavara.
Til að tryggja það þarf bóndinn að
hafa gæðaeftirlit á búinu, áður en
varan, lambið, fer frá honum. Hann
þarf þá fyrst að hafa til þess nothæfa
aðferð, læra að nota hana, og æfa
sig í að nota hana. Það getur að
sjálfsögðu tekið nokkum tíma að ná
leikni í notkun á aðferðum og
komast í réttan takt við kjötmatið.
(Nýtt kjötmat tekur væntanlega
gildi í haust, en hér verður miðað
við matið eins og það er.). Lang-
flestir bændur gera þetta óbeint.
Allmörg undanfarin ár hefur
undirritaður metið sláturhæfni
lamba fyrir slátmn og mótað að-
ferðir til að nota við matið. Sem
dæmi um árangur þessarar viðleitni
skal hér sýnd niðurstaða úr mati á
sláturhæfni lamba sl. sumar en þá
var slátrað lömbum í sumarslátrun í
tengslum við mjólkurtilraunina á
Hvanneyri. Slátrað var 3 sinnum og
lömbin skoðuð fyrir slátmn. Væm
þau ekki talin sláturhæf vom þau
geymd til næstu slátmnar eða ekki
slátrað. (Sjá töflu)
Aðferðir vió mat á
sláturgæðum á lifandi
lambi
Við mat á sláturhæfni á lambinu
lifandi vom eftirfarandi atriði
notuð:
1. Bak og herðar. Metin er
holdfylling á baki og á herðum jafn-
framt því sem reynt er að meta
þykkt herða og hvort um sé að ræða
slöður aftan við herðar. Notaður er
skalinn 1-5. Nái lambið einkun-
inni 3- er lambið talið sláturhæft.
Einkunnin 4 eða hærra ætti að
nægja í úrval.
2. Malir og læri. Metin er
holdfylling á mölum og í læmm og
gefm sameiginleg einkunn. Rétt er
að meta saman þessa tvo eiginleika
þar sem þeir mynda sameiginlega
eiginleikann læri á fallinu í gálga.
Hér er sömuleiðis miðað við að
einkunin 3- gefi sláturhæft lamb.
Einkunin 4 eða hærra ætti að nægja
til að fá skrokkinn í úrval.
3. Fituhula. Við mat á fituhulu
hefur verið þuklað á baki og á síðu,
á sama stað og fita er mæld á
skrokkum í sláturhúsum. Hér hefur
verið notaður skalinn 1-5 með + og
-, þannig að alls em 13 einkunnir.
Mér hefur reynst að einkunnir frá
2+ til 4- eigi að vera rétt fituhula í I.
fl. A. Til að fara í úrval þarf fitu-
einkunnin að vera innan markanna
2+ til 3+. Hér er þó ekki um að
ræða skörp mörk eins og allir vita.
Ekki verður farið út í að skilgreina
skalann. Þeir sem reyna að nota
hann ættu að átta sig á því hvað við
er átt, hafi þeir fengist við að meta t.
d. líflömb. Vilji menn fræðast
frekar um skilgreiningar og notkun
skalans skal bent á grein í Ráðu-
nautafundur 1996.
Hvers vegna er
sérstaklega miklivægt
að meta lömb sem
fara í sumarslátrun?
1. Kröfur neytenda. Þegar
slátrað er utan venjulegs sláturtíma
gera neytendur sérstakar kröfur til
gæða vömnnar. Það er því nauð-
synlegt að slátra aðeins lömbum
sem fullnægja kröfum markaðar-
ins.
2. Borgað er yfirverð fyrir
dilkakjöt utan vejulegs sláturtíma.
Þeir sem borga bændum vömna
eiga því heimtingu á gæðavöm.
3. Bændur hafa ekki efni á að
slátra lömbum sem falla í flokkun í
sláturhúsinu og veitir að auki ekki
af tekjunum. Það er hart að vera
búinn að leggja í mikinn kostnað
við framleiðsluna og flaska á
síðasta atriðinu, gæðum vörunnar.
Hvanneyri íjúlí 1997
Sveinn Hallgrímsson,
_________________________________________________________________________
1. tafla. Lömb á Hvanneyri í sumarslátrun 1996 (Mjólkurtilraun).*
Slátrun
dags. fjöldi lífþ. fallþ. Flokkur-úrv. l.fl. kjöt-%
1 16.07. 21 25,7 12,4 1 20 48,2
2 23.07. 25 26,8 12,0 0 25 44,5
3 20.08. 11 34,5 15,4 0 11 44,6
* Ráðunautafundur 1997.
<p <p <p
<p <p
fSÍ
1
Bændur og hestamenn
RAFGIRDINGAR
<§&
ViS leggjum rækt við ykkar hag
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 5814450